Fara í efni

Tilboð í leigu á félagsheimili Rípurhrepps

Málsnúmer 2506001

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 150. fundur - 12.06.2025

Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Á 137. fundi byggðarráðs þann 12. mars sl. var ákveðið að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka við rekstri félagsheimilis Rípurhrepps með þeim hætti að sveitarfélagið Skagafjörður beri engan kostnað af rekstri þeirra, hvort heldur sé litið til rekstrarkostnaðar í formi m.a. rafmagns, hita, trygginga og fasteignaskatta eða viðhaldskostnaðar. Þessr tillögur voru í fullu samræmi við óskir íbúasamtaka og hollvina Hegraness í bréfi þeirra dagsett 5. mars 2025.

Á fundinum var lagt fram erindi frá Íbúasamtökum og hollvinum Hegraness, dagsett 30. maí 2025, undirritað af Sigríði Ingólfsdóttur, Sigríði Ellen, Ómari Kjartanssyni, Maríu Eymundsdóttur, Hildi Magnúsdóttur og Þórarni Leifssyni. Þar leggja fyrrgreindir fulltrúar hins óstofnaða félags fram tilboð í leigu á Félagsheimili Rípurhrepps frá sveitafélaginu Skagafirði. Í tilboðinu eru tilgreindir aðrir skilmálar en byggðarráð hafði sett fram við auglýsingu húsanna.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að bjóða fulltrúum íbúasamtakanna á fund byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 153. fundur - 02.07.2025

Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Málið áður á dagskrá 150. fundar byggðarráðs.
Til fundarins kom Þórarinn Leifsson frá Íbúafélagi Hegraness til að fylgja eftir tilboði félagsins í leigu á Félagsheimili Hegraness.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að kalla eftir rekstrar- og fjárhagsáætlun frá íbúafélaginu fyrir áætlað leigutímabil. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fela umsjónarmanni eignarsjóðs að vera ráðgefandi um áætlaða viðhaldsþörf hússins ásamt forsvarsmönnum íbúafélagsins. Umbeðin gögn skulu liggja fyrir í síðasta lagi klukkan 9 mánudaginn 14. júlí. Í kjölfarið er ráðgert að málið verður tekið aftur á dagskrá byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 155. fundur - 16.07.2025

Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Málið síðast tekið fyrir á 153. fundi byggðarráðs Skagafjarðar.
Til fundarins komu Halldór Brynjar Gunnlaugsson og Þórarinn Leifsson fyrir hönd Íbúafélags Hegraness. Jafnframt lögð fram greinargerð frá Íbúafélagi Hegraness vegna áforma um leigu félagsins á Félagsheimili Hegraness.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.