Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 30
Málsnúmer 2507004FVakta málsnúmer
Fundargerð 30. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 10. júlí 2025 lögð fram til afgreiðslu á 155. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Guðlaugur Skúlason kynnti fundargerð.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 30 Hraðakstur í íbúðagötum er vandamál í þéttbýlisstöðum Skagafjarðar. Landbúnaðar og innviðanefnd hefur fullan skilning á áhyggjum íbúa af gangandi börnum og ferðum gangandi vegfarenda. Það er mat Landbúnaðar og innviðanefndar að taka þurfi á rótum vandans sem er að hluta til hraðakstur innan íbúahverfa og að því er oft virðist þá oft hraði umfram þann hraða sem leyfður er í viðkomandi götu. Hvetur nefndin því íbúa til að fara gætilega og virða þær hraðatakmarkanir sem eru í gildi. Jafnframt eru lögregluyfirvöld hvött til að gera verulegt átak í hraðakstri innan þéttbýlismarka Skagafjarðar og tryggja þannig að gildandi reglum sé fylgt.
Jafnframt samþykkir Landbúnaðar og innviðanefnd samhljóða að fela Veitu- og framkvæmdasviði að hefja kortlagningu á helstu hættusvæðum, m.t.t. uppsetningu hraðahindrana og hugsanlegra hraðalækkana, í samvinnu við lögreglu.
Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 155. fundi byggðarráðs 16. júlí 2025 með þremur atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 30 Landbúnaðar- og innviðanefnd hefur fullan skilning á áhyggjum íbúa vegna skorts á gangbrautum og takmarkaðrar lýsingar yfir vetrarmánuði. Landbúnaðar og innviðanefnd samþykki samhljóða að fela sviðstjóra veitu og framkvæmdasviðs að vinna mat á lýsingu, merkingu, fjölda og staðsetningu gangbrauta í þéttbýlisstöðum Skagafjarðar og leggja fyrir nefndina. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 155. fundi byggðarráðs 16. júlí 2025 með þremur atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 30 Fjárhagsáætlun Skagafjarðar, málaflokkur 08, fyrir rekstrárið 2026 lögð fram.
Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasvið fór yfir fjárhagsramma hreinlætismála.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fjárhagsáætlunina samhljóða og vísar til Byggðaráðs. Bókun fundar Formaður gerir að tillögu sinni að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 08_Hreinlætismál", síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 30 Fjárhagsáætlun Skagafjarðar, málaflokkur 69 fráveita, fyrir rekstrárið 2026 lögð fram.
Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasvið fór yfir fjárhagsramma fráveitu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fjárhagsáætlunina samhljóða og vísar til Byggðaráðs. Bókun fundar Formaður gerir að tillögu sinni að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 69_SKV-fráveita", síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 30 Farið yfir og rætt um kostnað og viðhald girðinga milli afrétta og heimalanda.
Tillaga fulltrúa Vg og óháðra:
Undirrituð Hildur Þóra Magnúsdóttir, fulltrúi VG og óháðra í Landbúnaðar- og innviðanefnd, óskar eftir frestun á málinu til næsta fundar, þar sem hún treystir sér ekki til þess að samþykkja tillögu meirihluta án þess að afla sér frekari upplýsinga um málið.
Tillagan var felld með tveimur atkvæðum meirihluta.
Bókun fulltrúa Vg og óháðra:
Fulltrúa Vg og óháðra finndist fara betur á því að eiga frekara samráð við íbúa áður en ákvörðun er tekin um þetta mál og óskaði því eftir frestun á málinu, sem meirihluti féllst ekki á.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir með tveimur atkvæðum að tekið verði viðmið í reiknuðum girðingakostnaði Vegagerðarinnar hverju sinni og miðað verði við 8% í viðhaldi af dýrasta flokki Vegagerðarinnar á nýgirðingum (A-flokkur) ár hvert.
Landeigendur sem telja sig eiga rétt á mótframlagi skulu hafa samband við Landbúnaðar- og umhverfisfulltrúa sveitarfélagsins.
Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista óska bókað að þeir telja mikilvægt að sveitarfélagið hafi skýra vinnureglu um við hvaða kostnaðarverð sé miðað í viðhaldskostnaði afréttagirðinga. Þessa vinnureglu hefur vantað hjá sveitarfélaginu en með þessari samþykkt er ráðin bót á því sem er bæði sveitarfélaginu og landeigendum til góða.
Fulltrúi Vg og óháðra óskar bókað:
Skýrar vinnureglur eru sannarlega þarfar og tekur fulltrúi Vg og óháðra undir það. Betur færi þó á því að hafa skýrara samráð við íbúa til að fara yfir málið áður en það er keyrt í gegn af meirihluta. Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð óskar bókað:
"Fulltrúi VG og óháðra tekur undir mikilvægi þess að skýrar vinnureglur séu til staðar um viðhald girðinga milli afrétta og heimalanda. Hins vegar telur fulltrúinn að betur hefði farið á því að eiga samráð við þá sem málið varðar áður en ákvörðun var tekin. Einmitt þess vegna óskað fulltrúi VG og óháðra í Landbúnaðar- og innviðanefnd eftir frestun á málinu til þess að afla frekari gagna og skoðana, en því hafnaði meirihlutinn. Fulltrúi VG og óháðra harmar að ekki hafi verið vilji til aukins samráðs áður en málið var afgreitt eins og fulltrúi VG og óháðra í nefndinni óskaði eftir."
Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista ítreka bókun sína frá 150. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar, svohljóðandi:
"Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista óska bókað að þeir telja mikilvægt að sveitarfélagið hafi skýra vinnureglu um við hvaða kostnaðarverð sé miðað í viðhaldskostnaði afréttagirðinga. Þessa vinnureglu hefur vantað hjá sveitarfélaginu en með þessari samþykkt er ráðin bót á því sem er bæði sveitarfélaginu og landeigendum til góða."
Afgreiðsla 30. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 155. fundi byggðarráðs 16. júlí 2025 með þremur atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 30 Fyrirliggur styrkur frá Vegagerðinni uppá 3.000.000 kr. Sem er um 33% af því sem sótt var um.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að útdeila styrknum skv. eftirfarandi:
Unadalsvegur og Gusthnjúksleið - 400.000 kr.
Staðarafrétt og Þúfnavallaleið - 250.000 kr.
Molduxaskarðsvegur - 850.000 kr.
Kálfadalsvegur og Selhólaleið - 1.500.000 kr.
Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 155. fundi byggðarráðs 16. júlí 2025 með þremur atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 30 Erindi lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 155. fundi byggðarráðs 16. júlí 2025 með þremur atkvæðum.
2.Skipulagsnefnd - 79
Málsnúmer 2507006FVakta málsnúmer
Fundargerð 79. fundar skipulagsnefndar frá 10. júlí 2025 lögð fram til afgreiðslu á 155. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Guðlaugur Skúlason kynnti fundargerð.
-
Skipulagsnefnd - 79 Landsnet sækir um færslu línuleiðar Blöndulínu 3 í gegnum land Starrastaða L146225 í Skagafirði í samræmi við óskir landeigenda. Er því óskað eftir breytingu á tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040 sem er í yfirferð Skipulagsstofnunar.
Með erindinu fylgja ásýndarmyndir af mögulegri færslu línuleiðarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að sýna tvær útfærslur línuleiðar Blöndulínu 3 í landi Starrastaða í tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040. Umhverfisáhrif eru mjög sambærileg eftir útfærslum og hafa ekki áhrif á aðra. Skipulagsnefnd telur mikilvægt að kynna þessar útfærslur áður en ákvörðun er tekin og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun uppfærð gögn til yfirferðar. Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar skipulagsnefndar staðfest á 155. fundi byggðarráðs 16. júlí 2025 með þremur atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 79 Farið yfir innsendar umsagnir við deiliskipulagstillögu fyrir "Sauðárkrókur athafnarsvæði AT-403" sem var í kynningu dagana 21.05.2025- 04.07.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 808/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/808 .
Átta umsagnir bárust á kynningartímanum sem gefa tilefni til minniháttar breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi "Sauðárkrókur athafnarsvæði AT-403" og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Formaður gerir að tillögu sinni að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Athafnarsvæði - Sauðárkrókur - AT-403 - Deiliskipulag", síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 79 Farið yfir innsendar umsagnir við deiliskipulagstillögu fyrir "Hofsós, Skólagata og Túngata" sem var í kynningu dagana 21.05.2025- 04.07.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 1344/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1344/ .
Þrjár umsagnir bárust á kynningartímanum sem gefa tilefni til minniháttar breytinga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi "Hofsós, Skólagata og Túngata" og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar Formaður gerir að tillögu sinni að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Hofsós - Skólagata - Túngata - Deiliskipulag", síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 79 Málið áður á dagskrá á 38. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 14.05.2025, þá bókað:
"Vísað frá 71. fundi skipulagsnefndar frá 16. apríl sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: "Berglind Svava Arngrímsdóttir og Jóhann Ari Böðvarsson þinglýstir eigendur lóðarinnar Hjaltastaðir land, landnr. 180161, óska eftir heimild til að stofna 59,5 m² byggingarreit á lóðinni, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 76620000 útg. 27. mars 2025. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. Um er að ræða byggingarreit fyrir bílskúr sem verður byggður við núverandi íbúðarhús. Áformað er að bílskúr verði jafn breiður núverandi húsi. Hámarks byggingarhæð verður 5 m og þakgerð verður flatt eða einhalla með halla til norðurs. Hámarksbyggingarmagn verður 59,5 m². Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir staðsetningu og áætluðu útliti fyrirhugaðrar viðbyggingar. Þó er áréttað að hönnun er á frumstigi og gæti tekið breytingum frá því sem sýnt er á meðfylgjandi afstöðumynd, innan þeirra skilmála sem sótt er um varðandi stærð byggingarreits, hámarks byggingarmagns og byggingarhæð. Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022 og stendur ekki í vegi fyrir að markmiðum aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum, sem fjallað er um í kafla 4.14.2, verði framfylgt. Reiturinn gengur ekki á ræktað land eða votlendissvæði, stendur ekki í vegi fyrir frekari uppbyggingu landbúnaðarbygginga, skerðir ekki möguleika á skógrækt eða gengur inn á hentug skilyrði fyrir hinar ýmsu greinar landbúnaðar. Þá er hann á þegar byggðu svæði sem styður hagkvæma landnotkun. Byggingarreitur gengur að einhverju leyti inn á túnslóða sem liggur niður að túnum neðan við bæjarhlaðið. Svigrúm er til staðar til að hliðra slóðanum, á þessum kafla, svo aðgengi að túnum skerðist ekki. Lögð verður áhersla á að áformuð bygging samrýmist einnig yfirbragði og ásýnd svæðisins og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif. Byggingaráform kunna að varða hagsmuni eigenda nærliggjandi landeigna; Hjaltastaða, L146301, Hjaltastaða 2, L225439, Hjalla lands, L221439, og Hjalla lands, L146300. Uppbyggingaráform hafa ekki áhrif á aðgengi eða landnotkun á Hjalla, landnr. 146299. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur sýnir áætlaða staðsetningu fyrirhugðrar byggingar innan byggingarreits, snið og ásýndarmyndir, fyrir og eftir framkvæmdir. Hönnunargögn eru ekki fullunnin, sbr. ákvæði 5.9.7. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Óskað hefur verið eftir umsögn minjavarðar. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að grenndarkynna umbeðinn byggingarreit fyrir eigendum Hjaltastaða L146301, Hjaltastaða L225439, Hjalla L146299, Hjalla land L221439 og Hjalla 2 L146300. Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu erindisins. Sigurður H. Ingvarsson kom inn sem staðgengill skipulagsfulltrúa." Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að grenndarkynna umbeðinn byggingarreit fyrir eigendum Hjaltastaða L146301, Hjaltastaða L225439, Hjalla L146299, Hjalla land L221439 og Hjalla 2 L146300."
Grenndarkynning vegna málsins var dagana 26.05.2025-25.06.2025, engar athugasemdir bárust.
Fyrirliggur umsögn minjavarðar án athugasemda.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.
Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu erindisins. Sigurður H. Ingvarsson kom inn sem staðgengill skipulagsfulltrúa. Bókun fundar Formaður gerir að tillögu sinni að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Hjaltastaðir land L180161 - Umsókn um stofnun byggingarreits", síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 79 Margeir Friðriksson, f.h. Skagafjarðar, þinglýsts eiganda Hofsóss, landnúmer 218098, í Skagafirði, óskar eftir heimild til að stofna 15,8 ha (157.576,0 m²) spildu úr Hofsósslandi sem "Hofsósland 23" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki 56100505, útg. 01. júlí 2025 og merkjalýsingu skv. reglugerð nr. 160/2024, dags. 01. júlí 2025. Afstöðuuppdráttur og merkjalýsing voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
Óskað er þess að útskipt lóð verði skráð sem Annað land (80). Útskipt spilda er á landbúnaðarsvæði nr. L-1 í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag og landnotkun skerðir ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar lóðar. Landheiti útskiptrar lóðar vísar af heiti upprunalands og fyrri notkun. Landheiti er ekki skráð á aðra landeign í sveitarfélaginu.
Engin mannvirki eru skráð innan útskiptrar lóðar.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Hofsós, landnr 218098, er ekki skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2024.
Málnúmer í landeignaskrá er M002392.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðið nafnleyfi og samþykkir jafnframt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landsskipti. Bókun fundar Formaður gerir að tillögu sinni að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Hofsós (218098) - Umsókn um landskipti, (hólf nr. 23 austan Hofsóss)", síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 79 Sædís Rós W. Alfsdóttir, Óskar Þór Stefánsson og Jón Egill Indriðason f.h. RBR, landeigenda Álfgeirsvalla L146143 sækja um framkvæmdarleyfi fyrir sólarsellur (26kW), sem verða staðsettar ofan við hús á sér grindum og er framkvæmd áfangaskipt, og er hvor áfangi 13kW. Nánari lýsingu má sjá í viðauka "1. Grind og framkvæmdarreitur.pdf".
Þessi uppsetning jafngildir um það bil getu rafbílahleðslustöðvar, sem eru settar í heimahús, 22kW, við bestu aðstæður. Sólarsellur munu nýtast til að minka álag veitukerfis.
Í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar (2020-2035) kemur fram þörf á fjölgun virkjana, þar með töldum smávirkjana sem ná að sinna að minnsta kosti hluta af þeim bæ sem virkjunin er sett upp á.
Í aðalskipulagi, kafla 14, kemur fram eftirfarandi:
"Bygging smávirkjana mun skipa stóran sess í aukinni raforkuvinnsluþörf Íslands á komandi árum þar sem stærri virkjanakostum fer nú fækkandi. Smávirkjanirnar munu stuðla að auknu orkuöryggi með dreifingu framleiðslu og geta ennfremur stutt við búskap og aðra atvinnustarfsemi víðsvegar í sveitarfélaginu (sjá umfjöllun í kafla 17 um stakar framkvæmdir)."
Þar með í aðalskipulagi, kafla 17, kemur eftirfarandi:
"Stakar framkvæmdir taka til stakra skipulagsskylda framkvæmdir sem ekki er talin þörf á að afmarka sérstaka landnotkun fyrir, enda sé um að ræða framkvæmdir sem ekki eru taldar líklegar til að valda verulegum áhrifum á umhverfið."
Með því er þessi framkvæmd vel innan marka aðalskipulags, þó kemur fram að með stakar framkvæmdir er ekki talin þörf á að afmarka sérstaka landnotkun, þar sem ekki eru taldar líklegar til að valda verulegum áhrifum umhverfis.
"Stakar framkvæmdir taka til stakra skipulagsskyldar framkvæmdir sem ekki er talin þörf á að afmarka sérstaka landnotkun fyrir, enda sé um að ræða framkvæmdir sem ekki eru taldar líklegar til að valda verulegum áhrifum á umhverfið."
Sé orkuframleiðsla meiri en notkun á búi, er möguleiki á að skila til baka á Landsnetið allri umfram orku með leyfi og samning við dreifiaðila.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdarleyfi. Bókun fundar Formaður gerir að tillögu sinni að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Álfgeirsvellir L146143 - Umsókn um framkvæmdaleyfi", síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 79 Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar þann 20.02.2025, þá bókað:
“Inga Skagfjörð Helgadóttir sækir um parhúsalóðina Birkimel 21-23 í Varmahlíð. Jafnframt sækir hún um að fá lóðinni breytt í einbýlishúsalóð úr parhúsalóð með deiliskipulagsbreytingu, gangi það ekki eftir vill hún sækja samt sem áður um lóðina sem parhúsalóð. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að hafna umbeðinni deiliskipulagsbreytingu að breyta lóðinni úr parhúsalóð í einbýlishúsalóð en samþykkir jafnframt samhljóða að úthluta lóðinni Birkimel 21-23 í Varmahlíð sem parhúsalóð til Ingu Skagfjörð Helgadóttur."
Nú hefur borist annað erindi frá lóðarhöfum þar sem óskað er aftur með frekari rökum eftir því að Birkimel 21-23 verði breytt úr parhúsalóð í einbýlishúsalóð í gildandi deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta erindinu og fela skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur í samræmi við umræður fundarins. Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar skipulagsnefndar staðfest á 155. fundi byggðarráðs 16. júlí 2025 með þremur atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 79 Magnús Þórarinn Thorlacius og Guðrún Hildur Magnúsdóttir lóðarhafar Fornós 5 á Sauðárkróki sækja um breikkun á innkeyrslu lóðarinnar um 3,8 metra til suðurs. Með þessu móti er hægt að koma öllum bílum heimilisins af götunni sem eykur öryggi og auðveldar einnig snjómokstur.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna breikkun á innkeyrslu en minnir á að verkið skal unnið í samráði við Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar skipulagsnefndar staðfest á 155. fundi byggðarráðs 16. júlí 2025 með þremur atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 79 Áskell Heiðar Ásgeirsson lóðarhafi Brekkutúns 10 á Sauðárkróki sækir um stækkun á bílastæði lóðarinnar um allt að 3,5 metra til suðurs yfir lagnasvæði sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Með umsókninni fylgir jákvætt svar frá Veitu- og framkvæmdasviði Skagafjarðar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna breikkun á innkeyrslu en minnir á að verkið skal unnið í samráði við Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar skipulagsnefndar staðfest á 155. fundi byggðarráðs 16. júlí 2025 með þremur atkvæðum. - 2.10 2407003 Umsagnarbeiðni; Breyting á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 - Blöndulína 3 - mál 0793 2024Skipulagsnefnd - 79 Hörgársveit hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar vegna breytinga á "Blöndulína 3 - breyting á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024", mál nr. 0793/2024 í Skipulagsgáttinni, sjá hér https://skipulagsgatt.is/issues/2024/793 . Kynningartími er frá 26.06.2025 til 17.07.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd, en minnir jafnframt á að einnig sé verið að gera breytingu vegna Blöndulínu 3 í yfirstandandi endurskoðun Aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040. Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar skipulagsnefndar staðfest á 155. fundi byggðarráðs 16. júlí 2025 með þremur atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 79 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 65 þann 26.06.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar skipulagsnefndar staðfest á 155. fundi byggðarráðs 16. júlí 2025 með þremur atkvæðum.
3.Tilboð í leigu á félagsheimili Rípurhrepps
Málsnúmer 2506001Vakta málsnúmer
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Málið síðast tekið fyrir á 153. fundi byggðarráðs Skagafjarðar.
Til fundarins komu Halldór Brynjar Gunnlaugsson og Þórarinn Leifsson fyrir hönd Íbúafélags Hegraness. Jafnframt lögð fram greinargerð frá Íbúafélagi Hegraness vegna áforma um leigu félagsins á Félagsheimili Hegraness.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Málið síðast tekið fyrir á 153. fundi byggðarráðs Skagafjarðar.
Til fundarins komu Halldór Brynjar Gunnlaugsson og Þórarinn Leifsson fyrir hönd Íbúafélags Hegraness. Jafnframt lögð fram greinargerð frá Íbúafélagi Hegraness vegna áforma um leigu félagsins á Félagsheimili Hegraness.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
4.Undirbúningur aðalskipulags Skagafjarðar og Húnabyggðar - Fyrirspurn og umfjöllun um gerð vega um Húnavallaleið og Vindheimaleið -
Málsnúmer 2507074Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Samgöngufélaginu, dags. 7.7. 2025, stílað á Vegagerðina og sveitarfélögin Skagafjörð og Húnabyggð, þar sem ýmsum spurningum er beint að Vegagerðinni og jafnframt óskað eftir að sveitarfélögin Húnabyggð og Skagafjörður geri ráð fyrir styttingu Þjóðvegs 1 um svokallaða Húnavallaleið í Húnabyggð og Vindheimaleið í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna hugmyndum um styttingu þjóðvegar 1 framhjá Varmahlíð og felur sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna hugmyndum um styttingu þjóðvegar 1 framhjá Varmahlíð og felur sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
5.Samstarf um málefni fatlaðs fólks
Málsnúmer 2203049Vakta málsnúmer
Lagður fram uppfærður samningur um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra en samningurinn hefur tekið breytingum vegna m.a. sameiningar sveitarfélaga á svæðinu og ábendinga frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Byggðarráð samþykkir samninginn samhljóða.
6.Umsóknir um auglýstar lóðir á Nöfum
Málsnúmer 2506050Vakta málsnúmer
Jóhanna Ey Harðardóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Málið var síðast tekið fyrir á 153. fundi byggðarráðs 2. júlí 2025.
Fyrirliggjandi er 31 umsókn um fjórar lóðir á Nöfum; 14 umsóknir um lóð nr. 13, 6 umsóknir um lóð nr. 31, 6 umsóknir um lóð nr. 36 og 5 umsóknir um lóð nr. 38.
Umsóknir bera með sér að umsækjendur ætli lóðir undir beit hrossa og/eða kinda og/eða til slægna fyrir ýmis konar búskap. Sýnist rétt að túlka 6. gr. reglna um úthlutun lóða á Nöfum þannig að þær verði ekki leigðar undir hrossabeit, nema í þeim undantekningartilvikum að viðkomandi þurfi að nota hross til að smala úr afrétti fé sem viðkomandi á og heldur á Nöfum. Byggðarráð telur að málefnalegar ástæður séu til þess að þeir sem sækja um lóðir til þess að halda þar sauðfé njóti forgangs gagnvart þeim sem ekki ætla að gera það.
Leitað var umsagnar um umsóknir hjá Fjáreigendafélagi Sauðárkróks skv. reglum um úthlutun lóða á Nöfum. Þar sem umsagnir félagsins voru ófullnægjandi og ekki í samræmi við það sem kveðið er á um í reglum um úthlutun lóða á Nöfum ofan Sauðárkróks, eru ekki nægar forsendur til að leggja þær til grundvallar við mat á umsóknum.
Allar umsóknir voru sendar til umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa og leitað tillagna frá honum í samræmi við grein 7 í samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í sveitarfélaginu Skagafirði. Tillaga umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa er að dregið verði á milli umsækjenda um framangreindar lóðir með þeim hætti að í forgangi verði umsóknir frá umsækjendum sem hyggjast stunda þar sauðfjárbúskap, hafi leyfi fyrir búfjárhaldi gripa sinna og þar sem búfjárhald samræmist reglum sveitarfélagsins um búfjárhald eins og þær eru á hverjum tíma. Haldi umsækjendur ekki sauðfé í dag en hafa í umsóknum áform um slíkt, fá þeir frest til 15. september 2025 til kaupa á sauðfé og til að afla allra tilskilinna leyfa fyrir búfjárhaldi gripanna. Hafi það ekki verið gert innan þess frests og liggi þá öll leyfi ekki fyrir verða lóðirnar auglýstar til úthlutunar að nýju. Beðið verði með undirritun viðkomandi lóðarleigusamninga þar til þetta liggur yfir.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fylgja tillögum umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa og draga á milli umsækjenda sem uppfylla framangreind skilyrði að mati umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Dregið var úr hópi umsækjenda sem uppfylltu framangreind skilyrði.
Fyrir lóð 13 var dregið út nafn Ingimars Ástvaldssonar,
fyrir lóð 31 var dregið út nafn Péturs Grétarssonar og Lindu Jónsdóttur,
fyrir lóð 36 var dregið út nafn Erlu Lárusdóttur,
fyrir lóð 38 var dregið út nafn Heimis Þórs Guðmundssonar.
Málið var síðast tekið fyrir á 153. fundi byggðarráðs 2. júlí 2025.
Fyrirliggjandi er 31 umsókn um fjórar lóðir á Nöfum; 14 umsóknir um lóð nr. 13, 6 umsóknir um lóð nr. 31, 6 umsóknir um lóð nr. 36 og 5 umsóknir um lóð nr. 38.
Umsóknir bera með sér að umsækjendur ætli lóðir undir beit hrossa og/eða kinda og/eða til slægna fyrir ýmis konar búskap. Sýnist rétt að túlka 6. gr. reglna um úthlutun lóða á Nöfum þannig að þær verði ekki leigðar undir hrossabeit, nema í þeim undantekningartilvikum að viðkomandi þurfi að nota hross til að smala úr afrétti fé sem viðkomandi á og heldur á Nöfum. Byggðarráð telur að málefnalegar ástæður séu til þess að þeir sem sækja um lóðir til þess að halda þar sauðfé njóti forgangs gagnvart þeim sem ekki ætla að gera það.
Leitað var umsagnar um umsóknir hjá Fjáreigendafélagi Sauðárkróks skv. reglum um úthlutun lóða á Nöfum. Þar sem umsagnir félagsins voru ófullnægjandi og ekki í samræmi við það sem kveðið er á um í reglum um úthlutun lóða á Nöfum ofan Sauðárkróks, eru ekki nægar forsendur til að leggja þær til grundvallar við mat á umsóknum.
Allar umsóknir voru sendar til umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa og leitað tillagna frá honum í samræmi við grein 7 í samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í sveitarfélaginu Skagafirði. Tillaga umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa er að dregið verði á milli umsækjenda um framangreindar lóðir með þeim hætti að í forgangi verði umsóknir frá umsækjendum sem hyggjast stunda þar sauðfjárbúskap, hafi leyfi fyrir búfjárhaldi gripa sinna og þar sem búfjárhald samræmist reglum sveitarfélagsins um búfjárhald eins og þær eru á hverjum tíma. Haldi umsækjendur ekki sauðfé í dag en hafa í umsóknum áform um slíkt, fá þeir frest til 15. september 2025 til kaupa á sauðfé og til að afla allra tilskilinna leyfa fyrir búfjárhaldi gripanna. Hafi það ekki verið gert innan þess frests og liggi þá öll leyfi ekki fyrir verða lóðirnar auglýstar til úthlutunar að nýju. Beðið verði með undirritun viðkomandi lóðarleigusamninga þar til þetta liggur yfir.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fylgja tillögum umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa og draga á milli umsækjenda sem uppfylla framangreind skilyrði að mati umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Dregið var úr hópi umsækjenda sem uppfylltu framangreind skilyrði.
Fyrir lóð 13 var dregið út nafn Ingimars Ástvaldssonar,
fyrir lóð 31 var dregið út nafn Péturs Grétarssonar og Lindu Jónsdóttur,
fyrir lóð 36 var dregið út nafn Erlu Lárusdóttur,
fyrir lóð 38 var dregið út nafn Heimis Þórs Guðmundssonar.
7.Matsnefnd - tillögur bjóðenda í útboðinu Menningarhús í Skagafirði
Málsnúmer 2507131Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf, dagsett 9. júlí 2025, þar sem fram kemur niðurstaða matsnefndar og tillaga að vali á samningsaðila í útboðinu "Menningarhús í Skagafirði - Hönnun nýbyggingar og endurbóta á eldra húsnæði" ásamt yfirliti yfir mat á tillögum bjóðenda, einkunnagjöf og rökstuðningi matsins. Tillaga matsnefndar er að á grundvelli þessa mats verði gengið til samninga við Arkís arkitekta ehf., sem hlaut flest stig m.t.t. valforsendna útboðs fyrir verðtilboð og gæðaþætti.
Matsnefndin var skipuð af Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki en matsnefndina skipuðu Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi, Einar Eðvald Einarsson sveitarstjórnarfulltrúi, Guðlaugur Skúlason sveitarstjórnarfulltrúi, Guðrún Ingvarsdóttir arkitekt og Jóhanna Ey Harðardóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða á grundvelli niðurstöðu matsnefndar að ganga til samninga við Arkís arkitekta ehf. um hönnun nýbyggingar og endurbóta á eldra húsnæði vegna Menningarhúss í Skagafirði.
Matsnefndin var skipuð af Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki en matsnefndina skipuðu Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi, Einar Eðvald Einarsson sveitarstjórnarfulltrúi, Guðlaugur Skúlason sveitarstjórnarfulltrúi, Guðrún Ingvarsdóttir arkitekt og Jóhanna Ey Harðardóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða á grundvelli niðurstöðu matsnefndar að ganga til samninga við Arkís arkitekta ehf. um hönnun nýbyggingar og endurbóta á eldra húsnæði vegna Menningarhúss í Skagafirði.
8.Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 08_Hreinlætismál
Málsnúmer 2506040Vakta málsnúmer
Vísað frá 30. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar 10. júlí 2025, þannig bókað: "Fjárhagsáætlun Skagafjarðar, málaflokkur 08, fyrir rekstrárið 2026 lögð fram. Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasvið fór yfir fjárhagsramma hreinlætismála. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fjárhagsáætlunina samhljóða og vísar til Byggðaráðs."
Byggðarráð staðfestir fjárhagsrammann samhljóða.
Byggðarráð staðfestir fjárhagsrammann samhljóða.
9.Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 69_SKV-fráveita
Málsnúmer 2506052Vakta málsnúmer
Vísað frá 30. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar 10. júlí 2025, þannig bókað: "Fjárhagsáætlun Skagafjarðar, málaflokkur 69 fráveita, fyrir rekstrárið 2026 lögð fram. Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasvið fór yfir fjárhagsramma fráveitu. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fjárhagsáætlunina samhljóða og vísar til Byggðaráðs."
Byggðarráð samþykkir fjárhagsrammann samhljóða með áorðnum breytingum landbúnaðar- og innviðanefndar.
Byggðarráð samþykkir fjárhagsrammann samhljóða með áorðnum breytingum landbúnaðar- og innviðanefndar.
10.Athafnarsvæði - Sauðárkrókur - AT-403 - Deiliskipulag
Málsnúmer 2403135Vakta málsnúmer
Vísað frá 79. fundi skipulagsnefndar, 10. júlí 2025, þannig bókað: "Farið yfir innsendar umsagnir við deiliskipulagstillögu fyrir "Sauðárkrókur athafnarsvæði AT-403" sem var í kynningu dagana 21.05.2025- 04.07.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 808/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/808 . Átta umsagnir bárust á kynningartímanum sem gefa tilefni til minniháttar breytinga. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi "Sauðárkrókur athafnarsvæði AT-403" og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010."
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu að deiliskipulagi "Sauðárkrókur athafnarsvæði AT-403" og að Skipulagsstofnun verði send tillagan til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu að deiliskipulagi "Sauðárkrókur athafnarsvæði AT-403" og að Skipulagsstofnun verði send tillagan til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11.Hofsós - Skólagata - Túngata - Deiliskipulag
Málsnúmer 2407101Vakta málsnúmer
Vísað frá 79. fundi skipulagsnefndar, 10. júlí 2025, þannig bókað: "Farið yfir innsendar umsagnir við deiliskipulagstillögu fyrir "Hofsós, Skólagata og Túngata" sem var í kynningu dagana 21.05.2025- 04.07.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 1344/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1344/ . Þrjár umsagnir bárust á kynningartímanum sem gefa tilefni til minniháttar breytinga. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi "Hofsós, Skólagata og Túngata" og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010."
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu að deiliskipulagi "Hofsós, Skólagata og Túngata" og að Skipulagsstofnun verði send tillagan til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu að deiliskipulagi "Hofsós, Skólagata og Túngata" og að Skipulagsstofnun verði send tillagan til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12.Hjaltastaðir land L180161 - Umsókn um stofnun byggingarreits
Málsnúmer 2504033Vakta málsnúmer
Vísað frá 79. fundi skipulagsnefndar, 10. júlí 2025, þannig bókað: "Málið áður á dagskrá á 38. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 14.05.2025, þá bókað: "Vísað frá 71. fundi skipulagsnefndar frá 16. apríl sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: "Berglind Svava Arngrímsdóttir og Jóhann Ari Böðvarsson þinglýstir eigendur lóðarinnar Hjaltastaðir land, landnr. 180161, óska eftir heimild til að stofna 59,5 m² byggingarreit á lóðinni, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 76620000 útg. 27. mars 2025. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. Um er að ræða byggingarreit fyrir bílskúr sem verður byggður við núverandi íbúðarhús. Áformað er að bílskúr verði jafn breiður núverandi húsi. Hámarks byggingarhæð verður 5 m og þakgerð verður flatt eða einhalla með halla til norðurs. Hámarksbyggingarmagn verður 59,5 m². Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir staðsetningu og áætluðu útliti fyrirhugaðrar viðbyggingar. Þó er áréttað að hönnun er á frumstigi og gæti tekið breytingum frá því sem sýnt er á meðfylgjandi afstöðumynd, innan þeirra skilmála sem sótt er um varðandi stærð byggingarreits, hámarks byggingarmagns og byggingarhæð. Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022 og stendur ekki í vegi fyrir að markmiðum aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum, sem fjallað er um í kafla 4.14.2, verði framfylgt. Reiturinn gengur ekki á ræktað land eða votlendissvæði, stendur ekki í vegi fyrir frekari uppbyggingu landbúnaðarbygginga, skerðir ekki möguleika á skógrækt eða gengur inn á hentug skilyrði fyrir hinar ýmsu greinar landbúnaðar. Þá er hann á þegar byggðu svæði sem styður hagkvæma landnotkun. Byggingarreitur gengur að einhverju leyti inn á túnslóða sem liggur niður að túnum neðan við bæjarhlaðið. Svigrúm er til staðar til að hliðra slóðanum, á þessum kafla, svo aðgengi að túnum skerðist ekki. Lögð verður áhersla á að áformuð bygging samrýmist einnig yfirbragði og ásýnd svæðisins og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif. Byggingaráform kunna að varða hagsmuni eigenda nærliggjandi landeigna; Hjaltastaða, L146301, Hjaltastaða 2, L225439, Hjalla lands, L221439, og Hjalla lands, L146300. Uppbyggingaráform hafa ekki áhrif á aðgengi eða landnotkun á Hjalla, landnr. 146299. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur sýnir áætlaða staðsetningu fyrirhugðrar byggingar innan byggingarreits, snið og ásýndarmyndir, fyrir og eftir framkvæmdir. Hönnunargögn eru ekki fullunnin, sbr. ákvæði 5.9.7. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Óskað hefur verið eftir umsögn minjavarðar. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að grenndarkynna umbeðinn byggingarreit fyrir eigendum Hjaltastaða L146301, Hjaltastaða L225439, Hjalla L146299, Hjalla land L221439 og Hjalla 2 L146300. Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu erindisins. Sigurður H. Ingvarsson kom inn sem staðgengill skipulagsfulltrúa." Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að grenndarkynna umbeðinn byggingarreit fyrir eigendum Hjaltastaða L146301, Hjaltastaða L225439, Hjalla L146299, Hjalla land L221439 og Hjalla 2 L146300."
Grenndarkynning vegna málsins var dagana 26.05.2025-25.06.2025, engar athugasemdir bárust.
Fyrirliggur umsögn minjavarðar án athugasemda.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.
Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu erindisins. Sigurður H. Ingvarsson kom inn sem staðgengill skipulagsfulltrúa."
Byggðarráð samþykkir samhljóða umbeðinn byggingarreit.
Grenndarkynning vegna málsins var dagana 26.05.2025-25.06.2025, engar athugasemdir bárust.
Fyrirliggur umsögn minjavarðar án athugasemda.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.
Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu erindisins. Sigurður H. Ingvarsson kom inn sem staðgengill skipulagsfulltrúa."
Byggðarráð samþykkir samhljóða umbeðinn byggingarreit.
13.Hofsós (218098) - Umsókn um landskipti, (hólf nr. 23 austan Hofsóss)
Málsnúmer 2506179Vakta málsnúmer
Vísað frá 79. fundi skipulagsnefndar, 10. júlí 2025, þannig bókað: "Margeir Friðriksson, f.h. Skagafjarðar, þinglýsts eiganda Hofsóss, landnúmer 218098, í Skagafirði, óskar eftir heimild til að stofna 15,8 ha (157.576,0 m²) spildu úr Hofsósslandi sem "Hofsósland 23" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki 56100505, útg. 01. júlí 2025 og merkjalýsingu skv. reglugerð nr. 160/2024, dags. 01. júlí 2025. Afstöðuuppdráttur og merkjalýsing voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
Óskað er þess að útskipt lóð verði skráð sem Annað land (80). Útskipt spilda er á landbúnaðarsvæði nr. L-1 í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag og landnotkun skerðir ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar lóðar. Landheiti útskiptrar lóðar vísar af heiti upprunalands og fyrri notkun. Landheiti er ekki skráð á aðra landeign í sveitarfélaginu.
Engin mannvirki eru skráð innan útskiptrar lóðar.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Hofsós, landnr 218098, er ekki skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2024.
Málnúmer í landeignaskrá er M002392.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðið nafnleyfi og samþykkir jafnframt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landsskipti."
Byggðarráð samþykkir samhljóða umbeðin landskipti.
Óskað er þess að útskipt lóð verði skráð sem Annað land (80). Útskipt spilda er á landbúnaðarsvæði nr. L-1 í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag og landnotkun skerðir ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar lóðar. Landheiti útskiptrar lóðar vísar af heiti upprunalands og fyrri notkun. Landheiti er ekki skráð á aðra landeign í sveitarfélaginu.
Engin mannvirki eru skráð innan útskiptrar lóðar.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Hofsós, landnr 218098, er ekki skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2024.
Málnúmer í landeignaskrá er M002392.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðið nafnleyfi og samþykkir jafnframt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landsskipti."
Byggðarráð samþykkir samhljóða umbeðin landskipti.
14.Álfgeirsvellir L146143 - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2507044Vakta málsnúmer
Vísað frá 79. fundi skipulagsnefndar, 10. júlí 2025, þannig bókað: "Sædís Rós W. Alfsdóttir, Óskar Þór Stefánsson og Jón Egill Indriðason f.h. RBR, landeigenda Álfgeirsvalla L146143 sækja um framkvæmdarleyfi fyrir sólarsellur (26kW), sem verða staðsettar ofan við hús á sér grindum og er framkvæmd áfangaskipt, og er hvor áfangi 13kW. Nánari lýsingu má sjá í viðauka "1. Grind og framkvæmdarreitur.pdf".
Þessi uppsetning jafngildir um það bil getu rafbílahleðslustöðvar, sem eru settar í heimahús, 22kW, við bestu aðstæður. Sólarsellur munu nýtast til að minka álag veitukerfis.
Í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar (2020-2035) kemur fram þörf á fjölgun virkjana, þar með töldum smávirkjana sem ná að sinna að minnsta kosti hluta af þeim bæ sem virkjunin er sett upp á.
Í aðalskipulagi, kafla 14, kemur fram eftirfarandi:
"Bygging smávirkjana mun skipa stóran sess í aukinni raforkuvinnsluþörf Íslands á komandi árum þar sem stærri virkjanakostum fer nú fækkandi. Smávirkjanirnar munu stuðla að auknu orkuöryggi með dreifingu framleiðslu og geta ennfremur stutt við búskap og aðra atvinnustarfsemi víðsvegar í sveitarfélaginu (sjá umfjöllun í kafla 17 um stakar framkvæmdir)."
Þar með í aðalskipulagi, kafla 17, kemur eftirfarandi:
"Stakar framkvæmdir taka til stakra skipulagsskylda framkvæmdir sem ekki er talin þörf á að afmarka sérstaka landnotkun fyrir, enda sé um að ræða framkvæmdir sem ekki eru taldar líklegar til að valda verulegum áhrifum á umhverfið."
Með því er þessi framkvæmd vel innan marka aðalskipulags, þó kemur fram að með stakar framkvæmdir er ekki talin þörf á að afmarka sérstaka landnotkun, þar sem ekki eru taldar líklegar til að valda verulegum áhrifum umhverfis.
"Stakar framkvæmdir taka til stakra skipulagsskyldar framkvæmdir sem ekki er talin þörf á að afmarka sérstaka landnotkun fyrir, enda sé um að ræða framkvæmdir sem ekki eru taldar líklegar til að valda verulegum áhrifum á umhverfið."
Sé orkuframleiðsla meiri en notkun á búi, er möguleiki á að skila til baka á Landsnetið allri umfram orku með leyfi og samning við dreifiaðila.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdarleyfi."
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
Þessi uppsetning jafngildir um það bil getu rafbílahleðslustöðvar, sem eru settar í heimahús, 22kW, við bestu aðstæður. Sólarsellur munu nýtast til að minka álag veitukerfis.
Í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar (2020-2035) kemur fram þörf á fjölgun virkjana, þar með töldum smávirkjana sem ná að sinna að minnsta kosti hluta af þeim bæ sem virkjunin er sett upp á.
Í aðalskipulagi, kafla 14, kemur fram eftirfarandi:
"Bygging smávirkjana mun skipa stóran sess í aukinni raforkuvinnsluþörf Íslands á komandi árum þar sem stærri virkjanakostum fer nú fækkandi. Smávirkjanirnar munu stuðla að auknu orkuöryggi með dreifingu framleiðslu og geta ennfremur stutt við búskap og aðra atvinnustarfsemi víðsvegar í sveitarfélaginu (sjá umfjöllun í kafla 17 um stakar framkvæmdir)."
Þar með í aðalskipulagi, kafla 17, kemur eftirfarandi:
"Stakar framkvæmdir taka til stakra skipulagsskylda framkvæmdir sem ekki er talin þörf á að afmarka sérstaka landnotkun fyrir, enda sé um að ræða framkvæmdir sem ekki eru taldar líklegar til að valda verulegum áhrifum á umhverfið."
Með því er þessi framkvæmd vel innan marka aðalskipulags, þó kemur fram að með stakar framkvæmdir er ekki talin þörf á að afmarka sérstaka landnotkun, þar sem ekki eru taldar líklegar til að valda verulegum áhrifum umhverfis.
"Stakar framkvæmdir taka til stakra skipulagsskyldar framkvæmdir sem ekki er talin þörf á að afmarka sérstaka landnotkun fyrir, enda sé um að ræða framkvæmdir sem ekki eru taldar líklegar til að valda verulegum áhrifum á umhverfið."
Sé orkuframleiðsla meiri en notkun á búi, er möguleiki á að skila til baka á Landsnetið allri umfram orku með leyfi og samning við dreifiaðila.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdarleyfi."
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
15.Ósk um tímabundið leyfi frá nefndarstörfum í fræðslunefnd
Málsnúmer 2502117Vakta málsnúmer
Á 39. fundi sveitarstjórnar þann 23. júní 2025 framlengdi sveitarstjórn Kristóferi Má Maronssyni áður veitt tímabundið leyfi frá störfum sem formaður fræðslunefndar Skagafjarðar.
Lagt fram erindi frá Kristóferi Má Maronssyni dagsett 14. júlí sl. þar sem hann óskar eftir að framlengja áður veitt tímabundið leyfi frá störfum sem formaður fræðslunefndar Skagafjarðar til 23. ágúst 2025.
Byggðarráð samþykkir samhljóða, að veita Kristóferi umbeðið leyfi.
Tilnefna þarf að nýju í fræðslunefnd í stað Kristófers Más Maronssonar á meðan hann er í leyfi.
Formaður ber upp tillögu um Hrund Pétursdóttur sem formann fræðslunefndar, Sigrúnu Evu Helgadóttur sem aðalmann og Sólborgu Sigurrós Borgarsdóttur sem varamann Sigrúnar Evu.
Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.
Lagt fram erindi frá Kristóferi Má Maronssyni dagsett 14. júlí sl. þar sem hann óskar eftir að framlengja áður veitt tímabundið leyfi frá störfum sem formaður fræðslunefndar Skagafjarðar til 23. ágúst 2025.
Byggðarráð samþykkir samhljóða, að veita Kristóferi umbeðið leyfi.
Tilnefna þarf að nýju í fræðslunefnd í stað Kristófers Más Maronssonar á meðan hann er í leyfi.
Formaður ber upp tillögu um Hrund Pétursdóttur sem formann fræðslunefndar, Sigrúnu Evu Helgadóttur sem aðalmann og Sólborgu Sigurrós Borgarsdóttur sem varamann Sigrúnar Evu.
Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.
16.Fræðsla um hinsegin málefni fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga
Málsnúmer 2507057Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 4. júlí 2025 frá Innviðaráðuneytinu þar sem það býður kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga til fræðslufundar um hinsegin málefni. Samtökin ´78 sjá um fræðsluna en markmiðið er auka þekkingu sveitarstjórnarfólks á réttindum og félagslegri stöðu hinsegin fólks. Fræðslan fer fram á fjarfundi í septembermánuði nk.
Fundi slitið - kl. 11:02.
Álfhildur Leifsdóttir sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.