Fara í efni

Undirbúningur aðalskipulags Skagafjarðar og Húnabyggðar - Fyrirspurn og umfjöllun um gerð vega um Húnavallaleið og Vindheimaleið -

Málsnúmer 2507074

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 155. fundur - 16.07.2025

Lagt fram bréf frá Samgöngufélaginu, dags. 7.7. 2025, stílað á Vegagerðina og sveitarfélögin Skagafjörð og Húnabyggð, þar sem ýmsum spurningum er beint að Vegagerðinni og jafnframt óskað eftir að sveitarfélögin Húnabyggð og Skagafjörður geri ráð fyrir styttingu Þjóðvegs 1 um svokallaða Húnavallaleið í Húnabyggð og Vindheimaleið í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna hugmyndum um styttingu þjóðvegar 1 framhjá Varmahlíð og felur sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.