Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

164. fundur 01. október 2025 kl. 08:15 - 09:43 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Guðlaugur Skúlason formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjórni stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Framkvæmdir og viðhald 2025

Málsnúmer 2412118Vakta málsnúmer

Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum lið. Hjörvar lagði fram yfirlit yfir framkvæmdir og viðhald á vegum sveitarfélagsins og fór yfir hver staða er á einstaka verkefnum.

2.Samkomulag við tónlistarkennara

Málsnúmer 2410280Vakta málsnúmer

Fært í trúnaðarbók.

3.Almenningssamgöngur á Sauðárkróki - útboð

Málsnúmer 2509271Vakta málsnúmer

Á fundinum var farið yfir fyrirliggjandi drög að útboðsgögnum sem unnin eru af fyrirtækinu Consensa fyrir Skagafjörð. Meginbreyting frá fyrra útboði er stytting á fyrirhuguðu aksturstímabili, sem verður frá 15. nóvember til og með 28. febrúar ár hvert.

Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi útboðsgögn með breytingum. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fela sveitarstjóra að láta auglýsa útboðið.

4.Fyrirspurn vegna starfsauglýsingar

Málsnúmer 2509265Vakta málsnúmer

Fært í trúnaðarbók.

5.Gjaldskrá og samþykkt um gatnagerðargjöld, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis- og þjónustugjöld 2026

Málsnúmer 2508112Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 163. fundar byggðarráðs 24. september sl. en fylgigögn með því voru ekki rétt og því er málið tekið fyrir að nýju.
Lögð fram til afgreiðslu byggðarráðs gjaldskrá og samþykkt um gatnagerðargjöld, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis- og þjónustugjöld 2026. Um er að ræða að jafnaði hækkun um 2,7% hækkun liða frá gjaldskrá ársins 2025.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og samþykkt og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um stefnur og aðgerðaráætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðarmál

Málsnúmer 2509268Vakta málsnúmer

Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamál (stefnumörkun), 105. mál. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 9. október nk.
Frumvarp þetta, sem samið er í innviðaráðuneytinu, var áður lagt fram á 156. löggjafarþingi ( 271. mál) en náði þá ekki fram að ganga. Það er nú endurflutt með þeirri breytingu á 3. gr. að tekin er út heimild til að leggja fram eina innviðastefnu í stað sjálfstæðrar stefnu á hverju sviði fyrir sig. Er það í samræmi við tillögu í nefndaráliti meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á 156. löggjafarþingi.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framkomnu frumvarpi og að í því sé tekið tillit til athugasemda byggðarráðs við fyrra frumvarp frá 16. apríl sl. um að goldinn sé varhugur við að leggja af sérstaka stefnu í byggðamálum sem Alþingi hefur falið ríkisstjórninni að vinna að. Byggðaáætlun er enda mikilvægt tæki til að vinna að því að innviðir og þjónusta mæti þörfum samfélaga og leitast við að tryggja sjálfbærar byggðir um land allt. Byggðaáætlun byggist á heildstæðri stefnumörkun ráðherra og samhæfingu og samspili við aðrar áætlanir ríkisins. Verklag við gerð byggðaáætlunar hefur reynst vel og því full ástæða til að byggja áframhaldandi þróun á því góða verklagi í stað þess að Alþingi Íslendinga veiki eða leggi sérstaka stefnu í byggðamálum af.

7.Umsagnarbeiðni; Þingsályktunartillaga um borgarstefnu

Málsnúmer 2503221Vakta málsnúmer

Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040, 85. mál. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 10. október nk.

Byggðarráð Skagafjarðar styður tillögu til þingsályktunar um borgarstefnu en leggur áherslu á að þess verði samhliða gætt að ekki verið dregið úr nauðsynlegri uppbyggingu grunninnviða annars staðar á landinu, m.a. hvað varðar heilbrigðisþjónustu, mennta- og menningarmál, löggæslu og opinbera stjórnsýslu. Þá er nauðsynlegt að stórefla samgöngur til að stuðla að því að t.d. Akureyri geti sinnt svæðishlutverki til vesturs. Þar er brýnt að horfa til jarðganga um Tröllaskaga til að stytta og styrkja samgöngur á milli allra helstu þéttbýliskjarna á Norðurlandi.

Auk samgöngubóta sem þarf að ráðast í til að styrkja Akureyri í að sinna svæðishlutverki sínu til vesturs bendir Skagafjörður einnig á að í stefnunni er mikilvægi almenningssamgangna ítrekað sem er í ósamræmi við þær aðgerðir Vegagerðarinnar að fækka ferðum almenningssamgangna á milli landshlutanna úr tveimur ferðum á dag í eina ferð. Huga þarf að því að fjármagna og útfæra skilvirkar almenningssamgöngur til viðbótar við samgöngubætur.

Einnig er mikilvægt að rík áhersla verði lögð í borgarstefnu á hlutverk Reykjavíkurflugvallar og Landspítala Íslands í lífsbjargandi þjónustu við íbúa landsbyggðanna. Byggðarráð Skagafjarðar áréttar einnig nauðsyn stefnumótunar fyrir þau svæði utan borgarsvæðanna sem gegna mikilvægu hlutverki sem miðstöðvar þjónustu og verslunar fyrir stór og dreifbýl landsvæði. Ekkert er fjallað um þessi svæði í fyrirliggjandi þingsályktun.

Tekið er fram í stefnumótuninni að skilgreindu borgarsvæðin tvö eigi að njóta aukins framlags úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga, svokallað höfuðstaðarálag vegna þjónustu sem þau veiti umfram önnur sveitarfélög. Nú er Skagafjörður leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðra fyrir Norðvesturland auk þess að vera leiðandi í málefnum barnaverndar fyrir Mið-Norðurland. Gæta þarf að því að fleiri sveitarfélög en Akureyri og Reykjavík eru leiðandi sveitarfélög í umfangsmiklum og kostnaðarsömum málaflokkum.

8.Samráð;Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr 138 2011

Málsnúmer 2509223Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 180/2025, „Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011“. Umsagnarfrestur er til og með 13.10. 2025.
Málið kynnt.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að taka málið fyrir að nýju á næsta fundi byggðarráðs.

9.Sæmundargata 15 - Brim Guesthouse- Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2509259Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 24. september 2025, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Þórðar Grétars Árnasonar, kt. 220382-5839, um leyfi til að reka gististað í flokki II - G íbúðir, að Sæmundargötu 15, 550 Sauðárkróki, fasteignanúmer: F2132334, undir heitinu Brim Guesthouse. Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 09:43.