Lagt fram bréf, dagsett 9. júlí 2025, þar sem fram kemur niðurstaða matsnefndar og tillaga að vali á samningsaðila í útboðinu "Menningarhús í Skagafirði - Hönnun nýbyggingar og endurbóta á eldra húsnæði" ásamt yfirliti yfir mat á tillögum bjóðenda, einkunnagjöf og rökstuðningi matsins. Tillaga matsnefndar er að á grundvelli þessa mats verði gengið til samninga við Arkís arkitekta ehf., sem hlaut flest stig m.t.t. valforsendna útboðs fyrir verðtilboð og gæðaþætti.
Matsnefndin var skipuð af Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki en matsnefndina skipuðu Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi, Einar Eðvald Einarsson sveitarstjórnarfulltrúi, Guðlaugur Skúlason sveitarstjórnarfulltrúi, Guðrún Ingvarsdóttir arkitekt og Jóhanna Ey Harðardóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða á grundvelli niðurstöðu matsnefndar að ganga til samninga við Arkís arkitekta ehf. um hönnun nýbyggingar og endurbóta á eldra húsnæði vegna Menningarhúss í Skagafirði.
Matsnefndin var skipuð af Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki en matsnefndina skipuðu Álfhildur Leifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi, Einar Eðvald Einarsson sveitarstjórnarfulltrúi, Guðlaugur Skúlason sveitarstjórnarfulltrúi, Guðrún Ingvarsdóttir arkitekt og Jóhanna Ey Harðardóttir sveitarstjórnarfulltrúi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða á grundvelli niðurstöðu matsnefndar að ganga til samninga við Arkís arkitekta ehf. um hönnun nýbyggingar og endurbóta á eldra húsnæði vegna Menningarhúss í Skagafirði.