Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
Í ljósi vinnu við deiliskipulag fyrir tjaldsvæðið við Sauðárgil, sem auglýst var skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er óskað eftir upplýsingum um heildarkostnað sveitarfélagsins við undirbúning þessa verkefnis.
Nánar tiltekið er óskað eftir kosnaðaryfirliti yfir m.a. eftirfarandi liði:
1. Kostnað vegna ráðgjafar og hönnunar, þar á meðal greiðslur til Teiknistofu Norðurlands fyrir gerð skipulagsuppdrátta og greinargerða.
2. Kostnað við umhverfis- og umferðaröryggisgreiningar og greiningar hljóðvistar, þar á meðal vinnu verkfræðistofunnar Eflu.
3. Kostnað við aðra sérfræðiráðgjöf, svo sem frá Náttúrustofu Norðurlands eystra og Minjastofnun Íslands eða hver önnur sérfræðiráðgjöf sem nýtt var í undirbúningi.
4. Kostnað við kynningarefni og -viðburði, þar á meðal gerð kynningarmyndbands og auglýsingar.
5. Aðra kostnaðarliði sem tengjast undirbúningi og framkvæmd deiliskipulagsins.
Skipulagsfulltrúi upplýsir um þann kostnað sem búið er að leggja út vegna verkefnisins, aðkeypt vinna sem er 3.624.376- án vsk sem nýtist að hluta til áfram í vinnu deiliskipulags á svæðinu og einnig í hönnun framtíðar tjaldsvæðis á Sauðárkróki sem verður fundinn annar staður í kjölfar mótmæla íbúa á svæðinu.
Sigríður Magnúsdóttir, Framsóknarflokki, og Jón Daníel Jónsson, Sjálfstæðisflokki, óska bókað:
Fulltrúar meirihluta vilja árétta að deiliskipulagsvinna sem ákveðið er að hefja á grundvelli stefnumótunar á framkvæmd sem samþykkt hafði verið í Aðalskipulagi, er lýðræðislegt samtal og samráð við íbúa. Hluti af því er að leita eftir skoðunum og viðhorfum ólíkra hagsmunaaðila, hlusta og rökræða og taka mið af skoðanaskiptum í vinnu við skipulagið. Til að geta tekið það samtal með sem bestum og skýrustum hætti verður oft ekki hjá því komist að leggja í kostnað við ýmsar rannsóknir eða úttektir á áhrifum viðkomandi breytinga á samfélag og umhverfi. Það á einmitt við í þessu tilfelli um gerð deiliskipulags af svæðinu fyrir ofan Sauðá, vegna nánari útfærslu á tjaldsvæði sem áður var búið að samþykkja að flytja þangað í Aðalskipulagi Skagafjarðar.
Það að fara í vandað samtal og samráð við íbúa, byggt á góðum gögnum og greiningum, kostar peninga. Þegar farið er af stað í slíka vinnu er endanleg niðurstaða hennar ekki fyrirsjáanleg. Bæði getur útfærslan tekið gildi með áorðnum breytingum sem verða í samráðsferlinu en einnig getur niðurstaðan orðið eins og gerðist í þessu tilfelli að hætt var við fyrirhugaðar breytingar. Þrátt fyrir það nýtist stór hluti þeirra greininga sem ráðist var í til annarrar skipulagsvinnu á svæðinu.
Um það að fara í þessa umræddu deiliskipulagsvinnu voru allir sammála þegar farið var af stað, ásamt því að Aðalskipulags tillagan sem hún byggðist á var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í sveitarstjórn.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra þakkar svörin og óskar bókað:
VG og óháð leggja áherslu á mikilvægi þess að upplýsingar um opinber útgjöld sveitarfélagsins séu aðgengilegar og skýrar. Fögnum við því að samtal við íbúa er til staðar og farið eftir lýðræðislegum ferlum með þeim hætti að hætt er við framkvæmdir sé andstaða íbúa skýr eins og í þessu tilfelli.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
Í ljósi vinnu við deiliskipulag fyrir tjaldsvæðið við Sauðárgil, sem auglýst var skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er óskað eftir upplýsingum um heildarkostnað sveitarfélagsins við undirbúning þessa verkefnis.
Nánar tiltekið er óskað eftir kosnaðaryfirliti yfir m.a. eftirfarandi liði:
1. Kostnað vegna ráðgjafar og hönnunar, þar á meðal greiðslur til Teiknistofu Norðurlands fyrir gerð skipulagsuppdrátta og greinargerða.
2. Kostnað við umhverfis- og umferðaröryggisgreiningar og greiningar hljóðvistar, þar á meðal vinnu verkfræðistofunnar Eflu.
3. Kostnað við aðra sérfræðiráðgjöf, svo sem frá Náttúrustofu Norðurlands eystra og Minjastofnun Íslands eða hver önnur sérfræðiráðgjöf sem nýtt var í undirbúningi.
4. Kostnað við kynningarefni og -viðburði, þar á meðal gerð kynningarmyndbands og auglýsingar.
5. Aðra kostnaðarliði sem tengjast undirbúningi og framkvæmd deiliskipulagsins.
Skipulagsfulltrúi upplýsir um þann kostnað sem búið er að leggja út vegna verkefnisins, aðkeypt vinna sem er 3.624.376- án vsk sem nýtist að hluta til áfram í vinnu deiliskipulags á svæðinu og einnig í hönnun framtíðar tjaldsvæðis á Sauðárkróki sem verður fundinn annar staður í kjölfar mótmæla íbúa á svæðinu.
Sigríður Magnúsdóttir, Framsóknarflokki, og Jón Daníel Jónsson, Sjálfstæðisflokki, óska bókað:
Fulltrúar meirihluta vilja árétta að deiliskipulagsvinna sem ákveðið er að hefja á grundvelli stefnumótunar á framkvæmd sem samþykkt hafði verið í Aðalskipulagi, er lýðræðislegt samtal og samráð við íbúa. Hluti af því er að leita eftir skoðunum og viðhorfum ólíkra hagsmunaaðila, hlusta og rökræða og taka mið af skoðanaskiptum í vinnu við skipulagið. Til að geta tekið það samtal með sem bestum og skýrustum hætti verður oft ekki hjá því komist að leggja í kostnað við ýmsar rannsóknir eða úttektir á áhrifum viðkomandi breytinga á samfélag og umhverfi. Það á einmitt við í þessu tilfelli um gerð deiliskipulags af svæðinu fyrir ofan Sauðá, vegna nánari útfærslu á tjaldsvæði sem áður var búið að samþykkja að flytja þangað í Aðalskipulagi Skagafjarðar.
Það að fara í vandað samtal og samráð við íbúa, byggt á góðum gögnum og greiningum, kostar peninga. Þegar farið er af stað í slíka vinnu er endanleg niðurstaða hennar ekki fyrirsjáanleg. Bæði getur útfærslan tekið gildi með áorðnum breytingum sem verða í samráðsferlinu en einnig getur niðurstaðan orðið eins og gerðist í þessu tilfelli að hætt var við fyrirhugaðar breytingar. Þrátt fyrir það nýtist stór hluti þeirra greininga sem ráðist var í til annarrar skipulagsvinnu á svæðinu.
Um það að fara í þessa umræddu deiliskipulagsvinnu voru allir sammála þegar farið var af stað, ásamt því að Aðalskipulags tillagan sem hún byggðist á var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í sveitarstjórn.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra þakkar svörin og óskar bókað:
VG og óháð leggja áherslu á mikilvægi þess að upplýsingar um opinber útgjöld sveitarfélagsins séu aðgengilegar og skýrar. Fögnum við því að samtal við íbúa er til staðar og farið eftir lýðræðislegum ferlum með þeim hætti að hætt er við framkvæmdir sé andstaða íbúa skýr eins og í þessu tilfelli.