Byggðarráð Skagafjarðar - 173
Málsnúmer 2511037F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 44. fundur - 10.12.2025
Fundargerð 17. fundar byggðarráðs frá 3. desember 2025 var lögð fram til afgreiðslu á 44. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 173 Til fundarins komu Brynja Ólafsdóttir, Steinn Leó Rögnvaldsson og Bjarni Egilsson sem fulltrúar íbúa í fyrrum Skefilsstaðahreppi til að fylgja eftir erindi sem tekið var fyrir á 172. fundi byggðarráðs Skagafjarðar.
Byggðarráð þakkar gestunum fyrir góðan fund. Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 173 Hrefna Gerður Björnsdóttir, mannauðsstjóri Skagafjarðar, sat fundinn undir þessum lið. Hrefna Gerður kynnti niðurstöður HR monitor mannauðsmælinga sem sendar eru með reglulegu millibili til allra starfsmanna sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 173 Lögð fram drög að þjónustusamningi milli Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar og sveitarfélagsins Skagafjarðar með gildistíma til loka árs 2028.
Byggðarráð samþykkir þjónustusamninginn samhljóða og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Samningur við Björgunarsveitina Skagfirðingasveit 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 173 Lagt fram erindi, dags. 26. nóvember 2025, frá ADHD samtökunum þar sem þau óska eftir stuðningi að upphæð 100-500 þúsund til að auka fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD og fyrir fólk með ADHD.
Fram kemur m.a. í greinargerð með erindinu að samtökin hafa reglulega fengið styrki frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, Heilbrigðisráðuneytinu, ÖBÍ, Mennta- og barnamálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg. Auk þess hafa samtökin unnið með fjölda sveitarfélaga og/eða stofnanna sveitarfélaga með einstök námskeið eða fræðslu.
Einnig að samtökin standa fyrir reglulegum spjallfundum í hverjum mánuði, tvisvar í mánuði í Reykjavík og nokkrum sinnum á ári á Akureyri, Austurlandi, Suðurlandi, Vesturlandi, Suðurnesjum, Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. Þar eru tekin fyrir ákveðin málefni er varða ADHD. Spjallfundirnir eru ókeypis og standa öllum til boða.
Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni. Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum.