-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37
Starfsmaður nefndarinnar fer yfir þau mál sem eru á döfinni frá síðasta fundi.
Skýrslan er flutt munnlega og til kynningar.
Nefndin þakkar fyrir yfirferðina.
Bókun fundar
Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37
Lögð fram fyrirspurn frá Elínborgu Erlu Ásgeirsdóttur fulltrúa Byggðalista
Á 25. fundi Atvinnu- menningar- og kynningarnefndar þann 05. september 2024 var tekin fyrir tillaga þess efnis að mála regnbogastíg/stétt við skólabyggingar í Skagafirði og samtvinna það skólastarfi og fræðslu á réttindabaráttu hinsegin fólks. Nefndin tók jákvætt í erindið og samþykkt var að vísa því til fræðslunefndar til umfjöllunar og frekari útfærslu.
Hvernig er staða þessa máls í dag og hefur efniskostnaður við framkvæmdina verið fjármagnaður?
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmanni nefndarinnar að vinna áfram með málið með viðeigandi aðilum og stofnunum. Þá verður einnig áfram unnið að þessum verkefnum samhliða hinsegin hátíðinni, sem verður haldin 15. ágúst 2026.
Bókun fundar
Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37
Lögð fram drög að útfærslu á laugardagsopnun yfir haust- og vetrarmánuðina (janúar - maí og september - desember) fyrir Héraðsbókasafnið á Sauðárkróki.
Nefndin samþykkir samhljóða að hefja laugardagsopnun frá kl. 10:30 - 14:00, frá og með janúar 2026 og felur forstöðumanni að manna opnunina innan samþykktra fjárheimilda í samræmi við umræður á fundinum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37
Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2026 var samþykkt á 32. fundi Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Skagafjarðar.
Berglind Þorsteinsdóttir safnastjóri hefur óskað eftir að gerð verði breyting á gjaldskránni og að bætt verði við gjaldlið. Um er að ræða verð á sameiginlegum miða á byggðasafnið og sundlaugarnar fyrir árið 2026.
Tekið skal fram að félagsmála- og tómstundanefnd þarf einnig að taka til afgreiðslu framlagt erindi gagnvart sundlaugunum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndin samþykkir samhljóða fyrir sitt leiti umbeðna breytingu á gjaldskrá Byggðasafnsins og vísar erindinu til byggðarráðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37
Tekin til umfjöllunar gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir 2026.
Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 2,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37
Tekin til umfjöllunar gjaldskrá Héraðssskjalasafns Skagfirðinga fyrir 2026.
Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 2,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37
Tekin til umfjöllunar gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir 2026.
Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 2,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37
Lagt fram erindi frá Berglindi Björnsdóttur verkefnastjóra fyrir hönd SSNV dags. 14. ágúst 2025, þar sem óskað er eftir afstöðu nefndarinnar um að endurskoða menningarstefnu sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra. Um er að ræða stefnu frá árinu 2016.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndin óskar eftir því að fá nánari upplýsingar og felur starfsmanni nefndarinnar að vinna málið áfram í takt við umræður á fundinum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37
Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk nr. 5 - menningarmál lögð fram og tekin til umræðu.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37
Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk nr. 13 - atvinnu- og kynningarmál lögð fram og tekin til umræðu.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37
Samningur um rekstur á félagsheimilinu Bifröst rennur út 31. desember 2025. Núverandi rekstraraðilar munu ekki endurnýja samninginn.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar rekstraraðilum fyrir gott samstarf og þeirra framlag til samfélagsins undanfarin ár.
Umræður um áform varðandi félagsheimilið.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmanni að vinna málið áfram.
Bókun fundar
Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
"Með dugnaði, þrautseigju, elju og hugsjón hafa Sigurbjörn Björnsson og Bára Jónsdóttir rekstaraðilar Bifrastar séð til þess að skapa pláss og rými svo menning sviðslista hefur getað lifað, blómstrað og dafnað í samfélaginu í 20 ár, í seinni tíð ásamt dóttur sinni Helgu og tengdasyni Hafþóri Helga. Bíósýningar hafa að jafnaði verið þrisvar í viku á nýjustu myndunum og þar að auki tvær leiksýningar á ári frá Leikfélagi Sauðárkróks, leiksýningar allra bekkja Árskóla, leiksýning Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, tónleikahald ásamt ýmsum öðrum viðburðum og öllum þeim æfingum sem fylgja sviðslistum. Fáir dagar ársins líða án þess að Bifröst sé í virkri notkun og þeir dagar sem það gerist hafa gjarnan verið nýttir af ómetanlegu frumkvæði rekstraraðilanna til viðhalds og endurbóta á húsnæðinu, þrátt fyrir að fjármagn sé af skornum skammti frá sveitarfélaginu. Viljum við því skora á formann AMK og starfsmenn nefndarinnar ásamt sveitarstjórn að skapa vettvang þar sem við getum þakkað rekstraraðilum Bifrastar af heilum hug og af virðingu fyrir þeirra óeigingjörnu störf, óþrjótandi eldmóð og ómetanlegt framlag í þágu menningar í Skagafirði.
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháð"
Þá kvaddi Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun við lið 5.11.