Fara í efni

Samþykkt um hunda og kattahald

Málsnúmer 2411166

Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 16. fundur - 28.11.2024

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnir drög að uppfærðri samþykkt um hunda og kattahald. Afgreiðslu frestað.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 17. fundur - 12.12.2024

Tillaga að breytingu á samþykkt um hunda og kattahald lögð fram.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 20. fundur - 06.02.2025

Lögð fram endurskoðuð samþykkt um hunda- og kattahald í þéttbýlisstöðum Skagafjarðar. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samþykktina með áorðnum breytingum samhljóða og vísar til Byggðaráðs.
Einnig farið yfir drög að gjaldskrá um hunda- og kattahald þar sem gert er ráð fyrir að gjöldin lækki í samræmi við breytingu á þjónustu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að vinna að endanlegri útgáfu gjaldskrár.

Byggðarráð Skagafjarðar - 133. fundur - 12.02.2025

Vísað 20. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar þann 6. febrúar sl., þannig bókað:
"Lögð fram endurskoðuð samþykkt um hunda- og kattahald í þéttbýlisstöðum Skagafjarðar. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samþykktina með áorðnum breytingum samhljóða og vísar til Byggðaráðs.
Einnig farið yfir drög að gjaldskrá um hunda- og kattahald þar sem gert er ráð fyrir að gjöldin lækki í samræmi við breytingu á þjónustu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að vinna að endanlegri útgáfu gjaldskrár."

Byggðarráð samþykkir samhljóða samþykkt um hunda- og kattahald í þéttbýlisstöðum Skagafjarðar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 36. fundur - 12.03.2025

Vísað frá 133. fundi byggðarráðs frá 12. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað 20. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar þann 6. febrúar sl., þannig bókað:
"Lögð fram endurskoðuð samþykkt um hunda- og kattahald í þéttbýlisstöðum Skagafjarðar. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samþykktina með áorðnum breytingum samhljóða og vísar til Byggðaráðs. Einnig farið yfir drög að gjaldskrá um hunda- og kattahald þar sem gert er ráð fyrir að gjöldin lækki í samræmi við breytingu á þjónustu. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að vinna að endanlegri útgáfu gjaldskrár."
Byggðarráð samþykkir samhljóða samþykkt um hunda- og kattahald í þéttbýlisstöðum Skagafjarðar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Samþykkt um hunda- og kattahald í þéttbýlisstöðum Skagafjarðar borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 27. fundur - 28.05.2025

Beðið var um umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra um nýja samþykkt Skagafjarðar um hunda- og kattahald.
Heilbrigðiseftirlitið gerir smávægilegar athugasemdir sem snúa að mestu að orðalagi í reglugerðabreytingu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að breyta samþykktinni til samræmis við athugasemdirnar og vísar samþykktinni með áorðnum breytingum til Byggðaráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 149. fundur - 04.06.2025

Máli vísað frá 27. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 28. maí síðastliðinn, þannig bókað:
"Beðið var um umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra um nýja samþykkt Skagafjarðar um hunda- og kattahald.
Heilbrigðiseftirlitið gerir smávægilegar athugasemdir sem snúa að mestu að orðalagi í reglugerðabreytingu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að breyta samþykktinni til samræmis við athugasemdirnar og vísar samþykktinni með áorðnum breytingum til Byggðaráðs."

Eftir afgreiðslu landbúnaðar- og innviðanefndar hafa borist frekari athugasemdir frá umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu, margar af þeim sömu ábendingar og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra setti fram, en einnig aðrar sem ráðuneytið telur vera til bóta til að kveða skýrar á um hlutverk aðila í reglugerðinni.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að taka tillit til allra ábendinga ráðuneytisins og samþykkir því framlagða samþykkt Skagafjarðar um hunda- og kattahald með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 39. fundur - 23.06.2025

Vísað frá 149. fundi byggðarráðs frá 4. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Máli vísað frá 27. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 28. maí síðastliðinn, þannig bókað: "Beðið var um umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra um nýja samþykkt Skagafjarðar um hunda- og kattahald. Heilbrigðiseftirlitið gerir smávægilegar athugasemdir sem snúa að mestu að orðalagi í reglugerðabreytingu. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að breyta samþykktinni til samræmis við athugasemdirnar og vísar samþykktinni með áorðnum breytingum til Byggðaráðs." Eftir afgreiðslu landbúnaðar- og innviðanefndar hafa borist frekari athugasemdir frá umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu, margar af þeim sömu ábendingar og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra setti fram, en einnig aðrar sem ráðuneytið telur vera til bóta til að kveða skýrar á um hlutverk aðila í reglugerðinni.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að taka tillit til allra ábendinga ráðuneytisins og samþykkir því framlagða samþykkt Skagafjarðar um hunda- og kattahald með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.