Skipulagsnefnd - 83
Málsnúmer 2509015F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 42. fundur - 15.10.2025
Fundargerð 83. fundar skipulagsnefndar frá 18. september 2025 lögð fram til afgreiðslu á 42. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulagsnefnd - 83 Reimar Marteinsson fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga óskar eftir að fá úthlutaðri lóð við Borgarflöt 33 samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd í verki nr. 30370001 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Fyrirhugað er að koma upp á lóðinni sjálfvirkri bílaþvottastöð sem nýtast fyrirtækinu og almenningi. Fyrirhuguð bílaþvottastöð er 96 m2 bygging með að- og frákeyrslu. Í skoðun er að samnýta plan Olís fyrir inn- og útkeyrslu af lóð.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að hafna umsókninni um lóð sem hefur ekki verið stofnuð né auglýst laus til úthlutunar en bendir jafnframt á að lausar iðnaðar- og athafnarlóðir eru inni á kortasjá sveitarfélagsins á Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar skipulagnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 83 Vegagerðin óska eftir framkvæmdaleyfi til sveitarfélagsins Skagafjarðar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. reglugerð nr.772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Framkvæmdin sem sótt er um leyfi fyrir felur í sér byggingu sjóvarnar á Hofsósi á grundvelli samgönguáætlunar, og var hún sett á áætlun á grundvelli erindis frá sveitarfélaginu Skagafirði. Um er að ræða um 150 m nýja sjóvörn neðan við Suðurbraut en Vegagerðin hefur unnið að útfærslu sjóvarnargarðsins í samráði við sveitarfélagið.
Meðfylgjandi eru teikningar B-10389-95, sjá fylgiskjal 1. Aðkoma að verkstað verður um verndarsvæði í byggð. Ekið verður með efni í gegnum hafnarsvæðið, skarð gert í brimvörn, ræsi sett í Hofsá á meðan á framkvæmdum stendur og malarefni þar yfir. Í verklok verður ræsi fjarlægt og brimvarnargarði endurraðað. Þegar komið er niður á eyrina verður slétt út akstursleið utarlega á eyrinni og bætt við möl ef þörf er á. Eyrin er mynduð af framburði úr Hofsá og hefur vaxið fram um tugi metra frá því innri hafnargarðurinn var byggður um 1970. Þá tekur eyrin sífeldum breytingum og er mótuð af ágangi sjávar, einkum að vetri til þar sem öldur eru þyngri. Því verða engin langtímaáhrif af slóðagerð á eyrinni og líklegt er að öll ummerki verði farin að liðnum einum vetri frá verklokum.
Þegar komið er út fyrir verndarsvæði í byggð tekur við um 100 m kafli þar sem fyrir er stuðlað grjót. Til þess að hlífa svæðinu er lagt er til að á þeim kafla verði lagður malarslóði ofan á stuðlaða grjótið til að koma efni að verkstað. Í verklok verður möl fjarlægð að hluta ofan af grjótinu en það sem eftir er mun hreinsast með ágangi sjávar.
Gert er ráð fyrir að notast verði við fjögurra öxla vörubíla eða trailera til að
aka efni í verkið og áætlaður fjöldi ferða er um 250.
Grjót og sprengdur kjarni úr Arnarbergsnámu við Vindheima, áætlað magn er um 2.000 m3. Möl úr Grafargerði í fyllingu, áætlað magn er um 550 m3.
Fornleifaskráning hefur farið fram á svæðinu og hefur Vegagerðin haft samráð við minjavörð Norðurlands vestra. Aðkoma liggur ekki yfir þekktar fornminjar eða nærri þeim.
Gert er ráð fyrir að skipulagsnefnd sveitarfélagsins muni framkvæma grenndarkynningu í samræmi við ákvæði 8. gr. reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmaleyfi, sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mat á umhverfisáhrifum:
Aðkoma að sjóvörninni er um verndarsvæði í byggð en framkvæmdin sjálf er utan þess svæðis. Framkvæmdin er því ekki tilkynningarskyld á grundvelli laga nr. 111/2021, um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Áætlað er að framkvæmdir hefjist haustið 2025 og verði lokið 15. júní 2026.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfisumsókn Vegagerðarinnar dags. 09.09.2025 verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að skilmálum væntanlegs framkvæmdaleyfis svo það verði tilbúið til útgáfu í kjölfar ákvörðunar um veitingu þess verði afgreiðslan jákvæð. Nefndin leggur áherslu á að framkvæmdin og fyrirhugaðir efnisflutningar að henni verði samræmi við stöðu verndarsvæðis í byggð á svæðinu. Aðkoma hafnarstjórnar að verkefninu skal einnig tryggð. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Sjóvörn Hofsósi - Ósk um framkvæmdaleyfi, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 83 Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi til sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna efnistöku úr áreyrum Grjótár á Öxnadalsheiði skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Áætlað er að taka um 3000 m3 af möl úr áreyrum Grjótár sem nota á í öryggisaðgerðir. Efnið verður notað til að lagfæra fláa á Hringvegi um Öxnadalsheiði. Áætlað er að keyra efni í fláa núna í haust. Efni hefur áður verið tekið á þessu svæði og er náman á aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022. Efni verður tekið úr botni þess svæðis sem áður hefur verið unnið úr. Að efnistöku lokinni verður svæðið jafnað og aðlagað landslagi.
Þar sem efni verður tekið úr botni þess svæðis sem áður hefur verið nýtt eru áhrif á umhverfi hverfandi. Efnistökusvæði er um 100 m frá Króká og 200 m frá Grjótá og þarf því ekki að leita leyfis Fiskistofu skv. lögum lax- og silungaveiði nr. 61/2006.
Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir áætlað efnistökusvæði.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Grjótá á Öxnadalsheiði - Umsókn um framkvæmdaleyfi, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 83 Málið áður á dagskrá 80. fundar skipulagsnefndar þann 21.08.2025, þá m.a. bókað:
"Grenndarkynningin fór fram dagana 25.06.2025- 27.07.2025 og bárust tvær umsagnir á umsagnartímanum (https://skipulagsgatt.is/issues/2025/875 ). Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari gögnum frá umsækjendum varðandi möguleg áhrif framkvæmdarinnar."
Edda Lúðvíksdóttir og Þórður Hansen hafa sent inn m.a. umsögn fasteignasala vegna áhrifa umbeðinna framkvæmda þar sem fram kemur að ekki sé talið að framkvæmdin myndi valda fjártjóni á nærliggjandi húsum. Skuggavarp framkvæmdarinnar umbeðinnar framkvæmdar kemur fram í gögnum frá Stoð ehf. verkfræðistofu, þá telja umsækjendur fordæmi fyrir álíka breytingum við Skagfirðingabraut og að framkvæmdin myndi ekki hafa áhrif á innsýn til suðurs þar sem einungis er gönguhurð til norðurs.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að útbúa bréf og bjóða til fundar með lóðarhöfum Skagfirðingabrautar 47 til að fara yfir umsókn umsækjenda. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar skipulagnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 83 Málið áður á dagskrá á 81. fundi skipulagsnefndar þann 04.09.2025, þá m.a. bókað:
"Uppfærð tímalína verkáætlunar barst þann 03.09.2025. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir að fá fulltrúa umsækjanda á fund nefndarinnar til að fara yfir framtíðarsýn svæðisins."
Reimar Marteinsson og Ingólfur Jóhannsson mættu á fund skipulagsnefndar fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga til að fara yfir framtíðarsýn umsækjenda á umbeðnum þróunarreit við Borgarflöt 23, 25, 27 og 29 á Sauðárkróki.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita vilyrði, skv. 8. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins, fyrir umbeðið svæði til eins árs og skal umsækjandi innan þess tíma láta vinna deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38. gr. l. 123/2010 fyrir svæðið á eigin kostnað að höfðu samráði við sveitarstjórn/skipulagsnefnd. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Borgarflöt nr. 23, 25, 27 og 29 - Beiðni um þróunarreit, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 83 Málið áður á dagskrá á 81. fundi skipulagsnefndar þann 04.09.2025 þar sem m.a. var bókað:
"Skipulagsnefnd vill árétta að umrætt svæði sé innan verndarsvæðis í byggð. Þá óskar nefndin eftir að fá fulltrúa umsækjanda á fund nefndarinnar til að fara yfir framtíðarsýn svæðisins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulag á eigin kostnað skv. 38 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir umbeðið svæði."
Reimar Marteinsson og Ingólfur Jóhannsson mættu á fund skipulagsnefndar fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga og fóru yfir framtíðarsýn umsækjenda á umbeðnu skipulagssvæði við Aðalgötu á Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar skipulagnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 83 Málið áður á dagskrá á 153. fundi Byggðaráðs Skagafjarðar, þá bókað:
„Vísað frá 78. fundi skipulagsnefndar, 26. júní 2025, þannig bókað: "Skipulagsfulltrúi leggur fram undirritaða samantekt sína um málið dags. 25.06. 2025 og drög að umsögn byggðarráðs skv. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010 en ráðið fer með heimildir sveitarstjórnar í sumarleyfi hennar, skv. 5. mgr. 35. gr. l. 138/2011. Bæði skjölin hafa tekið talsverðum breytingum frá því drög að þeim voru til umfjöllunar í nefndinni hinn 18.06. 2025. Skipulagsnefndin tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í samantektinni og samþykkir samhljóða að leggja til við byggðarráð að ráðið samþykki að umsögnin verði send Félags- og húsnæðismálaráðuneyti, sbr. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010." Fyrirliggjandi er samantekt skipulagsfulltrúa um málið þar sem fram koma röksemdir fyrir því að undanþága skuli veitt frá 50 metra fjarlægðarreglu d-liðar 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar. Jafnframt eru fyrirliggjandi drög að bréfi byggðarráðs til Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins. Var um málið og þessi skjöl síðast fjallað í skipulagsnefnd 26.06. 2025. Byggðarráð sem fer með heimildir sveitarstjórnar í sumarleyfi hennar, skv. 5. mgr. 35. gr. l. 138/2011 tekur samhljóða undir þau rök og sjónarmið sem fram koma í samantekt skipulagsfulltrúa og gerir að sínum, sem og þá umsögn sem kemur fram í drögum að bréfi til ráðuneytisins og felur sveitarstjóra að senda bréfið til ráðuneytisins, ásamt samantektinni, sem umsögn byggðarráðs, skv. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010. Byggðarráð samþykkir samhljóða að árétta mikilvægi þess að ströng túlkun á á fjarlægðarreglu d-liðar 5.3.2.5. gr. skipulageglugerðar skuli ekki leiða til þess að eigendur íbúðarhúsnæðis sem þegar er til staðar innan þeirra marka sem þar er kveðið á um fái ekki að byggja við það húsnæði sitt."
Skipulagsfulltrúi leggur fram bréf Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins til sveitarfélagsins dags. 16.09. 2025, en skv. því hefur ráðuneytið, á grundvelli 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga, veitt undanþágu frá fjarlægðarreglu d-liðar 5.2.3.5. gr. skipulagsreglugerðar fyrir byggingarreit viðbyggingar við íbúðarhúsið að Hólagerði í 33 metra fjarlægð frá Merkigarðsvegi. Með vísan til þessa bréfs, og til þess að fyrirhuguð framkvæmd er að mati nefndarinnar í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar, samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að hún ákveði að veita megi byggingarleyfi, á grundvelli fyrirliggjandi byggingarleyfisumsóknar og annarra innsendra gagna, til að byggja við íbúðarhúsið að Hólagerði án deiliskipulagsgerðar. Það skilyrði verði sett í byggingarleyfið að byggingarreitur viðbyggingarinnar verði ekki nær umræddum vegi en núverandi hús og að gætt verði þess skilyrðis Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins, fyrir undanþágunni, að byggingarreiturinn verði í a.m.k. 33 m fjarlægð frá honum. Skipulagsnefnd telur rétt að falla frá grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar þar sem hún varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda, sbr. niðurlagsákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hólagerði L146233 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 83 Tölvupóstur dags. 17.09.2025 barst frá Stoð ehf. verkfræðistofu þar sem fram kemur að fallið hafi verið frá beiðni um landskipti og umsókn um byggingarreit í landi jarðarinnar Ketu, landnr. 146392, í Hegranesi.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar skipulagnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 83 Lagt fram bréf frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) dags. 10. september 2025 þar sem fram kemur að NTÍ beinir sjónum sínum að vaxandi tjónum á nýlegum mannvirkjum á þekktum flóðasvæðum og talsverðrar umræðu um enn frekari framkvæmdir á slíkum svæðum. Með bréfinu er áréttuð lagaleg staða og ábyrgð sveitarfélaga í skipulagsmálum og réttur almennings til skýrra upplýsinga um takmarkanir á vátryggingarvernd og bótarétti skv. 16. gr. laga nr. 55/1992 þegar byggt er á svæðum með fyrir fram þekkta náttúruvá, einkum vegna vatns- og sjávarflóða.
Einnig vill NTÍ benda á lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 þar sem segir m.a. í gr. 1.1.1. Markmið.
a. Að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja faglegan
undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með því að kröfum um öryggi
mannvirkja og heilnæmi sé fullnægt.
b. Að stuðla að endingu og hagkvæmni mannvirkja, m.a. með því að tryggja að þau séu hönnuð þannig og byggð að þau henti íslenskum aðstæðum.
Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur það hlutverk að bæta beint tjón sem verður af völdum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Um er að ræða skyldutryggingu á öllum húseignum á Íslandi og lausafé sem er brunatryggt hjá vátryggingafélögum með starfsleyfi á Íslandi. Einnig er skylt að vátryggja hitaveitur, vatnsveitur og skolpveitur í eigu sveitarfélaga eða ríkissjóðs, hafnarmannvirki, raforkuvirki og síma- og fjarskiptamannvirki í eigu hins opinbera, brýr sem eru lengri en 50 m og skíðalyftur.
Markmiðið með lögum um NTÍ sem hóf starfsemi sína árið 1975, fyrst sem Viðlagatrygging Íslands og frá árinu 2018 sem Náttúruhamfaratrygging Íslands, er að bæta eignatjón þeirra sem verða fyrir eignatjóni af völdum náttúruhamfara.
Engu að síður eru ákvæði í 16. grein laganna, sem verndar sjóðinn og gætir hagsmuna heildarinnar gagnvart því að bótasjóðnum sé almennt ekki ráðstafað til að greiða bætur þar sem „hús eða annað mannvirki, sem skemmist, er reist á stað sem almennt var vitað fyrir fram að var hættulegur með tilliti til náttúruhamfara, t.d. ef mannvirki á sama stað hefur oftar en einu sinni orðið fyrir sams konar tjóni.“ Einnig kemur til álita að lækka eða synja alveg bótakröfu ef „gerð eða viðhald húss eða annars vátryggðs hlutar er óforsvaranlegt eða andstætt fyrirmælum í settum rétti og ljóst er að tjón hefur hlotist af eða orðið víðtækara af þeim sökum.“ Það sama á við um lausafé sem geymt er í slíkum mannvirkjum.
NTÍ undirstrikar að skipulag byggðar og leyfisveitingar á þekktum hættusvæðum eru á ábyrgð viðkomandi skipulagsyfirvalda og þeirra aðila sem velja að byggja og reka mannvirki á slíkum stöðum. Kaupendur húseigna geta ekki gengið út frá því sem vísu að tjónabætur verði greiddar þegar þeir kaupa eignir sem byggðar eru á svæðum þar sem hættan er fyrir fram þekkt eða endurtekin. Ábyrgð skipulagsyfirvalda er því mikil og hefur stjórn NTÍ falið undirritaðri að vekja sérstaka athygli sveitarfélaga á henni.
Með vísan til framangreinds ættu sveitarfélög að:
1. tryggja að áhættumat náttúruvár (sérstaklega vegna vatns- og sjávarflóða) sé uppfært og tekið með beinum hætti inn í aðalskipulag, deiliskipulag og skilmála
byggingarleyfa;
2. haga skipulagi þannig að forvarnir og varnir (t.d. gólfkóti, flóðvarnarlausnir,
fráveitukerfi, varúðarmörk) séu markvisst skilgreindar og fjármagnaðar áður en
framkvæmdir hefjast;
3. upplýsa byggingarleyfishafa og kaupendur eigna skýrt um þekkta áhættu og
mögulegar afleiðingar, þ.m.t. takmarkanir á bótarétti samkvæmt 16. gr.; og
4. leita eftir samráði við sérhæfð stjórnvöld í tengslum við skipulagsákvarðanir (s.s.
HMS, Skipulagsstofnun, Vegagerðina og Veðurstofu Íslands) eftir því sem við á.
NTÍ er skylt á hverjum tíma að kanna gaumgæfilega hvort rétt sé að beita 16. gr. laga nr. 55/1992 þegar skilyrði ákvæðisins eru uppfyllt. Ákvæði sem þetta hefur verið í lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands frá upphafi, þ.e. síðan lög nr. 52/1975 tóku gildi. Þess eru þó vart dæmi að því hafi verið beitt. Samt sem áður hefur þótt nauðsynlegt að halda þessu heimildarákvæði í lögum til þess að unnt sé að sporna við óeðlilegum kröfum um bætur fyrir hús eða önnur mannvirki sem reist eru á hættulegum stöðum. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar skipulagnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 83 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 70 þann 04.09.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar skipulagnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.