Fara í efni

Styrkbeiðni vegna 17. júní hátíðarhalda í Héðinsminni

Málsnúmer 2506016

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 34. fundur - 05.06.2025

Hrefna Jóhannesdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Lagt fram erindi frá Döllu Þórðardóttur fyrir hönd Kvenfélags Akrahrepps dags. 28. maí 2025.

Óskað er eftir fjárstyrk vegna 17. júní hátíðarhalda í Héðinsminni.

Nefndin þakkar fyrir framlagt erindi.

Á 12. fundi nefndarinnar sem haldinn var 23. júní 2023 tók nefndin fyrir sama erindi og bókaði þá að sveitarfélagið kosti og hafi umsjón með einum sameiginlegum hátíðarhöldum þar sem íbúar Skagafjarðar koma saman til að gera sér glaðan dag og fagna þjóðhátíðardeginum.

Nefndin samþykkir samhljóða að hafna erindinu á þeim forsendum.