Fara í efni

Viðhald afréttargirðingar Staðarfjalla

Málsnúmer 2505026

Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 26. fundur - 15.05.2025

Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að viðhald afréttargirðingar Staðarfalla skuli falla undir stjórn fjallskiladeildar Staðarfjalla eins og er um aðrar afréttargirðingar. Gert verður ráð fyrir þessum kostnaði í úthlutun til deildarinnar. Umhverfis og landbúnaðarfulltrúa er falið að hafa samband við deildina vegna þessa.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 30. fundur - 10.07.2025

Farið yfir og rætt um kostnað og viðhald girðinga milli afrétta og heimalanda.

Tillaga fulltrúa Vg og óháðra:
Undirrituð Hildur Þóra Magnúsdóttir, fulltrúi VG og óháðra í Landbúnaðar- og innviðanefnd, óskar eftir frestun á málinu til næsta fundar, þar sem hún treystir sér ekki til þess að samþykkja tillögu meirihluta án þess að afla sér frekari upplýsinga um málið.

Tillagan var felld með tveimur atkvæðum meirihluta.

Bókun fulltrúa Vg og óháðra:
Fulltrúa Vg og óháðra finndist fara betur á því að eiga frekara samráð við íbúa áður en ákvörðun er tekin um þetta mál og óskaði því eftir frestun á málinu, sem meirihluti féllst ekki á.

Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir með tveimur atkvæðum að tekið verði viðmið í reiknuðum girðingakostnaði Vegagerðarinnar hverju sinni og miðað verði við 8% í viðhaldi af dýrasta flokki Vegagerðarinnar á nýgirðingum (A-flokkur) ár hvert.
Landeigendur sem telja sig eiga rétt á mótframlagi skulu hafa samband við Landbúnaðar- og umhverfisfulltrúa sveitarfélagsins.

Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista óska bókað að þeir telja mikilvægt að sveitarfélagið hafi skýra vinnureglu um við hvaða kostnaðarverð sé miðað í viðhaldskostnaði afréttagirðinga. Þessa vinnureglu hefur vantað hjá sveitarfélaginu en með þessari samþykkt er ráðin bót á því sem er bæði sveitarfélaginu og landeigendum til góða.

Fulltrúi Vg og óháðra óskar bókað:
Skýrar vinnureglur eru sannarlega þarfar og tekur fulltrúi Vg og óháðra undir það. Betur færi þó á því að hafa skýrara samráð við íbúa til að fara yfir málið áður en það er keyrt í gegn af meirihluta.