Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 163

Málsnúmer 2509018F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 42. fundur - 15.10.2025

Fundargerð 163. fundar byggðarráðs frá 24. september 2025 lögð fram til afgreiðslu á 42. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 163 Marín Rós Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri hjá Unicef sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og kynnti fyrir byggðarráði hvað felst í verkefninu um barnvæn samfélög á vegum Unicef.

    Byggðarráð þakkar fyrir góða kynningu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 163 Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri Brunavarna Skagafjarðar sat fundinn undir þessum lið.

    HMS framkvæmdi úttekt á Brunavörnum Skagafjarðar þann 14. maí 2025. Markmiðið var að staðreyna hvort starfsemi slökkviliðsins væri í samræmi við lögbundnar kröfur, brunavarnaáætlun sveitarfélagsins og að leiðbeina sveitarstjórn um þau atriði sem þarfnast úrbóta.

    Í úttektarskýrslu eru eingöngu gerðar athugasemdir við 2 atriði af þeim 32 atriðum sem voru til skoðunar. Snúa báðar athugasemdir að því að húsakostur Brunavarna Skagafjarðar er undir þeim mörkum sem starfsemin þarfnast. Ráðast þarf í þarfagreiningarvinnu til að meta nauðsynlegar úrbætur á húsnæði Brunavarna Skagafjarðar ásamt aðkomu að svæðinu og skipulag þess.

    Byggðarráð þakkar slökkviliðsstjóra fyrir kynningu á niðurstöðum og fagnar jákvæðri niðurstöðu úttektar. Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa málinu til fjárhagsáætlunargerðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • .3 2508116 Beiðni um fund
    Byggðarráð Skagafjarðar - 163 Arnór Halldórsson, lögmaður sat fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

    Hópur leigutaka lóða á Nöfum ofan Sauðárkróks höfðu farið þess á leit að fá að bera undir byggðarráð hugmyndir að breyttu orðalagi lóðarleigusamninga vegna lóða á Nöfum. Byggðarráð varð við þeirri beiðni og óskaði eftir skriflegu erindi frá hópnum til að taka afstöðu til. Engar tillögur bárust byggðarráði, en Sunna Axelsdóttir sendi byggðarráði erindi og óskaði eftir frekari fresti til að vinna að tillögum að leggja fyrir byggðarráð. Byggðarráð hafnaði því að veita frekari fresti í málinu á 161. fundi sínum þann 10. september sl. Í framhaldi þess hefur Sunna Axelsdóttir, lögfræðingur hjá Ásey lögmannsstofu óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðun byggðarráðs á því að hafna því að veita frekari frest í málinu.

    Arnór gerði grein fyrir drögum að umbeðnum rökstuðningi.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að senda rökstuðning byggðarráðs fyrir ákvörðuninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 163 Lögð fram til afgreiðslu byggðarráðs gjaldskrá og samþykkt um gatnagerðargjöld, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis- og þjónustugjöld 2026. Um er að ræða að jafnaði hækkun um 2,7% hækkun liða frá gjaldskrá ársins 2025.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og samþykkt og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 163 Lögð fram skýrsla útgefin af Byggðastofnun 16. september sl., um þróun í fjölda ríkisstarfa á Íslandi. Skýrsla sem þessi hefur verið gefin út á tveggja ára fresti og sýna niðurstöður hennar stöðuna í lok árs 2024.
    Megin niðurstöður skýrslunnar sýna að ríkisstörfum heldur áfram að fjölga og nú um 538 eða 1,9% frá árinu 2023. Flest eru stöðugildi á vegum ríkisins staðsett á höfuðborgarsvæðinu eða 70%. Höfuðborgarsvæðið er jafnframt eini landshlutinn þar sem hlutfall stöðugilda er hærra en hlutfall íbúa, en 64% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Í öðrum landshlutum er hlutfall stöðugilda ríkisins minna eða sambærilegt og hlutfall landsmanna er í viðkomandi landshluta.
    Norðurland vestra og Suðurland eru einu landshlutarnir þar sem stöðugildum fækkar á milli áranna 2023 og 2024. Á Suðurlandi hefur hins vegar orðið verulega mikil og samfelld fjölgun ríkisstarfa um allmörg ár fyrir árið 2023 á meðan staðan á Norðurlandi vestra er mun daprari en þar fækkaði einnig stöðugildum á vegum ríkisins á milli áranna 2021 og 2022.
    Milli áranna 2023 og 2024 var mest fækkun ríkisstarfa í Húnaþingi vestra eða um níu stöðugildi sem samsvarar 11,3%. Þar fækkaði stöðugildum m.a. hjá Umhverfisstofnun, Íslandspósti og Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Í Húnabyggð fjölgaði stöðugildum um 7 en þar varð fjölgun m.a. hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Landsvirkjun. Í Sveitarfélaginu Skagaströnd fækkaði stöðugildum um fimm, mest vegna fækkunar hjá Vinnumálastofnun. Í Skagafirði fækkaði stöðugildum um tvö.
    Sé þróun ríkisstarfa á Norðurlandi vestra skoðuð síðustu 4 ár, frá 2020 til 2024, hefur ríkisstörfum einungis fjölgað um 23 stöðugili eða 4,4%, en á sama tímabili fjölgaði ríkisstörfum um rúmlega 3.500 á landinu öllu sem gerir 11-42% fjölgun í öllum öðrum landshlutum.
    Sé horft á skiptingu starfanna á milli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra út frá fjölda íbúa, má sjá að hún er nokkuð jöfn, þó tölurnar sýni að störfin séu hlutfallslega flest í Húnabyggð en fæst í Húnaþingi vestra.
    Byggðarráð Skagafjarðar harmar að störfum á vegum ríkisins á Norðurlandi vestra skuli fækka á milli síðustu tveggja ára og að þróunin í landshlutanum skuli vera sú að þeim fjölgi þegar á heildina er litið meira en helmingi hægar hér en í öðrum landshlutum. Á sama tíma er íbúafjölgunin einnig hægari en meðaltalsfjölgunin er á Íslandi. Þessi þróun er með öllu óásættanleg og henni verður að snúa við. Við bætist svo stórlega aukin gjaldtaka hins opinbera úr landshlutanum með hundruða milljóna króna viðbótar gjöldum á sjávarútveg. Byggðarráð Skagafjarðar skorar á innviðaráðherra og ríkisstjórn Íslands að bregðast við þessari þróun í samráði við sveitarstjórnir á Norðurlandi vestra, með aðgerðum sem hafi það að markmiði að efla hag landshlutans til jafns við aðra slíka hér á landi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 163 Lögð fram beiðni frá Knattspyrnudeild UMF Tindastóls um styrk til handa félaginu til að standa straum af sætaferðum á úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins en þar mætast Víkingur frá Ólafsvík og Tindastóll á Laugardalsvelli, föstudagskvöldið 26. september kl. 19:15.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að styrkja Knattspyrnudeild UMF Tindastóls um 450 þúsund krónur til að standa straum af kostnaði við sætaferðir á úrslitaleikinn. Styrkurinn verður greiddur af málaflokki 21890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 163 Lagt fram erindi frá Ólínu Björk Hjartardóttur fyrir hönd rekstraraðila við Aðalgötu á Sauðárkróki, dagsett 22. september sl. Í erindinu óskar hún eftir leyfi sveitarfélagsins til að loka Aðalgötunni fimmtudaginn 2. október frá 20:00 til 22:00 í tengslum við kvöldopnun verslunar-, veitinga- og þjónustuaðila við götuna.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita fyrir sitt leyti leyfi fyrir því að Aðalgatan á Sauðárkróki verði lokuð frá horni Skólastígs og Skagfirðingabrautar (við Ráðhús) alveg norður eftir Aðalgötunni að Gránu (Við Villa Nova) fimmtudaginn 2. október á milli 20:00 og 22:00.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 163 Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 158/2025, "Breytingar á uppgjörsreglum virðisaukaskatts o.fl. til skoðunar". Umsagnarfrestur er til og með 10.10. 2025.

    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar markmiðum athugunarinnar um hvort m.a. sé mögulegt að bæta lausafjárstýringu ríkissjóðs og draga þannig úr vaxtakostnaði hans, auk þess að rýna í gildandi regluverk hér á landi og skoða regluverk um sama efni á öðrum Norðurlöndum.

    Byggðarráð Skagafjarðar vill í þessu sambandi leggja til að athugunin verði útvíkkuð. Ríki og sveitarfélög mynda saman hið opinbera. Opinber fjármál snúast um rekstur sameiginlegra sjóða, hvernig fjármuna er aflað og í hvað þeim er varið. Eðlilegt er að jafnframt verði hugað að lausafjárstýringu sveitarfélaganna og vaxtakostnaði með því að afnema virðisaukaskatt af innviðaframkvæmdum sveitarfélaga. Afar óeðlilegt er að íslenska ríkið fái 15 milljarða króna tekjur af virðisaukaskatti vegna 78 milljarða króna framkvæmda sveitarfélaga, líkt og á árinu 2023, vegna mikilvægra og lögbundinna innviðauppbyggingarverkefna sveitarfélaga, s.s. vegna skólabygginga, byggingar húsnæðis fyrir fatlað fólk, íþróttamannvirkja o.s.frv. Slíkt fyrirkomulag þekkist ekki á hinum Norðurlöndunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 163 Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 170/2025, "Aðgengi að vefsetrum og smáforritum opinberra aðila".

    Umsagnarfrestur er til og með 28.09.2025.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 163 Umsagnarfrestur í máli nr. 176/2025, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar starfsemi Skipulagsstofnunar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar", hefur verið framlengdur og rennur út 06.10.2025.

    Byggðarráð Skagafjarðar lítur það jákvæðum augum að starfsemi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Skipulagsstofnunar verði sameinuð undir hatti einnar stofnunar en við það verður allur ferillinn, frá skipulagi til fullbúins mannvirkis, á höndum einnar stofnunar gagnvart sveitarfélögum, fasteignaeigendum og öðrum hagsmunaaðilum. Samhliða breytingunum þarf að tryggja hraða og öfluga stafræna þróun.

    Byggðarráð bendir stjórnvöldum einnig á að við sameiningu stofnana skapast tækifæri til að fjölga störfum á vegum ríkisins á landsbyggðinni en sem kunnugt er hallar verulega á landsbyggðina í þeim efnum á meðan höfuðborgarsvæðið er eini landshlutinn þar sem hlutfall stöðugilda ríkisins er hærra en hlutfall íbúa. Með eflingu opinberrar starfsemi á landsbyggðinni er unnið í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar við að treysta stoðir hinna dreifðu byggða og jafnt aðgengi að opinberri þjónustu, óháð búsetu.

    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 163 Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 15. september 2025. Í bréfinu er boðað til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem verður haldinn miðvikudaginn 1. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Fundurinn verður í salnum H-l sem er staðsettur á 2.hæð hótelsins og hefst kl. 16:00. Sveitarstjóri verður fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 163 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. september 2025. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum boðar til ársfundar samtakanna miðvikudaginn 1. október í sal á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica kl. 11:30-13:00.

    Ársfundur samtakanna skal halda í tengslum við fjármálaráðstefnu sveitarfélaga og eiga allir fulltrúar aðildarsveitarfélaga sem sitja ráðstefnuna seturétt á ársfundi. Komi til atkvæðagreiðslu hefur hvert sveitarfélag eitt atkvæði.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að fara með atkvæðarétt Skagafjarðar á ársfundi samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.