Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 175

Málsnúmer 2512015F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 45. fundur - 21.01.2026

Fundargerð 175. fundar byggðarráðs frá 17. desember 2025 var lögð fram til afgreiðslu á 45. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 175 Til fundarins kom Steingrímur Rafn Friðriksson fyrir hönd Skíðadeildar Tindastóls til að fylgja eftir styrkbeiðni vegna lagfæringa á eldri snjótroðara deildarinnar. Óskað er eftir styrk að upphæð 2,7 m.kr. vegna varahlutakaupa.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að óska eftir frekari gögnum. Umræðum verður haldið áfram þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 175 Byggðarráð samþykkir samhljóða að beina því til sveitarstjórnar að samþykkja að um íbúðalóðir sem úthlutað er frá og með 1. janúar 2026 gildi tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda af byggingu íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á eftir greindum lóðum við þegar tilbúnar götur á bæði Hofsósi og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Niðurfellingin gildir um eftirtaldar lóðir á Hofsósi: Kirkjugata nr. 11, Sætún nr. 1-5 (raðhús) og 12, og Hátún nr. 1, 2, 3, 4, og 5. Niðurfellingin gildir jafnframt um eftirtaldar lóðir á Steinsstöðum: Lækjarbakka nr. 1, 2 og 4. Framangreindar lóðir á Hofsósi og að Steinsstöðum bera, verði ekki annað ákveðið, full gatnagerðargjöld eftir 31. desember 2026, sé þeim úthlutað eftir það tímamark. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Niðurfelling gatnagerðargjalda, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • .3 2512126 Styrkbeiðni
    Byggðarráð Skagafjarðar - 175 Lagður fram tölvupóstur, dags. 10.12. 2025, frá Siglingaklúbbnum Drangey, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 350.000 til að aftengja og fjarlægja gáma sem þjónað hafa sem aðstöðuhús klúbbsins við smábátahöfnina á Sauðárkróki.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að verða við styrkbeiðninni. Styrkurinn greiðist út af lið 21890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 175 Lagt fram bréf, dags. í desember 2025, frá stofnendum Skólahreysti, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 250 þúsund, til að ráðast í endurnýjun keppnisbúnaðar. Fram kemur í erindinu að keppnin er 20 ára um þessar mundir en á þeim tíma hafa 12.000 keppendur tekið þá í Skólahreysti og 200.000 áhorfendur stutt á bak við sín lið.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að verða við styrkbeiðninni. Styrkurinn greiðist af lið 21890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 175 Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 175 Lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra Leigufélagsins Bríetar dagsettur 16. desember sl. Skagafjörður og Leigufélagið Bríet ehf. undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis að Leigufélagið Bríet muni reisa tvær eignir í sveitarfélaginu fyrir lok desember 2025. Af ófyrirséðum orsökum fer framkvæmdastjóri Bríetar þess á leit við byggðarráð að viljayfirlýsing um uppbyggingu eigna í Skagafirði verði framlengd þannig að unnt verði að hefja framkvæmdir vorið 2026.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að framlengja viljayfirlýsinguna út árið 2026.
    Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 175 Á 166. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð samhljóða að veita heimild fyrir sölu á 5 eignum. Skógargata 2, F213-2173, er á meðal þeirra eigna sem um ræðir og var hún auglýst til sölu 6. nóvember 2025. Borist hefur eitt tilboð í eignina með fyrirvara um fjármögnun.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að ganga að tilboðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 175 Lögð fram til kynningar skýrsla Jafnréttisstofu, Umönnunarbilið - kapphlaupið við klukkuna og krónunar. Helstu niðurstöður hvað varðar umönnunarbilið, þ.e. tímabilið á milli fæðingarorlofs og leikskóladvalar barna, eru þær að þörf er á samræmdri þjónustu og traustri fjármögnun, leggja þarf áherslu á kyngreinda tölfræði og jafnréttismat, sveitarfélög þurfa að samþætta jafnréttissjónarmið í ákvarðanir og að umönnunarbilinu hefur enn ekki verið lokað með þeim afleiðingum að verkaskipting kynjanna inni á heimilum og á vinnumarkaði helst óbreytt. Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.