Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki
Dagskrá
Helena Margrét Áskelsdóttir og Anna Birna Þorvarðardóttir frá VSÓ ráðgjöf, Álfhildur Leifsdóttir, Berglind Þorsteinsdóttir og Kristín Sigurrós Einarsdóttir sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
1.Útboð á hönnun nýs menningarhúss í Skagafirði
Málsnúmer 2503178Vakta málsnúmer
Helena Margrét Áskelsdóttir frá VSÓ fór yfir næstu skref í yfirferð og mati lokaðrar hönnunarsamkeppni í þrepi II í útboði menningarhúss í Skagafirði.
Byggingarnefnd menningarhúss samþykkir samhljóða að skipa þau Gísla Sigurðsson sem jafnframt verður formaður matsnefndar, Einar E. Einarsson, Jóhönnu Ey Harðardóttur, Álfhildi Leifsdóttur og Guðrúnu Ingvarsdóttur arkitekt í matsnefnd á tillögum bjóðenda. Nefndin mun eftir þörfum kalla til aðra ráðgjafa og sérfræðinga til aðstoðar við matsstörf. Umsjón með matsstörfum og ritun fundargerða verður í höndum VSÓ Ráðgjafar. Sveitarstjóri Skagafjarðar og sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Skagafjarðar munu auk þess sitja alla nefndarfundi. Tryggt verður að samsetning matsnefndar, ásamt ráðgjöfum, verði í samræmi við ákvæði 44. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Upplýsingar um nöfn nefndarmanna og þeirra ráðgjafa og sérfræðinga sem nefndin kann að kalla til sér til aðstoðar verða gefin upp þegar niðurstöður mats á tillögum bjóðenda verða gefnar út.
Byggingarnefnd menningarhúss samþykkir samhljóða að skipa þau Gísla Sigurðsson sem jafnframt verður formaður matsnefndar, Einar E. Einarsson, Jóhönnu Ey Harðardóttur, Álfhildi Leifsdóttur og Guðrúnu Ingvarsdóttur arkitekt í matsnefnd á tillögum bjóðenda. Nefndin mun eftir þörfum kalla til aðra ráðgjafa og sérfræðinga til aðstoðar við matsstörf. Umsjón með matsstörfum og ritun fundargerða verður í höndum VSÓ Ráðgjafar. Sveitarstjóri Skagafjarðar og sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Skagafjarðar munu auk þess sitja alla nefndarfundi. Tryggt verður að samsetning matsnefndar, ásamt ráðgjöfum, verði í samræmi við ákvæði 44. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Upplýsingar um nöfn nefndarmanna og þeirra ráðgjafa og sérfræðinga sem nefndin kann að kalla til sér til aðstoðar verða gefin upp þegar niðurstöður mats á tillögum bjóðenda verða gefnar út.
Fundi slitið - kl. 10:46.