Fara í efni

Matarkistan Skagafjörður

Málsnúmer 2109202

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 91. fundur - 20.09.2021

Lagt fram til kynningar verkefni á vegum Matarkistu Skagafjarðar.
Unnið er að uppfærslu á heimasíðu og endurbættri stefnumörkun fyrir Matarkistuna.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 34. fundur - 05.06.2025

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Lagt fram erindi frá A. Herdísi Sigurðardóttur dags. 13. maí 2025.

Óskað er eftir umsögn nefndarinnar er varðar vörumerkið Matarkistan Skagafjörður, þ.e. hvernig og hverjir mega nota heitið og í hvaða tilgangi.

Fyrirspyrjandi er ferðaþjónustuaðili í Skagafirði með áherslu á matarupplifun og lýsir yfir áhuga á að nota heiti vörumerkisins í sínu kynningarstarfi.

Nefndin þakkar A. Herdísi fyrir fyrirspurnina.

Reglur um notkun vörumerkisins er að finna á heimasíðu verkefnisins.

Nefndin felur starfsmanni að setja sig í samband við stýrihóp verkefnisins og óska eftir fundi varðandi stöðu og tækifæri til þess að efla það enn frekar og upplýsa nefndina í kjölfarið.