Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39

Málsnúmer 2511014F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 44. fundur - 10.12.2025

Fundargerð 39. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar frá 20. nóvember 2025 var lögð fram til afgreiðslu á 44. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39 Starfsmaður nefndarinnar fer yfir þau mál sem eru á döfinni frá síðasta fundi.

    Skýrslan er flutt munnlega og til kynningar.

    Nefndin þakkar fyrir yfirferðina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39 Umræður um atvinnulífssýninguna sem fram fer á næsta ári.

    Starfsmenn nefndarinnar hafa kannað fýsilegar helgar í september árið 2026.

    Nefndin samyþykkir samhljóða að atvinnulífssýningin fari fram helgina 19.- 20. september og felur starfsmönnum nefndarinnar að hefja skipulagningu strax í upphafi næsta árs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39 Umræður um viðburðinn.

    Starfsmenn nefndarinnar kynna drög að dagskrá og fara yfir skipulagningu á viðburðinum.

    Nefndin hvetur íbúa til þess að fjölmenna á Kirkjutorgið 29. nóvember nk. kl. 15:30 og eiga notalega stund við tendrun jólatrésins.

    Dagskráin verður aðgengileg á heimasíðu Skagafjarðar og samfélagsmiðlum í upphafi næstu viku.
    Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39 Lagt fram kostnaðaráætlun og verkefnalýsingu fyrir vinnu Markaðsstofu Norðurlands við stöðugreiningu og aðgerðaráætlun fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði.

    Markmið verkefnisins er að þróa þjónustukjarna sem getur tekið á móti ferðamönnum sem dvelja í nokkra daga, nýta betur tækifærin sem eflast í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll, gera framboð ferðaþjónustu í Skagafirði aðgengilegra og efla samvinnu á svæðinu.

    Nefndin tekur jákvætt í erindið og styður markmið þess, en telur kostnaðarskiptinguna ekki vera í samræmi við það sem lagt var upp með.

    Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram með MN og FFS í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39 Lögð fram fyrirspurn frá Elínborgu Erlu Ásgeirsdóttur, fulltrúa Byggðalista

    Á 25. fundi Atvinnu- menningar- og kynningarnefndar þann 05.september 2024 var samþykkt að hefja vinnu við að meta kosti og galla þess að selja rekstur tjaldsvæðanna í Skagafirði.

    Hvaða vinna hefur þegar farið fram í þessum efnum og hver eru áætluð næstu skref? Liggur fyrir hvenær hægt verður að taka ákvörðun um hvort farið verður í söluferli eða ekki?

    Á 25. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var starfsmönnum nefndarinnar falið að kanna hvernig staðið hefur verið að sölu tjaldsvæða hjá öðrum sveitarfélögum og hvernig hefur tekist til. Haft var samband við sveitarfélög sem hafa og/eða eru í sambærilegri vinnu sem gátu gefið innsýn inn í útboðsauglýsingar, söluferli og rekstur tjaldsvæða. Unnið er með ábendingar um það hvaða skráningar og frágangur þurfi að liggja fyrir þegar og ef til sölu á tjaldsvæðunum kemur. Jafnframt hefur verið unnið að frumhönnun nýrrar staðsetningar fyrir tjaldsvæði á Sauðárkróki og er deiliskipulagsgerð framundan. Að því loknu ætti málið að vera tækt til ákvarðanatöku.

    Áætlað er að framkvæmdir hefjist snemma á næsta ári við byggingu á nýju menningarhúsi á Sauðárkróki og fyrirséð er að núverandi staðsetning tjaldsvæðisins verði ekki fýsileg fyrir komandi sumar.

    Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar í samráði við starfsmenn veitu- og framkvæmdasviðs að kanna fýsileika og kostnaðarmat þess að færa tjaldsvæðið tímabundið upp á Nafir.


    Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum.