Landbúnaðar- og innviðanefnd
Dagskrá
1.Hraðakstur í íbúðahverfum
Málsnúmer 2507060Vakta málsnúmer
2.Gangbrautir og umferðaröryggi 2025
Málsnúmer 2507061Vakta málsnúmer
Landbúnaðar- og innviðanefnd hefur fullan skilning á áhyggjum íbúa vegna skorts á gangbrautum og takmarkaðrar lýsingar yfir vetrarmánuði. Landbúnaðar og innviðanefnd samþykki samhljóða að fela sviðstjóra veitu og framkvæmdasviðs að vinna mat á lýsingu, merkingu, fjölda og staðsetningu gangbrauta í þéttbýlisstöðum Skagafjarðar og leggja fyrir nefndina.
3.Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 08_Hreinlætismál
Málsnúmer 2506040Vakta málsnúmer
Fjárhagsáætlun Skagafjarðar, málaflokkur 08, fyrir rekstrárið 2026 lögð fram.
Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasvið fór yfir fjárhagsramma hreinlætismála.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fjárhagsáætlunina samhljóða og vísar til Byggðaráðs.
Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasvið fór yfir fjárhagsramma hreinlætismála.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fjárhagsáætlunina samhljóða og vísar til Byggðaráðs.
4.Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 69_SKV-fráveita
Málsnúmer 2506052Vakta málsnúmer
Fjárhagsáætlun Skagafjarðar, málaflokkur 69 fráveita, fyrir rekstrárið 2026 lögð fram.
Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasvið fór yfir fjárhagsramma fráveitu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fjárhagsáætlunina samhljóða og vísar til Byggðaráðs.
Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasvið fór yfir fjárhagsramma fráveitu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fjárhagsáætlunina samhljóða og vísar til Byggðaráðs.
Gunnar Páll Ólafsson vék af fundi eftir þennan lið.
5.Viðhald afréttargirðinga
Málsnúmer 2505026Vakta málsnúmer
Farið yfir og rætt um kostnað og viðhald girðinga milli afrétta og heimalanda.
Tillaga fulltrúa Vg og óháðra:
Undirrituð Hildur Þóra Magnúsdóttir, fulltrúi VG og óháðra í Landbúnaðar- og innviðanefnd, óskar eftir frestun á málinu til næsta fundar, þar sem hún treystir sér ekki til þess að samþykkja tillögu meirihluta án þess að afla sér frekari upplýsinga um málið.
Tillagan var felld með tveimur atkvæðum meirihluta.
Bókun fulltrúa Vg og óháðra:
Fulltrúa Vg og óháðra finndist fara betur á því að eiga frekara samráð við íbúa áður en ákvörðun er tekin um þetta mál og óskaði því eftir frestun á málinu, sem meirihluti féllst ekki á.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir með tveimur atkvæðum að tekið verði viðmið í reiknuðum girðingakostnaði Vegagerðarinnar hverju sinni og miðað verði við 8% í viðhaldi af dýrasta flokki Vegagerðarinnar á nýgirðingum (A-flokkur) ár hvert.
Landeigendur sem telja sig eiga rétt á mótframlagi skulu hafa samband við Landbúnaðar- og umhverfisfulltrúa sveitarfélagsins.
Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista óska bókað að þeir telja mikilvægt að sveitarfélagið hafi skýra vinnureglu um við hvaða kostnaðarverð sé miðað í viðhaldskostnaði afréttagirðinga. Þessa vinnureglu hefur vantað hjá sveitarfélaginu en með þessari samþykkt er ráðin bót á því sem er bæði sveitarfélaginu og landeigendum til góða.
Fulltrúi Vg og óháðra óskar bókað:
Skýrar vinnureglur eru sannarlega þarfar og tekur fulltrúi Vg og óháðra undir það. Betur færi þó á því að hafa skýrara samráð við íbúa til að fara yfir málið áður en það er keyrt í gegn af meirihluta.
Tillaga fulltrúa Vg og óháðra:
Undirrituð Hildur Þóra Magnúsdóttir, fulltrúi VG og óháðra í Landbúnaðar- og innviðanefnd, óskar eftir frestun á málinu til næsta fundar, þar sem hún treystir sér ekki til þess að samþykkja tillögu meirihluta án þess að afla sér frekari upplýsinga um málið.
Tillagan var felld með tveimur atkvæðum meirihluta.
Bókun fulltrúa Vg og óháðra:
Fulltrúa Vg og óháðra finndist fara betur á því að eiga frekara samráð við íbúa áður en ákvörðun er tekin um þetta mál og óskaði því eftir frestun á málinu, sem meirihluti féllst ekki á.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir með tveimur atkvæðum að tekið verði viðmið í reiknuðum girðingakostnaði Vegagerðarinnar hverju sinni og miðað verði við 8% í viðhaldi af dýrasta flokki Vegagerðarinnar á nýgirðingum (A-flokkur) ár hvert.
Landeigendur sem telja sig eiga rétt á mótframlagi skulu hafa samband við Landbúnaðar- og umhverfisfulltrúa sveitarfélagsins.
Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista óska bókað að þeir telja mikilvægt að sveitarfélagið hafi skýra vinnureglu um við hvaða kostnaðarverð sé miðað í viðhaldskostnaði afréttagirðinga. Þessa vinnureglu hefur vantað hjá sveitarfélaginu en með þessari samþykkt er ráðin bót á því sem er bæði sveitarfélaginu og landeigendum til góða.
Fulltrúi Vg og óháðra óskar bókað:
Skýrar vinnureglur eru sannarlega þarfar og tekur fulltrúi Vg og óháðra undir það. Betur færi þó á því að hafa skýrara samráð við íbúa til að fara yfir málið áður en það er keyrt í gegn af meirihluta.
6.Úthlutun úr Styrkvegasjóði Vegagerðarinnar
Málsnúmer 2507009Vakta málsnúmer
Fyrirliggur styrkur frá Vegagerðinni uppá 3.000.000 kr. Sem er um 33% af því sem sótt var um.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að útdeila styrknum skv. eftirfarandi:
Unadalsvegur og Gusthnjúksleið - 400.000 kr.
Staðarafrétt og Þúfnavallaleið - 250.000 kr.
Molduxaskarðsvegur - 850.000 kr.
Kálfadalsvegur og Selhólaleið - 1.500.000 kr.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að útdeila styrknum skv. eftirfarandi:
Unadalsvegur og Gusthnjúksleið - 400.000 kr.
Staðarafrétt og Þúfnavallaleið - 250.000 kr.
Molduxaskarðsvegur - 850.000 kr.
Kálfadalsvegur og Selhólaleið - 1.500.000 kr.
7.Fundagerðir Hafnasamband Íslands 2025
Málsnúmer 2501004Vakta málsnúmer
Erindi lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Jafnframt samþykkir Landbúnaðar og innviðanefnd samhljóða að fela Veitu- og framkvæmdasviði að hefja kortlagningu á helstu hættusvæðum, m.t.t. uppsetningu hraðahindrana og hugsanlegra hraðalækkana, í samvinnu við lögreglu.