Fara í efni

Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki - 5

Málsnúmer 2505031F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 39. fundur - 23.06.2025

Fundargerð 5. fundar byggingarnefndar menningarhúss á Sauðárkróki frá 4. júní 2025 lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs
  • Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki - 5 Helena Margrét Áskelsdóttir frá VSÓ fór yfir næstu skref í yfirferð og mati lokaðrar hönnunarsamkeppni í þrepi II í útboði menningarhúss í Skagafirði.

    Byggingarnefnd menningarhúss samþykkir samhljóða að skipa þau Gísla Sigurðsson sem jafnframt verður formaður matsnefndar, Einar E. Einarsson, Jóhönnu Ey Harðardóttur, Álfhildi Leifsdóttur og Guðrúnu Ingvarsdóttur arkitekt í matsnefnd á tillögum bjóðenda. Nefndin mun eftir þörfum kalla til aðra ráðgjafa og sérfræðinga til aðstoðar við matsstörf. Umsjón með matsstörfum og ritun fundargerða verður í höndum VSÓ Ráðgjafar. Sveitarstjóri Skagafjarðar og sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Skagafjarðar munu auk þess sitja alla nefndarfundi. Tryggt verður að samsetning matsnefndar, ásamt ráðgjöfum, verði í samræmi við ákvæði 44. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Upplýsingar um nöfn nefndarmanna og þeirra ráðgjafa og sérfræðinga sem nefndin kann að kalla til sér til aðstoðar verða gefin upp þegar niðurstöður mats á tillögum bjóðenda verða gefnar út.
    Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar byggingarnefndar menningarhúss á Sauðárkróki staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.