Fyrir fundinum liggja upplýsingar um áætlaða endurgreiðslu ríkisins vegna refa- og minkaveiða fyrir árið 2025, en ljóst er að þau verð sem ríkið áætlar að greiða eru langt undir raunkostnaði veiðanna.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að skora á Jóhann Pál Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftlagsráðherra, að sjá til þess að Náttúruverndarstofnun (áður Umhverfisstofnun) endurreikni og uppfæri til núgildandi verðlags tillögur að viðmiðunartöxtum minka- og refaveiða. Síðasta tillaga frá Náttúruverndarstofnun (þá Umhverfisstofnun) barst ráðuneytinu árið 2018. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni var viðmiðunartaxti upp á 7000 kr. fyrir grendýr og 1600 kr. fyrir yrðlinga settur árið 1997. Taxtinn var þá ákveðinn með því að taka saman meðalgreiðslur sveitarfélaga fyrir hvert unnið grendýr árið 1996. Upphæð vegna minks var ákveðin fyrir 1997 og hefur ekki breyst síðan þá, en gögn um útreikninga á bakvið upphæðina finnast ekki hjá stofnuninni. Þetta eru óásættanlega vinnubrögð og eru viðmiðunartaxtar í engu samræmi við raunkostnað veiðanna eða greidd verðlaun fyrir refi og mink í Skagafirði.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að skora á Jóhann Pál Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftlagsráðherra, að sjá til þess að Náttúruverndarstofnun (áður Umhverfisstofnun) endurreikni og uppfæri til núgildandi verðlags tillögur að viðmiðunartöxtum minka- og refaveiða. Síðasta tillaga frá Náttúruverndarstofnun (þá Umhverfisstofnun) barst ráðuneytinu árið 2018. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni var viðmiðunartaxti upp á 7000 kr. fyrir grendýr og 1600 kr. fyrir yrðlinga settur árið 1997. Taxtinn var þá ákveðinn með því að taka saman meðalgreiðslur sveitarfélaga fyrir hvert unnið grendýr árið 1996. Upphæð vegna minks var ákveðin fyrir 1997 og hefur ekki breyst síðan þá, en gögn um útreikninga á bakvið upphæðina finnast ekki hjá stofnuninni. Þetta eru óásættanlega vinnubrögð og eru viðmiðunartaxtar í engu samræmi við raunkostnað veiðanna eða greidd verðlaun fyrir refi og mink í Skagafirði.