Hraðakstur í íbúðahverfum
Málsnúmer 2507060
Vakta málsnúmerLandbúnaðar- og innviðanefnd - 36. fundur - 24.10.2025
Landbúnaðar og innviðanefnd bókaði þann 10 júlí sl. að grípa þyrfti til aðgerða vegna hraðaksturs í íbúagötum og fól starfsmönnum Veitu- og framkvæmdasviðs að leggja fram tillögur um úrbætur. Þær tillögur eru nú lagðar fyrir fundinn. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða framlagða tillögu Veitu og framkvæmdasviðs um uppsetningu færanlegra götuþrenginga á Hólavegi, Hólmagrund og Sæmundargötu.
Jafnframt samþykkir Landbúnaðar og innviðanefnd samhljóða að fela Veitu- og framkvæmdasviði að hefja kortlagningu á helstu hættusvæðum, m.t.t. uppsetningu hraðahindrana og hugsanlegra hraðalækkana, í samvinnu við lögreglu.