Fara í efni

Álfgeirsvellir L146143 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2507044

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 79. fundur - 10.07.2025

Sædís Rós W. Alfsdóttir, Óskar Þór Stefánsson og Jón Egill Indriðason f.h. RBR, landeigenda Álfgeirsvalla L146143 sækja um framkvæmdarleyfi fyrir sólarsellur (26kW), sem verða staðsettar ofan við hús á sér grindum og er framkvæmd áfangaskipt, og er hvor áfangi 13kW. Nánari lýsingu má sjá í viðauka "1. Grind og framkvæmdarreitur.pdf".
Þessi uppsetning jafngildir um það bil getu rafbílahleðslustöðvar, sem eru settar í heimahús, 22kW, við bestu aðstæður. Sólarsellur munu nýtast til að minka álag veitukerfis.

Í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar (2020-2035) kemur fram þörf á fjölgun virkjana, þar með töldum smávirkjana sem ná að sinna að minnsta kosti hluta af þeim bæ sem virkjunin er sett upp á.
Í aðalskipulagi, kafla 14, kemur fram eftirfarandi:
"Bygging smávirkjana mun skipa stóran sess í aukinni raforkuvinnsluþörf Íslands á komandi árum þar sem stærri virkjanakostum fer nú fækkandi. Smávirkjanirnar munu stuðla að auknu orkuöryggi með dreifingu framleiðslu og geta ennfremur stutt við búskap og aðra atvinnustarfsemi víðsvegar í sveitarfélaginu (sjá umfjöllun í kafla 17 um stakar framkvæmdir)."
Þar með í aðalskipulagi, kafla 17, kemur eftirfarandi:
"Stakar framkvæmdir taka til stakra skipulagsskylda framkvæmdir sem ekki er talin þörf á að afmarka sérstaka landnotkun fyrir, enda sé um að ræða framkvæmdir sem ekki eru taldar líklegar til að valda verulegum áhrifum á umhverfið."
Með því er þessi framkvæmd vel innan marka aðalskipulags, þó kemur fram að með stakar framkvæmdir er ekki talin þörf á að afmarka sérstaka landnotkun, þar sem ekki eru taldar líklegar til að valda verulegum áhrifum umhverfis.
"Stakar framkvæmdir taka til stakra skipulagsskyldar framkvæmdir sem ekki er talin þörf á að afmarka sérstaka landnotkun fyrir, enda sé um að ræða framkvæmdir sem ekki eru taldar líklegar til að valda verulegum áhrifum á umhverfið."
Sé orkuframleiðsla meiri en notkun á búi, er möguleiki á að skila til baka á Landsnetið allri umfram orku með leyfi og samning við dreifiaðila.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.

Byggðarráð Skagafjarðar - 155. fundur - 16.07.2025

Vísað frá 79. fundi skipulagsnefndar, 10. júlí 2025, þannig bókað: "Sædís Rós W. Alfsdóttir, Óskar Þór Stefánsson og Jón Egill Indriðason f.h. RBR, landeigenda Álfgeirsvalla L146143 sækja um framkvæmdarleyfi fyrir sólarsellur (26kW), sem verða staðsettar ofan við hús á sér grindum og er framkvæmd áfangaskipt, og er hvor áfangi 13kW. Nánari lýsingu má sjá í viðauka "1. Grind og framkvæmdarreitur.pdf".
Þessi uppsetning jafngildir um það bil getu rafbílahleðslustöðvar, sem eru settar í heimahús, 22kW, við bestu aðstæður. Sólarsellur munu nýtast til að minka álag veitukerfis.
Í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar (2020-2035) kemur fram þörf á fjölgun virkjana, þar með töldum smávirkjana sem ná að sinna að minnsta kosti hluta af þeim bæ sem virkjunin er sett upp á.
Í aðalskipulagi, kafla 14, kemur fram eftirfarandi:
"Bygging smávirkjana mun skipa stóran sess í aukinni raforkuvinnsluþörf Íslands á komandi árum þar sem stærri virkjanakostum fer nú fækkandi. Smávirkjanirnar munu stuðla að auknu orkuöryggi með dreifingu framleiðslu og geta ennfremur stutt við búskap og aðra atvinnustarfsemi víðsvegar í sveitarfélaginu (sjá umfjöllun í kafla 17 um stakar framkvæmdir)."
Þar með í aðalskipulagi, kafla 17, kemur eftirfarandi:
"Stakar framkvæmdir taka til stakra skipulagsskylda framkvæmdir sem ekki er talin þörf á að afmarka sérstaka landnotkun fyrir, enda sé um að ræða framkvæmdir sem ekki eru taldar líklegar til að valda verulegum áhrifum á umhverfið."
Með því er þessi framkvæmd vel innan marka aðalskipulags, þó kemur fram að með stakar framkvæmdir er ekki talin þörf á að afmarka sérstaka landnotkun, þar sem ekki eru taldar líklegar til að valda verulegum áhrifum umhverfis.
"Stakar framkvæmdir taka til stakra skipulagsskyldar framkvæmdir sem ekki er talin þörf á að afmarka sérstaka landnotkun fyrir, enda sé um að ræða framkvæmdir sem ekki eru taldar líklegar til að valda verulegum áhrifum á umhverfið."
Sé orkuframleiðsla meiri en notkun á búi, er möguleiki á að skila til baka á Landsnetið allri umfram orku með leyfi og samning við dreifiaðila.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdarleyfi."
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.