Fara í efni

Sumarleyfi sveitarstjórnar 2025

Málsnúmer 2506155

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 39. fundur - 23.06.2025

Forseti sveitarstjórnar bar upp eftirfarandi tillögu:
Undirritaður leggur til að byggðarráð fái heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt 8. gr. í III. kafla samþykkta um stjórn Skagafjarðar.
Sumarleyfið hefst 24. júní 2025 og stendur til og með 20. ágúst 2025.
Einar E. Einarsson forseti.

Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.