Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

153. fundur 02. júlí 2025 kl. 12:00 - 13:27 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Guðlaugur Skúlason formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson varam.
    Aðalmaður: Jóhanna Ey Harðardóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Á 39. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 23. júní 2025, var samþykkt að veita byggðarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar, skv. III. kafla 8. gr. samþykkta sveitarfélagsins. Sumarleyfið hefst 24. júní og stendur til og með 20. ágúst 2025.

1.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 29

Málsnúmer 2506026FVakta málsnúmer

Fundargerð 29. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 26. júní 2025 lögð fram til afgreiðslu á 153. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Guðlaugur Skúlason kynnti fundargerð.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 29 Fjárhagsáætlun Skagafjarðarhafna, málaflokkur 61_ fyrir rekstrarárið 2026 lögð fram.
    Hjörvar Halldórsson sviðstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs fór yfir áætlun Hafnarsjóðs.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fjárhagsáætlunina samhljóða og vísar til Byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 153. fundi byggðarráðs 2. júlí 2025 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 29 Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 10_Umferðar- og samgöngumál lögð fram.
    Gunnar Páll Ólafsson verkstjóri Þjónustumiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir áætlunina samhljóða og vísar til Byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 153. fundi byggðarráðs 2. júlí 2025 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 29 Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 11_Umhverfismál lögð fram.
    Gunnar Páll Ólafsson verkstjóri Þjónustumiðstöðvar og Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sátu fundinn undir þessum lið.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir áætlunina samhljóða og vísar til Byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 153. fundi byggðarráðs 2. júlí 2025 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 29 Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 13_Landbúnaðarmál lögð fram.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir áætlunina samhljóða og vísar til Byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 153. fundi byggðarráðs 2. júlí 2025 með þremur atkvæðum.

2.Skipulagsnefnd - 78

Málsnúmer 2506028FVakta málsnúmer

Fundargerð 78. fundar skipulagsnefndar frá 26. júní 2025 lögð fram til afgreiðslu á 153. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Guðlaugur Skúlason kynnti fundargerð.
  • Skipulagsnefnd - 78 Lögð fram skipulagslýsing fyrir lóð Háskólans á Hólum við Borgarflöt 35 á Sauðárkróki, uppdráttur með greinargerð, útg. 1.0, dags. 23.6.2025 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Svæðið afmarkast af göngustíg að norðan, línu sem er rúmlega 25 m frá Sauðárkróksbraut (75) að austan, Borgarsíðu 8 og lagnasvæði meðfram Borgarflöt að sunnanverðu og er tæplega 30 m frá lóðinni Borgarflöt 31 að vestan. Svæðið er um 15.523 m2 að stærð. Undanfarið hefur Háskólinn á Hólum unnið að undirbúningi til þess að bæta húsakost sinn fyrir fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans og hefur óbyggt svæði við Borgarflöt þótt hafa marga kosti fyrir starfsemina.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
    Bókun fundar Formaður gerir að tillögu sinni að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Borgarflöt - Deiliskipulag", síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 78 Lagður fram tölvupóstur frá Eygló Margréti Hauksdóttur lóðarhafa Sólvangs á Hofsósi þar sem hún óskar eftir afmörkun lóðarinnar. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir umrætt svæði.

    Skipulagsnefnd telur að skýra þurfi afmörkun lóða á þessu svæði með deiliskipulagi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar skipulagsnefndar staðfest á 153. fundi byggðarráðs 2. júlí 2025 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 78 Lóðarmál á Hofsósi eru að hluta til ekki á hreinu og liggja fyrir nokkrar beiðnir um skilgreinda afmörkun lóða. Unnin voru deiliskipulagsgögn fyrir Plássið, Sandinn, Brekkuna og Bakkann sem samþykkt voru af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 22.02.2000 en af óútskýrðum ástæðum var deiliskipulagið ekki endanlega staðfest af Skipulagsstofnun.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að unnið verði deiliskipulag á grundvelli fyrri gagna fyrir Plássið, Sandinn, Brekkuna og Bakkann, auk svæðisins sunnan við sem liggur að deiliskipulagstillögunni fyrir “Hofsós, miðsvæði milli Túngötu og Skólagötu" (norðan Skólagötu).
    Bókun fundar Formaður gerir að tillögu sinni að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Hofsós - Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn - Deiliskipulag", síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 78 Skipulagsfulltrúi leggur fram undirritaða samantekt sína um málið dags. 25.06. 2025 og drög að umsögn byggðarráðs skv. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010 en ráðið fer með heimildir sveitarstjórnar í sumarleyfi hennar, skv. 5. mgr. 35. gr. l. 138/2011. Bæði skjölin hafa tekið talsverðum breytingum frá því drög að þeim voru til umfjöllunar í nefndinni hinn 18.06. 2025.

    Skipulagsnefndin tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í samantektinni og samþykkir samhljóða að leggja til við byggðarráð að ráðið samþykki að umsögnin verði send Félags- og húsnæðismálaráðuneyti, sbr. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010.
    Bókun fundar Formaður gerir að tillögu sinni að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Hólagerði L146233 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi", síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 78 Fjallabyggð hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2032 vegna Fljótaganga, mál nr. 0819/2025 á Skipulagsgáttinni, sjá hér https://skipulagsgatt.is/issues/2025/819 .
    Kynningartími er frá 12.6.2025 til 10.7.2025.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar skipulagsnefndar staðfest á 153. fundi byggðarráðs 2. júlí 2025 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 78 Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar vegna kynningar á matsáætlun (Mat á umhverfisáhrifum) fyrir Siglufjarðarveg, mál nr. 0803/2025 á Skipulagsgáttinni, sjá hér https://skipulagsgatt.is/issues/2025/803 .
    Kynningartími er frá 12.6.2025 til 10.7.2025.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera athugasemd varðandi vegtengingar til norðurs og suðurs frá núverandi vegamótum við Ketilás. Ekki kemur fram í kynningargögnum hvernig þeim verður hagað til framtíðar með aukinni umferð á svæðinu vegna bæði fyrirhugaðrar uppbyggingar innan svæðisins og með tilkomu Fljótaganga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar skipulagsnefndar staðfest á 153. fundi byggðarráðs 2. júlí 2025 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 78 Leigufélagið Bríet ehf. sækir um parhúsalóðina Hátún 6-8 á Hofsósi.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að úthluta umsækjanda parhúsahúsalóðinni Hátún 6-8 á Hofsósi.
    Skipulagsnefnd fagnar framkominni umsókn um parhúsalóð á Hofsósi en bendir jafnframt á að stofnun lóðarinnar er í ferli og verður umsækjanda tilkynnt þar um að því loknu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar skipulagsnefndar staðfest á 153. fundi byggðarráðs 2. júlí 2025 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 78 Á 92. fundi byggðaráðs Skagafjarðar þann 10.04.2024 var eftirfarandi bókað í máli nr. 2404048:
    “Lagt fram bréf dags, 19. mars 2024, frá Orku náttúrunnar þar sem óskað er eftir samvinnu við sveitarfélagið Skagafjörð um uppbyggingu fyrir hleðsluinnviði rafbíla. ON leitar að hentugum svæðum í sveitarfélaginu, hvort sem er á lóð eða á bílastæði í eigu sveitarfélagsins, til að koma fyrir hleðsluinnviðum fyrir íbúa og viðskiptavini. Sérfræðingar þeirra munu lista upp nokkrar staðsetningar sem þeir telja koma til greina í sveitarfélaginu. Byggðarráð Skagafjarðar fagnar áhuga ON og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúa að vera í sambandi við sérfræðinga ON varðandi mögulegar staðsetningar hleðslustöðva í Skagafirði."

    Í framhaldi af þeim viðræðum er lögð fram drög að lóðarblaði og merkjalýsingu fyrir “Flæðar hleðslustöð, Skagafirði" lóð fyrir hleðsluinnviði rafbíla vestan við sundlaugina á Sauðárkróki.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að á grundvelli framlagðra gagna verði stofnuð lóð fyrir hleðslustöð við Sundlaug Sauðárkróks og henni úthlutað til Orku náttúrunnar ohf.
    Bókun fundar Formaður gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Sauðárkrókur - Beiðni um lóð fyrir hleðslustöð", síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 78 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 64 þann 11.06.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar skipulagsnefndar staðfest á 153. fundi byggðarráðs 2. júlí 2025 með þremur atkvæðum.

3.Tilboð í leigu á félagsheimili Rípurhrepps

Málsnúmer 2506001Vakta málsnúmer

Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Málið áður á dagskrá 150. fundar byggðarráðs.
Til fundarins kom Þórarinn Leifsson frá Íbúafélagi Hegraness til að fylgja eftir tilboði félagsins í leigu á Félagsheimili Hegraness.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að kalla eftir rekstrar- og fjárhagsáætlun frá íbúafélaginu fyrir áætlað leigutímabil. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fela umsjónarmanni eignarsjóðs að vera ráðgefandi um áætlaða viðhaldsþörf hússins ásamt forsvarsmönnum íbúafélagsins. Umbeðin gögn skulu liggja fyrir í síðasta lagi klukkan 9 mánudaginn 14. júlí. Í kjölfarið er ráðgert að málið verður tekið aftur á dagskrá byggðarráðs.

4.Umsóknir um auglýstar lóðir á Nöfum

Málsnúmer 2506050Vakta málsnúmer

Á 148. fundi byggðarráðs, þann 27. maí sl. var ákveðið að auglýsa lausar lóðir á Nöfum. Í kjölfarið barst fjöldi umsókna um lóðirnar, sem lagðar voru fyrir Fjáreigendafélag Sauðárkróks til umsagnar í samræmi við reglur Skagafjarðar um úthlutun lóða á Nöfum ofan Sauðárkróks.

Lagt fram yfirlit yfir umsóknir um lóðir 13, 31, 36 og 38 á Nöfum, ásamt umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks um umsóknir.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

5.Endurtilnefning fulltrúa á ársþing SSNV

Málsnúmer 2506223Vakta málsnúmer

Gísli Sigurðsson hefur fulltrúi á ársþing SSNV. Sveitarstjórn hefur veitt Gísla tímabundið leyfi frá störfum fyrir sveitarfélagið og í fjarveru Gísla leggur formaður fram tillögu að Ragnari Helgasyni sem fulltrúa á ársþing SSNV og Þröst Magnússon sem varamann.

Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því rétt kjörinn.

6.Endurtilnefning í almannavarnarnefnd

Málsnúmer 2506216Vakta málsnúmer

Gísli Sigurðsson hefur setið sem aðalmaður í almannavarnarnefnd. Gísli hefur verið veitt tímabundið leyfi og í fjarveru Gísla leggur formaður fram tillögu að Sólborgu Sigurrós Borgarsdóttur sem aðalmann í almannavarnarnefnd.

Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hún því rétt kjörin.

7.Endurtilnefning í stjórn Hátækniseturs Íslands

Málsnúmer 2506220Vakta málsnúmer

Gísli Sigurðsson hefur setið sem varamaður í stjórn Hátækniseturs Íslands ehf. Sveitarstjórn hefur veitt Gísla tímabundið leyfi frá störfum fyrir sveitarfélagið og í fjarveru Gísla leggur formaður fram tillögu að Sólborgu Sigurrós Borgarsdóttur sem varamanni í stjórn Hátækniseturs Íslands ehf.

Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hún því rétt kjörin.

8.Endurtilnefning fulltrúa á aðal- og hluthafafund Tímatákns ehf

Málsnúmer 2506221Vakta málsnúmer

Gísli Sigurðsson hefur setið sem aðalmaður í stjórn Tímatákns ehf. Sveitarstjórn hefur veitt Gísla tímabundið leyfi frá störfum fyrir sveitarfélagið og í fjarveru Gísla leggur formaður fram tillögu að Guðlaugi Skúlasyni sem aðalmanni í stjórn Tímatákns ehf.

Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því rétt kjörinn.

9.Endurtilnefning í byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki

Málsnúmer 2506224Vakta málsnúmer

Gísli Sigurðsson hefur setið sem aðalmaður í byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki. Sveitarstjórn hefur veitt Gísla tímabundið leyfi frá störfum fyrir sveitarfélagið og í fjarveru Gísla leggur formaður fram tillögu að Guðlaugi Skúlasyni sem aðalmanni í byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki.

Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því rétt kjörinn.

10.Borgarflöt - Deiliskipulag

Málsnúmer 2505220Vakta málsnúmer

Vísað frá 78. fundi skipulagsnefndar, 26. júní 2025, þannig bókað: "Lögð fram skipulagslýsing fyrir lóð Háskólans á Hólum við Borgarflöt 35 á Sauðárkróki, uppdráttur með greinargerð, útg. 1.0, dags. 23.6.2025 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Svæðið afmarkast af göngustíg að norðan, línu sem er rúmlega 25 m frá Sauðárkróksbraut (75) að austan, Borgarsíðu 8 og lagnasvæði meðfram Borgarflöt að sunnanverðu og er tæplega 30 m frá lóðinni Borgarflöt 31 að vestan. Svæðið er um 15.523 m2 að stærð. Undanfarið hefur Háskólinn á Hólum unnið að undirbúningi til þess að bæta húsakost sinn fyrir fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans og hefur óbyggt svæði við Borgarflöt þótt hafa marga kosti fyrir starfsemina.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga."

Byggðarráð samþykkir samhljóða skipulagslýsinguna, að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

11.Hofsós - Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn - Deiliskipulag

Málsnúmer 2506198Vakta málsnúmer

Vísað frá 78. fundi skipulagsnefndar, 26. júní 2025, þannig bókað: "Lóðarmál á Hofsósi eru að hluta til ekki á hreinu og liggja fyrir nokkrar beiðnir um skilgreinda afmörkun lóða. Unnin voru deiliskipulagsgögn fyrir Plássið, Sandinn, Brekkuna og Bakkann sem samþykkt voru af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 22.02.2000 en af óútskýrðum ástæðum var deiliskipulagið ekki endanlega staðfest af Skipulagsstofnun.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að unnið verði deiliskipulag á grundvelli fyrri gagna fyrir Plássið, Sandinn, Brekkuna og Bakkann, auk svæðisins sunnan við sem liggur að deiliskipulagstillögunni fyrir “Hofsós, miðsvæði milli Túngötu og Skólagötu" (norðan Skólagötu)."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að unnið verði deiliskipulag á grundvelli fyrri gagna fyrir Plássið, Sandinn, Brekkuna og Bakkann, auk svæðisins sunnan við sem liggur að deiliskipulagstillögunni fyrir “Hofsós, miðsvæði milli Túngötu og Skólagötu" (norðan Skólagötu).

12.Hólagerði L146233 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi

Málsnúmer 2502228Vakta málsnúmer

Vísað frá 78. fundi skipulagsnefndar, 26. júní 2025, þannig bókað: "Skipulagsfulltrúi leggur fram undirritaða samantekt sína um málið dags. 25.06. 2025 og drög að umsögn byggðarráðs skv. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010 en ráðið fer með heimildir sveitarstjórnar í sumarleyfi hennar, skv. 5. mgr. 35. gr. l. 138/2011. Bæði skjölin hafa tekið talsverðum breytingum frá því drög að þeim voru til umfjöllunar í nefndinni hinn 18.06. 2025.
Skipulagsnefndin tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í samantektinni og samþykkir samhljóða að leggja til við byggðarráð að ráðið samþykki að umsögnin verði send Félags- og húsnæðismálaráðuneyti, sbr. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010."

Fyrirliggjandi er samantekt skipulagsfulltrúa um málið þar sem fram koma röksemdir fyrir því að undanþága skuli veitt frá 50 metra fjarlægðarreglu d-liðar 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar. Jafnframt eru fyrirliggjandi drög að bréfi byggðarráðs til Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins. Var um málið og þessi skjöl síðast fjallað í skipulagsnefnd 26.06. 2025.

Byggðarráð sem fer með heimildir sveitarstjórnar í sumarleyfi hennar, skv. 5. mgr. 35. gr. l. 138/2011 tekur samhljóða undir þau rök og sjónarmið sem fram koma í samantekt skipulagsfulltrúa og gerir að sínum, sem og þá umsögn sem kemur fram í drögum að bréfi til ráðuneytisins og felur sveitarstjóra að senda bréfið til ráðuneytisins, ásamt samantektinni, sem umsögn byggðarráðs, skv. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að árétta mikilvægi þess að ströng túlkun á á fjarlægðarreglu d-liðar 5.3.2.5. gr. skipulageglugerðar skuli ekki leiða til þess að eigendur íbúðarhúsnæðis sem þegar er til staðar innan þeirra marka sem þar er kveðið á um fái ekki að byggja við það húsnæði sitt.

13.Sauðárkrókur - Beiðni um lóð fyrir hleðslustöð

Málsnúmer 2506194Vakta málsnúmer

Vísað frá 78. fundi skipulagsnefndar, 26. júní 2025, þannig bókað: "Á 92. fundi byggðaráðs Skagafjarðar þann 10.04.2024 var eftirfarandi bókað í máli nr. 2404048:
“Lagt fram bréf dags, 19. mars 2024, frá Orku náttúrunnar þar sem óskað er eftir samvinnu við sveitarfélagið Skagafjörð um uppbyggingu fyrir hleðsluinnviði rafbíla. ON leitar að hentugum svæðum í sveitarfélaginu, hvort sem er á lóð eða á bílastæði í eigu sveitarfélagsins, til að koma fyrir hleðsluinnviðum fyrir íbúa og viðskiptavini. Sérfræðingar þeirra munu lista upp nokkrar staðsetningar sem þeir telja koma til greina í sveitarfélaginu. Byggðarráð Skagafjarðar fagnar áhuga ON og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúa að vera í sambandi við sérfræðinga ON varðandi mögulegar staðsetningar hleðslustöðva í Skagafirði."
Í framhaldi af þeim viðræðum er lögð fram drög að lóðarblaði og merkjalýsingu fyrir “Flæðar hleðslustöð, Skagafirði" lóð fyrir hleðsluinnviði rafbíla vestan við sundlaugina á Sauðárkróki.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að á grundvelli framlagðra gagna verði stofnuð lóð fyrir hleðslustöð við Sundlaug Sauðárkróks og henni úthlutað til Orku náttúrunnar ohf."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að á grundvelli framlagðra gagna verði stofnuð lóð fyrir hleðslustöð við Sundlaug Sauðárkróks og henni úthlutað til Orku náttúrunnar ohf.

14.Beiðni um umsögn um geymslustað ökutækja

Málsnúmer 2506189Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Samgöngustofu, dags. 4. júní 2025, þar sem óskað er eftir umsögn, samkvæmt 2. mgr. 3. gr laga nr. 65/2015 um ökutækjaleigur, vegna umsóknar Óskar Arnar Steindórssonar kt. 300580-5139 fyrir hönd
Leiguhysi ehf. 480425-1460 um geymslustað ökutækja að Lóð 66b á Gránumóum, Móavegi 550 Sauðárkrókur. Sótt er um að leigja út eitt ökutæki með geymslustað að Lóð 66b á Gránumóum, Móavegi.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að samþykkja umsóknina fyrir sitt leiti enda hefur reksturinn óveruleg áhrif á umferð og umhverfi í nágrenni við staðsetninguna og samræmist skipulagi á svæðinu.

15.Innviðaþing 28. ágúst 2025

Málsnúmer 2506167Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Innviðaráðuneyti, dags. 23. júní 2025, þar sem vakin er athygli á Innviðaþingi sem haldið verður í fyrsta sinn fimmtudaginn 28. ágúst nk. á Hilton Reykjavík Nordica. Innviðaráðuneytið stendur að þinginu og verður sjónum beint að uppbyggingu og öryggi innviða í samgöngum og fjarskiptum, þ.á m. fjárfestingum í innviðum og samfélagslegum ávinningi þeirra. Nánari upplýsingar um dagskrá, fyrirlesara og skráningu verða kynntar síðar.

Fundi slitið - kl. 13:27.