Fara í efni

Landbúnaðar- og innviðanefnd

38. fundur 27. nóvember 2025 kl. 09:00 - 10:00 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir ritari
  • Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Guðný Axelsdóttir ritari
Dagskrá

1.Endurgreiðsla og taxtar dýraverðlauna

Málsnúmer 2510166Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja upplýsingar um áætlaða endurgreiðslu ríkisins vegna refa- og minkaveiða fyrir árið 2025, en ljóst er að þau verð sem ríkið áætlar að greiða eru langt undir raunkostnaði veiðanna.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að skora á Jóhann Pál Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftlagsráðherra, að sjá til þess að Náttúruverndarstofnun (áður Umhverfisstofnun) endurreikni og uppfæri til núgildandi verðlags tillögur að viðmiðunartöxtum minka- og refaveiða. Síðasta tillaga frá Náttúruverndarstofnun (þá Umhverfisstofnun) barst ráðuneytinu árið 2018. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni var viðmiðunartaxti upp á 7000 kr. fyrir grendýr og 1600 kr. fyrir yrðlinga settur árið 1997. Taxtinn var þá ákveðinn með því að taka saman meðalgreiðslur sveitarfélaga fyrir hvert unnið grendýr árið 1996. Upphæð vegna minks var ákveðin fyrir 1997 og hefur ekki breyst síðan þá, en gögn um útreikninga á bakvið upphæðina finnast ekki hjá stofnuninni. Þetta eru óásættanlega vinnubrögð og eru viðmiðunartaxtar í engu samræmi við raunkostnað veiðanna eða greidd verðlaun fyrir refi og mink í Skagafirði.

2.Deiliskipulag Sauðárkrókshafnar, Eyrarvegur 18, L143288, og Eyrarvegur 20, L143289 - Umsókn um breytingu lóðamarka

Málsnúmer 2510065Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dags. 20.11.2025. frá Kaupfélagi Skagfirðinga og Fisk Seafood ehf. um breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar vegna lóðamarka lóðanna Eyrarvegs 18, L143288, og Eyrarvegs 20, L143289.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir erindið samhljóða og vísar til Skipulagsnefndar.

3.Fyrirhuguð niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 2508046Vakta málsnúmer

Lagðar fram tilkynningar frá Vegagerðinni dags. 12. og 13. nóv. sl. um niðurfellingu eftirfarandi vega af vegaskrá:
Ennisvegur nr. 7824-01
Hluti Reykjaborgarvegar nr. 7515-01
Kimbastaðavegur nr. 7490-01

4.Aðagangur tollayfirvalda að rafrænu eftirliti hafna

Málsnúmer 2511147Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 19.11.2025. um aðgang tollayfirvalda að rafrænu eftirliti hafna.

5.Markvissari árangur á sviði umhverfis- og loftlagsmála

Málsnúmer 2511148Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt Innviðaráðuneytis, Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytis ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga um kortlagningu aðgerða sveitarfélaganna í umhverfis- og loftslagsmálum.

6.Útboð veiði í Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá

Málsnúmer 2511072Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar útboðslýsing vegna veiði í Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá. Landsamband veiðifélaga sér um framkvæmd útboðsins fyrir hönd veiðifélagsins. Tilboðum skal skila fyrir kl. 15 þann 3. mars 2026.

Fundi slitið - kl. 10:00.