Fara í efni

Sauðárkrókur - Beiðni um lóð fyrir hleðslustöð

Málsnúmer 2506194

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 78. fundur - 26.06.2025

Á 92. fundi byggðaráðs Skagafjarðar þann 10.04.2024 var eftirfarandi bókað í máli nr. 2404048:
“Lagt fram bréf dags, 19. mars 2024, frá Orku náttúrunnar þar sem óskað er eftir samvinnu við sveitarfélagið Skagafjörð um uppbyggingu fyrir hleðsluinnviði rafbíla. ON leitar að hentugum svæðum í sveitarfélaginu, hvort sem er á lóð eða á bílastæði í eigu sveitarfélagsins, til að koma fyrir hleðsluinnviðum fyrir íbúa og viðskiptavini. Sérfræðingar þeirra munu lista upp nokkrar staðsetningar sem þeir telja koma til greina í sveitarfélaginu. Byggðarráð Skagafjarðar fagnar áhuga ON og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúa að vera í sambandi við sérfræðinga ON varðandi mögulegar staðsetningar hleðslustöðva í Skagafirði."

Í framhaldi af þeim viðræðum er lögð fram drög að lóðarblaði og merkjalýsingu fyrir “Flæðar hleðslustöð, Skagafirði" lóð fyrir hleðsluinnviði rafbíla vestan við sundlaugina á Sauðárkróki.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að á grundvelli framlagðra gagna verði stofnuð lóð fyrir hleðslustöð við Sundlaug Sauðárkróks og henni úthlutað til Orku náttúrunnar ohf.

Byggðarráð Skagafjarðar - 153. fundur - 02.07.2025

Vísað frá 78. fundi skipulagsnefndar, 26. júní 2025, þannig bókað: "Á 92. fundi byggðaráðs Skagafjarðar þann 10.04.2024 var eftirfarandi bókað í máli nr. 2404048:
“Lagt fram bréf dags, 19. mars 2024, frá Orku náttúrunnar þar sem óskað er eftir samvinnu við sveitarfélagið Skagafjörð um uppbyggingu fyrir hleðsluinnviði rafbíla. ON leitar að hentugum svæðum í sveitarfélaginu, hvort sem er á lóð eða á bílastæði í eigu sveitarfélagsins, til að koma fyrir hleðsluinnviðum fyrir íbúa og viðskiptavini. Sérfræðingar þeirra munu lista upp nokkrar staðsetningar sem þeir telja koma til greina í sveitarfélaginu. Byggðarráð Skagafjarðar fagnar áhuga ON og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúa að vera í sambandi við sérfræðinga ON varðandi mögulegar staðsetningar hleðslustöðva í Skagafirði."
Í framhaldi af þeim viðræðum er lögð fram drög að lóðarblaði og merkjalýsingu fyrir “Flæðar hleðslustöð, Skagafirði" lóð fyrir hleðsluinnviði rafbíla vestan við sundlaugina á Sauðárkróki.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að á grundvelli framlagðra gagna verði stofnuð lóð fyrir hleðslustöð við Sundlaug Sauðárkróks og henni úthlutað til Orku náttúrunnar ohf."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að á grundvelli framlagðra gagna verði stofnuð lóð fyrir hleðslustöð við Sundlaug Sauðárkróks og henni úthlutað til Orku náttúrunnar ohf.