Fara í efni

Sjálfsafgreiðslulausn fyrir bókasafnið

Málsnúmer 2505130

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 34. fundur - 05.06.2025

Umræður um sjálfsafgreiðslulausn fyrir bókasafnið.

Verkefnastjóri leggur fram tilboð fyrir sjálfsafgreiðsluvélar.

Markmiðið og tilgangur verkefnisins er fyrst og fremst að bæta þjónustu við notendur safnsins, en sjálfsafgreiðsluvélar gera notendum kleift að afgreiða útlán og skil á bókum.

Umrætt verkefni fellur að tækniframþróunarstefnu sveitarfélagsins sem felur í sér að auka stafrænar lausnir með notendamiðaðri þjónustuveitingu.

Nefndin samþykkir samhljóða að innleiða sjálfsafgreiðslulausn á bókasafninu á Sauðárkróki árið 2026 og óskar eftir við byggðarráð að fjármagni verði veitt til verkefnisins í fjárhagsáætlun ársins 2026.

Byggðarráð Skagafjarðar - 150. fundur - 12.06.2025

Máli vísað frá 34. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 5. júní sl., þannig bókað:
"Umræður um sjálfsafgreiðslulausn fyrir bókasafnið.

Verkefnastjóri leggur fram tilboð fyrir sjálfsafgreiðsluvélar.

Markmiðið og tilgangur verkefnisins er fyrst og fremst að bæta þjónustu við notendur safnsins, en sjálfsafgreiðsluvélar gera notendum kleift að afgreiða útlán og skil á bókum.

Umrætt verkefni fellur að tækniframþróunarstefnu sveitarfélagsins sem felur í sér að auka stafrænar lausnir með notendamiðaðri þjónustuveitingu.

Nefndin samþykkir samhljóða að innleiða sjálfsafgreiðslulausn á bókasafninu á Sauðárkróki árið 2026 og óskar eftir við byggðarráð að fjármagni verði veitt til verkefnisins í fjárhagsáætlun ársins 2026."

Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að afla frekari upplýsinga um áhrif sjálfsafgreiðslulausnarinnar á opnunartíma og hagræðingu sem af fjárfestingunni hlýst.