Fara í efni

Enni L146406 í Viðvíkursveit, Skagafirði - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2511192

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 87. fundur - 27.11.2025

Eindís Guðrún Kristjánsdóttir þinglýstur eigandi jarðarinnar Enni, landnúmer 146406, í Viðvíkursveit, óskar eftir heimild til að stofna 9.342,2 m² lóð úr landi jarðarinnar sem "Enni 2" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki 74201100, útg. 12. nóv. 2025 og merkjalýsingu skv. reglugerð nr. 160/2024 um merki fasteigna, dags. 12.11.2025.
Afstöðuuppdráttur og merkjalýsing voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
Óskað er þess að útskipt lóð verði skráð sem íbúðarhúsalóð (10). Útskipt spilda er á landbúnaðarsvæði nr. L-1 í gildandi aðalskipulagi. Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og skerða ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar lóðar. Landheiti útskiptrar lóðar vísar í heiti upprunajarðar. Engin landeign í sveitarfélaginu hefur sama heiti.
Innan afmörkunar útskiptrar spildur eru matshlutar 02, sem er 198,4 m² einbýlishús byggt árið 1959, og 12, sem er 77,9 m² aðstöðuhús byggt árið 2011. Mannvirki þessi skulu fylgja landskiptum.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri lóð er um heimreið í landi Ennis, L146406, og á útskiptri spildu er kvöð um yfirferðarrétt fyrir landeigendur Ennis, L146406. Yfirferðréttir eru sýndir á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
Lögbýlisréttur fylgir áfram upprunajörð, Enni L146406.
Málnúmer í landeignaskrá er M003064.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðið nafnleyfi og leggur jafnframt til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti.