Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd

34. fundur 05. júní 2025 kl. 14:00 - 17:19 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Hrefna Jóhannesdóttir varaform.
  • Elínborg Erla Ásgeirsdóttir aðalm.
  • Tinna Kristín Stefánsdóttir áheyrnarftr.
  • Ragnar Helgason formaður
Starfsmenn
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Maria Neves verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Maria Neves Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Listaverk á Norðurstrandarleið

Málsnúmer 2401143Vakta málsnúmer

Skjöldur á verkið, sem staðsett er við Eyrarveg á Sauðárkróki, er tilbúinn en fyrir liggur tillaga frá umsjónarmanni eignasjóðs að endurskoða staðsetningu í ljósi þess að verkið verður upplýst á nýjum stalli. Áður ákveðin staðsetning býður ekki upp á tengingu við rafmagn.

Umsjónarmaður leggur til að verkið verði staðsett við smábátahöfnina á Sauðárkróki.

Nefndin samþykkir samhljóða framlagða tillögu frá umsjónarmanni eignasjóðs.

2.17. júní 2025

Málsnúmer 2502238Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri fer yfir drög að dagskrá fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní.

Nefndin þakkar verkefnastjóra fyrir yfirferð á dagskránni og hvetur íbúa Skagafjarðar til þess að taka þátt í hátíðarhöldum.

3.Styrkbeiðni vegna 17. júní hátíðarhalda í Héðinsminni

Málsnúmer 2506016Vakta málsnúmer

Hrefna Jóhannesdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Lagt fram erindi frá Döllu Þórðardóttur fyrir hönd Kvenfélags Akrahrepps dags. 28. maí 2025.

Óskað er eftir fjárstyrk vegna 17. júní hátíðarhalda í Héðinsminni.

Nefndin þakkar fyrir framlagt erindi.

Á 12. fundi nefndarinnar sem haldinn var 23. júní 2023 tók nefndin fyrir sama erindi og bókaði þá að sveitarfélagið kosti og hafi umsjón með einum sameiginlegum hátíðarhöldum þar sem íbúar Skagafjarðar koma saman til að gera sér glaðan dag og fagna þjóðhátíðardeginum.

Nefndin samþykkir samhljóða að hafna erindinu á þeim forsendum.


4.Matarkistan Skagafjörður

Málsnúmer 2109202Vakta málsnúmer

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Lagt fram erindi frá A. Herdísi Sigurðardóttur dags. 13. maí 2025.

Óskað er eftir umsögn nefndarinnar er varðar vörumerkið Matarkistan Skagafjörður, þ.e. hvernig og hverjir mega nota heitið og í hvaða tilgangi.

Fyrirspyrjandi er ferðaþjónustuaðili í Skagafirði með áherslu á matarupplifun og lýsir yfir áhuga á að nota heiti vörumerkisins í sínu kynningarstarfi.

Nefndin þakkar A. Herdísi fyrir fyrirspurnina.

Reglur um notkun vörumerkisins er að finna á heimasíðu verkefnisins.

Nefndin felur starfsmanni að setja sig í samband við stýrihóp verkefnisins og óska eftir fundi varðandi stöðu og tækifæri til þess að efla það enn frekar og upplýsa nefndina í kjölfarið.

5.Þjónustukönnun Héraðsbókasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 2502115Vakta málsnúmer

Kristín Sigurrós Einarsdóttir héraðsbókavörður kom inn á fundinn undir þessum lið.

Málið áður á dagskrá á 33. fundi, þann 23. apríl 2025, þar sem farið var yfir innkomnar tillögur sem bárust með þjónustukönnun bókasafnsins. Starfsmönnum nefndarinnar var falið að vinna áfram úr tillögunum og leggja þær fram á næsta fundi.

Framlagðar tillögur sem unnar voru af verkefnastjóra.

Nefndin vill vekja athygli á að nú þegar er búið að framkvæma og/eða hrinda af stað verkefnum sem nefnd voru í umræddri þjónustukönnun. Til að mynda er búið að uppfæra barnahornið, kaupa ný leikföng og auka afþreyingavalmöguleika fyrir börn. Bókasafnið hefur einnig aukið viðburðarhald, til að mynda er í boði vikulegur upplestur fyrir börn og aðra hverja viku er svokallað spilasíðdegi.

Nefndin samþykkir samhljóða að fela héraðsbókaverði að koma með tillögur að útfærslum á laugardagsopnun með núverandi stöðugildi fyrir næsta fund.

6.Sjálfsafgreiðslulausn fyrir bókasafnið

Málsnúmer 2505130Vakta málsnúmer

Umræður um sjálfsafgreiðslulausn fyrir bókasafnið.

Verkefnastjóri leggur fram tilboð fyrir sjálfsafgreiðsluvélar.

Markmiðið og tilgangur verkefnisins er fyrst og fremst að bæta þjónustu við notendur safnsins, en sjálfsafgreiðsluvélar gera notendum kleift að afgreiða útlán og skil á bókum.

Umrætt verkefni fellur að tækniframþróunarstefnu sveitarfélagsins sem felur í sér að auka stafrænar lausnir með notendamiðaðri þjónustuveitingu.

Nefndin samþykkir samhljóða að innleiða sjálfsafgreiðslulausn á bókasafninu á Sauðárkróki árið 2026 og óskar eftir við byggðarráð að fjármagni verði veitt til verkefnisins í fjárhagsáætlun ársins 2026.

7.Reglur um styrki, styrktarlínur og auglýsingar

Málsnúmer 2505237Vakta málsnúmer

Framlögð drög af reglum um styrki, styrktarlínur og auglýsingar.

Nefndin samþykkir samhljóða framlögð drög af reglum um styrki, styrktarlínur og auglýsingar með áorðnum breytingum og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs.

8.Viðurkenning til listamanns Skagafjarðar

Málsnúmer 2505076Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá Álfhildi Leifsdóttur fulltrúa VG og óháðra í byggðarráði svohljóðandi:

"Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir að komið verði á árlegri viðurkenningu til handa listamanni í Skagafirði sem hefur skarað fram úr í listsköpun sinni eða stuðlað að menningarstarfi í héraðinu.

Leitað verði eftir tilnefningum frá almenningi, félagasamtökum og stofnunum innan sveitarfélagsins, og Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd velji viðkomandi listamann hverju sinni úr innsendum tillögum. Viðurkenningin verði veitt við hátíðlega athöfn á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, ár hvert.

Með þessu er stuðlað að því að lyfta fram og heiðra listsköpun í héraðinu, styðja við menningarstarf og vekja athygli á fjölbreytileika og gæðum þeirrar lista sem eiga sér stað í Skagafirði.

Byggðarráð tekjur jákvætt í tillöguna og samþykkir samhljóða að vísa henni til umsagnar og frekari útfærslu í atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd, m.a. hvað varðar skilgreiningu viðurkenningar til listamanna annars vegar og samfélagsverðlauna hins vegar og við hvaða tilefni viðurkenningin er afhent."

Nefndin tekur samhljóða undir bókun byggðarráðs þess efnis að mikilvægt sé að skilgreina þessa viðurkenningu og aðgreina hana skýrt frá samfélagsverðlaununum sem veitt eru árlega í tengslum við Sæluviku. Nefndin samþykkir samhljóða að fela verkefnastjóra að leggja fram nánari tillögur og útfærslur á þessum tveimur viðurkenningum fyrir næsta fund.



9.Atvinnulífssýning 2026

Málsnúmer 2505012Vakta málsnúmer

Umræður um framkvæmd og skipulag á atvinnulífssýningu sem fyrirhugað er að halda í Skagafirði 2026.

Nefndin ákveður samhljóða að atvinnulífssýningin skuli haldin í september árið 2026. Umræðunni er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár og felur verkefnastjóra að hefja skipulagningu á viðburðinum.

Fyrirkomulag sýningarinnar hefur ekki verið í föstum skorðum undanfarin ár og því samþykkir nefndin samhljóða að framvegis verði sýningin haldin á þriggja ára fresti.

10.Þjónustuskilti við byggðarkjarna

Málsnúmer 2505239Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Nýprent, dags 20. maí 2025, varðandi styrktarlínur á þjónustuskiltum við byggðarkjarna sveitarfélagsins.

Nefndin samþykkir samhljóða að vísa erindinu til byggðarráðs til afgreiðslu.

11.Skagafjörður - Rammaáætlun 2026

Málsnúmer 2505014Vakta málsnúmer

Umræður um rammaáætlun fyrir árið 2026.

Nefndin samþykkir samhljóða að halda umræðu áfram á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 17:19.