Fara í efni

Viðvík I og II L146424 - Umsókn um stækkun byggingarreits

Málsnúmer 2505031

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 74. fundur - 19.05.2025

Þann 25. nóvember 2015 samþykkti skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar umsókn landeiganda Viðvíkur, landnr. 146424, um stofnun byggingarreits á landi jarðarinnar. Samþykkt var staðfest í sveitarstjórn þann 09.12.2015.
Kári Ottósson, þinglýstur eigandi Viðvíkur, landnr. 146464, óskar eftir heimild til að stækka áður samþykktan byggingarreit um 1.952 m², skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 72093000 útg. 13. maí 2025. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. Reiturinn stækkar um 40,95 m til suðvesturs, um 6 m til norðvesturs, um 22,05 m til norðausturs og um 5 m til suðausturs. Fyrir stækkun er reiturinn 520 m² en eftir stækkun verður hann 2.472 m².
Um er að ræða byggingarreit fyrir viðbyggingu núverandi gripahúss sem byggð var árið 2019. Endanleg hönnun mannvirkis liggur ekki fyrir en hámarks byggingarmagn viðbyggingar verður um 590 m² og verður byggingarhæð sú sama og núverandi byggingar.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði nr. L-2 í aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og gengur ekki inn á ræktað land. Umsótt stækkun er samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum og hefur ekki neikvæð áhrif á búrekstrarskilyrði. Umsótt stækkun er um 430 m frá Hólavegi (767) og er að mestu í átt frá Viðvíkurkirkju sem er í um 220 m fjarlægð. Stækkun skerðir ekki aðgengi að öðrum fasteignum.
Áform uppbyggingar eru í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulags um landnotkun á landbúnaðarsvæðum sem talin eru upp í kafla 12.4 greinargerðar þar sem um er að ræða byggingu í tengslum við aðra byggingu, þ.e.a.s. viðbyggingu, núverandi innviðir nýtast áfram, ekki er verið að fjölga byggingum og um er að ræða byggingu fyrir landbúnaðarstarfsemi sem er ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi. Jafnframt segir í sama kafla:
"Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."
Hér er sótt um viðbyggingu gripahúss sem er styrkir starfsemi bújarðarinnar. Byggingaráform munu efla starfsemi á svæðinu og samrýmast núverandi landnotkun. Lögð verður áhersla á að áformuð viðbygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins. Áhrif á umhverfi eru óveruleg umfram áhrif núverandi byggingar.
Umsækjandi er eigandi nærliggjandi landeigna, Viðvíkur lands, L178680, og Viðvíkur lands, L178681.
Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar Norðurlands vestra.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn bygginarreit.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 39. fundur - 23.06.2025

Vísað frá 74. fundi skipulagsnefndar þann 19. maí sl., þannig bókað:
"Þann 25. nóvember 2015 samþykkti skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar umsókn landeiganda Viðvíkur, landnr. 146424, um stofnun byggingarreits á landi jarðarinnar. Samþykkt var staðfest í sveitarstjórn þann 09.12.2015.
Kári Ottósson, þinglýstur eigandi Viðvíkur, landnr. 146464, óskar eftir heimild til að stækka áður samþykktan byggingarreit um 1.952 m², skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 72093000 útg. 13. maí 2025. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. Reiturinn stækkar um 40,95 m til suðvesturs, um 6 m til norðvesturs, um 22,05 m til norðausturs og um 5 m til suðausturs. Fyrir stækkun er reiturinn 520 m² en eftir stækkun verður hann 2.472 m².
Um er að ræða byggingarreit fyrir viðbyggingu núverandi gripahúss sem byggð var árið 2019. Endanleg hönnun mannvirkis liggur ekki fyrir en hámarks byggingarmagn viðbyggingar verður um 590 m² og verður byggingarhæð sú sama og núverandi byggingar.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði nr. L-2 í aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og gengur ekki inn á ræktað land. Umsótt stækkun er samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum og hefur ekki neikvæð áhrif á búrekstrarskilyrði. Umsótt stækkun er um 430 m frá Hólavegi (767) og er að mestu í átt frá Viðvíkurkirkju sem er í um 220 m fjarlægð. Stækkun skerðir ekki aðgengi að öðrum fasteignum.
Áform uppbyggingar eru í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulags um landnotkun á landbúnaðarsvæðum sem talin eru upp í kafla 12.4 greinargerðar þar sem um er að ræða byggingu í tengslum við aðra byggingu, þ.e.a.s. viðbyggingu, núverandi innviðir nýtast áfram, ekki er verið að fjölga byggingum og um er að ræða byggingu fyrir landbúnaðarstarfsemi sem er ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi. Jafnframt segir í sama kafla:
"Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."
Hér er sótt um viðbyggingu gripahúss sem er styrkir starfsemi bújarðarinnar. Byggingaráform munu efla starfsemi á svæðinu og samrýmast núverandi landnotkun. Lögð verður áhersla á að áformuð viðbygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins. Áhrif á umhverfi eru óveruleg umfram áhrif núverandi byggingar.
Umsækjandi er eigandi nærliggjandi landeigna, Viðvíkur lands, L178680, og Viðvíkur lands, L178681.
Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar Norðurlands vestra.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn bygginarreit."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum umbeðinn byggingarreit.