Fara í efni

Skipulagsnefnd - 78

Málsnúmer 2506028F

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 153. fundur - 02.07.2025

Fundargerð 78. fundar skipulagsnefndar frá 26. júní 2025 lögð fram til afgreiðslu á 153. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Guðlaugur Skúlason kynnti fundargerð.
  • Skipulagsnefnd - 78 Lögð fram skipulagslýsing fyrir lóð Háskólans á Hólum við Borgarflöt 35 á Sauðárkróki, uppdráttur með greinargerð, útg. 1.0, dags. 23.6.2025 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Svæðið afmarkast af göngustíg að norðan, línu sem er rúmlega 25 m frá Sauðárkróksbraut (75) að austan, Borgarsíðu 8 og lagnasvæði meðfram Borgarflöt að sunnanverðu og er tæplega 30 m frá lóðinni Borgarflöt 31 að vestan. Svæðið er um 15.523 m2 að stærð. Undanfarið hefur Háskólinn á Hólum unnið að undirbúningi til þess að bæta húsakost sinn fyrir fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans og hefur óbyggt svæði við Borgarflöt þótt hafa marga kosti fyrir starfsemina.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
    Bókun fundar Formaður gerir að tillögu sinni að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Borgarflöt - Deiliskipulag", síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 78 Lagður fram tölvupóstur frá Eygló Margréti Hauksdóttur lóðarhafa Sólvangs á Hofsósi þar sem hún óskar eftir afmörkun lóðarinnar. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir umrætt svæði.

    Skipulagsnefnd telur að skýra þurfi afmörkun lóða á þessu svæði með deiliskipulagi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar skipulagsnefndar staðfest á 153. fundi byggðarráðs 2. júlí 2025 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 78 Lóðarmál á Hofsósi eru að hluta til ekki á hreinu og liggja fyrir nokkrar beiðnir um skilgreinda afmörkun lóða. Unnin voru deiliskipulagsgögn fyrir Plássið, Sandinn, Brekkuna og Bakkann sem samþykkt voru af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 22.02.2000 en af óútskýrðum ástæðum var deiliskipulagið ekki endanlega staðfest af Skipulagsstofnun.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að unnið verði deiliskipulag á grundvelli fyrri gagna fyrir Plássið, Sandinn, Brekkuna og Bakkann, auk svæðisins sunnan við sem liggur að deiliskipulagstillögunni fyrir “Hofsós, miðsvæði milli Túngötu og Skólagötu" (norðan Skólagötu).
    Bókun fundar Formaður gerir að tillögu sinni að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Hofsós - Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn - Deiliskipulag", síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 78 Skipulagsfulltrúi leggur fram undirritaða samantekt sína um málið dags. 25.06. 2025 og drög að umsögn byggðarráðs skv. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010 en ráðið fer með heimildir sveitarstjórnar í sumarleyfi hennar, skv. 5. mgr. 35. gr. l. 138/2011. Bæði skjölin hafa tekið talsverðum breytingum frá því drög að þeim voru til umfjöllunar í nefndinni hinn 18.06. 2025.

    Skipulagsnefndin tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í samantektinni og samþykkir samhljóða að leggja til við byggðarráð að ráðið samþykki að umsögnin verði send Félags- og húsnæðismálaráðuneyti, sbr. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010.
    Bókun fundar Formaður gerir að tillögu sinni að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Hólagerði L146233 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi", síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 78 Fjallabyggð hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2032 vegna Fljótaganga, mál nr. 0819/2025 á Skipulagsgáttinni, sjá hér https://skipulagsgatt.is/issues/2025/819 .
    Kynningartími er frá 12.6.2025 til 10.7.2025.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar skipulagsnefndar staðfest á 153. fundi byggðarráðs 2. júlí 2025 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 78 Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar vegna kynningar á matsáætlun (Mat á umhverfisáhrifum) fyrir Siglufjarðarveg, mál nr. 0803/2025 á Skipulagsgáttinni, sjá hér https://skipulagsgatt.is/issues/2025/803 .
    Kynningartími er frá 12.6.2025 til 10.7.2025.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera athugasemd varðandi vegtengingar til norðurs og suðurs frá núverandi vegamótum við Ketilás. Ekki kemur fram í kynningargögnum hvernig þeim verður hagað til framtíðar með aukinni umferð á svæðinu vegna bæði fyrirhugaðrar uppbyggingar innan svæðisins og með tilkomu Fljótaganga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar skipulagsnefndar staðfest á 153. fundi byggðarráðs 2. júlí 2025 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 78 Leigufélagið Bríet ehf. sækir um parhúsalóðina Hátún 6-8 á Hofsósi.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að úthluta umsækjanda parhúsahúsalóðinni Hátún 6-8 á Hofsósi.
    Skipulagsnefnd fagnar framkominni umsókn um parhúsalóð á Hofsósi en bendir jafnframt á að stofnun lóðarinnar er í ferli og verður umsækjanda tilkynnt þar um að því loknu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar skipulagsnefndar staðfest á 153. fundi byggðarráðs 2. júlí 2025 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 78 Á 92. fundi byggðaráðs Skagafjarðar þann 10.04.2024 var eftirfarandi bókað í máli nr. 2404048:
    “Lagt fram bréf dags, 19. mars 2024, frá Orku náttúrunnar þar sem óskað er eftir samvinnu við sveitarfélagið Skagafjörð um uppbyggingu fyrir hleðsluinnviði rafbíla. ON leitar að hentugum svæðum í sveitarfélaginu, hvort sem er á lóð eða á bílastæði í eigu sveitarfélagsins, til að koma fyrir hleðsluinnviðum fyrir íbúa og viðskiptavini. Sérfræðingar þeirra munu lista upp nokkrar staðsetningar sem þeir telja koma til greina í sveitarfélaginu. Byggðarráð Skagafjarðar fagnar áhuga ON og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúa að vera í sambandi við sérfræðinga ON varðandi mögulegar staðsetningar hleðslustöðva í Skagafirði."

    Í framhaldi af þeim viðræðum er lögð fram drög að lóðarblaði og merkjalýsingu fyrir “Flæðar hleðslustöð, Skagafirði" lóð fyrir hleðsluinnviði rafbíla vestan við sundlaugina á Sauðárkróki.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að á grundvelli framlagðra gagna verði stofnuð lóð fyrir hleðslustöð við Sundlaug Sauðárkróks og henni úthlutað til Orku náttúrunnar ohf.
    Bókun fundar Formaður gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Sauðárkrókur - Beiðni um lóð fyrir hleðslustöð", síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 78 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 64 þann 11.06.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar skipulagsnefndar staðfest á 153. fundi byggðarráðs 2. júlí 2025 með þremur atkvæðum.