Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 148

Málsnúmer 2505024F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 39. fundur - 23.06.2025

Fundargerð 148. fundar byggðarráðs frá 27. maí 2025 lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 148 Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum lið. Hjörvar lagði fram yfirlit yfir framkvæmdir og viðhald á vegum sveitarfélagsins og fór yfir hver staða er á einstaka verkefnum. Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 148 Katrín Sigmundsdóttir, Íris Jónsdóttir og María Þ. Númadóttir, fulltrúar frá kvenfélaginu Framtíðinni, sátu fundinn undir þessum lið.

    Katrín Sigmundsdóttir sendi tölvupóst til sveitarstjóra þann 22. maí sl. og óskaði eftir að fá að koma með fulltrúum kvenfélagsins Framtíðarinnar á fund byggðarráðs til að ræða um eignarhald á félagsheimilinu Ketilási, en byggðarráð samþykkti á 133. fundi sínum, þann 12. febrúar sl. að höfða eignardómsmál til að skýra eignarhald á fjórum félagsheimilum og var Ketilás þar á meðal. Málið verður dómtekið 10. júní næstkomandi. Farið var yfir málið undir þessum lið.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við kvenfélagið Framtíðina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 148 Lögð fram tillaga að rammaáætlun ársins 2026 ásamt forsendum. Rammaáætlun ársins 2026 byggir á samþykktri fjárhagsáætlun 2025 með viðaukum. Gert er ráð fyrir 2,7% hækkun verðlags í takti við þjóðhagsspá Hagstofunnar.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða rammaáætlun ársins 2026 og vísar henni til umfjöllunar og úrvinnslu í nefndum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 148 Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra leggur fyrir byggðarráð tillögu svohljóðandi:
    "VG og óháð leggja til að byggðarráð Skagafjarðar endurvekji kjörstað í Ketilási í Fljótum við næstu þing- og sveitarstjórnarkosningar.
    Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í mars 2023 fækkun kjördeilda úr átta í þrjár, með kjördeildum á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð. Þó þróunin sé sú á landsvísu að fækka kjördeildum, ætti sérstakt tillit að vera tekið til dreifbýlisins í Skagafirði og þeirra íbúa sem búa fjarri þessum þremur miðlægu kjörstöðum.
    Fljótin eru jaðarsvæði þar sem veður eru oft válynd og samgöngur geta verið erfiðar, sérstaklega á haustin og veturna. Í síðustu þingkosningum voru aðstæður með þeim hætti að margir íbúar Fljóta áttu erfitt með að komast á kjörstað vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Það undirstrikar mikilvægi þess að kjörstaður sé aðgengilegur í nærumhverfi þeirra sem búa í jaðarsveitum, sérstaklega þegar litið er til þess að kosningar geta nú farið fram á hvaða árstíma sem er.
    Það er mikilvægt er fyrir stjórnsýslu á öllum stigum að bregðast við og endurmeta ákvarðanir þegar í ljós kemur að þær hafi ekki skilað tilætluðum árangri eða hafi haft neikvæð áhrif. Endurvakning kjörstaðar í Ketilási felur ekki í sér verulegan kostnað fyrir sveitarfélagið en myndi tryggja aðgengi íbúa Fljóta að lýðræðislegri þátttöku. Því er lagt til að ákvörðun um lokun kjörstaðar í Ketilási verði endurskoðuð og að hann verði aftur virkur við næstu kosningar."

    Einar E. Einarsson og Gísli Sigurðsson, fulltrúar meirihluta leggja fram eftirfarandi breytingartillögu:
    "Það vekur furðu að fulltrúi VG og óháðra, Álfhildur Leifsdóttir skuli leggja fram tillögu um endurvakningu kjörstaðar í Fljótum þar sem hún samþykkti í byggðarráði 21. febrúar 2023 og í sveitarstjórn 8. mars 2023 að fækka kjördeildum í Skagafirði úr 8 í 3 og þar með að leggja af kjördeildina í Fljótum. Síðan þá hafa verið haldnar tvennar kosningar, þ.e. forsetakosningar og kosningar til Alþingis. Rökin fyrir breytingunum voru verulega bættar samgöngur frá því sem áður var, ásamt hagræðingu og einföldun kosningakerfisins en yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis hafði kallað eftir því í nokkurn tíma að kjörstöðum yrði fækkað í Skagafirði eins og annars staðar í kjördæminu. Rétt er líka að hafa í huga að Landskjörstjórn metur hverju sinni áhrif veðurs á hugsanlega kjörsókn um land allt og sé útlitið slæmt í heildina litið að þeirra mati þá hafa þeir völd til að lengja tíma kjörfundar svo að tryggt sé að allir geti mætt á kjörstað. Það væri hins vegar áhugavert að sjá tölur um kjörsókn í Skagafirði öllum frá því þessi breyting var gerð og sjá hvort hægt sé að draga af þeim tölum ályktanir um áhrif breytinganna á kjörsókn í firðinum öllum.
    Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að afla upplýsinga um þróun í kjörsókn í Skagafirði yfir síðustu 10 ár og að á meðan sú vinna er í gangi verði afgreiðslu tillögu um endurupptöku á kjörstað í Fljótum frestað."

    Breytingartillagan borin upp til afgreiðslu byggðarráðs og samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 148 Flestir lóðaleigusamningar á Nöfum á Sauðárkróki runnu út síðastliðin áramót. Í kjölfarið voru bréf send á leigutaka þar sem þeim var tilkynnt um að samningar væru runnir út og óskað eftir viðbrögðum leigutaka um hvort þeir hefðu í hyggju að nýta forleigurétt á lóðunum.

    Nú liggur fyrir að fjórum lóðum hefur verið skilað. Það eru lóðir númer 13, 31, 36 og 38. Það liggur fyrir byggðarráði að taka ákvörðun um hvernig ráðstafa skuli þeim lóðum sem skilað hefur verið inn.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að auglýsa lóðir 13, 31, 36 og 38 til leigu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 148 Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 148 Máli vísað frá 38. fundi fræðslunefndar þann 15. maí sl., þannig bókað:
    "Lögð fram uppfærð tekjuviðmið Skagafjarðar vegna viðbótarniðurgreiðslna á leikskólagjöldum, dagvistunargjöldum og frístundagjöldum. Ný tekjuviðmið gilda frá 1. janúar 2025.
    Fræðslunefnd samþykkir viðmiðin samhljóða fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir viðmiðin samhljóða og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Viðbótarniðurgreiðslur 2025", síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.
  • .8 2501002 Ábendingar 2025
    Byggðarráð Skagafjarðar - 148 Lagðar fram til kynningar innsendar ábendingar til sveitarfélagsins og viðbrögð við ábendingunum. Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.