Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 149

Málsnúmer 2505030F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 39. fundur - 23.06.2025

Fundargerð 149. fundar byggðarráðs frá 4. júní 2025 lögð fram til afgreiðslu á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 149 Málið var áður tekið fyrir á 148. fundi byggðarráðs 27. maí sl.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að verða við beiðni kvenfélagsins Framtíðarinnar um að fresta fyrirtöku máls fyrir dómstólum er varðar eignarhald félagsheimilisins Ketiláss, á meðan aflað er frekari gagna um málið. Sveitarstjóra er falið að koma tilkynningu þess efnis til lögmanns sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 149 Á 36. fundi fræðslunefndar þann 27. febrúar 2025 var samþykkt að ganga til samninga við Ásgarð, skólaráðgjöf um gerð og innleiðingu nýrrar menntastefnu fyrir Skagafjörð. Byggðarráð samþykkti að veita fjármagnni í verkefnið á 138. fundi sínum þann 18. mars 2025.

    Nú er undirbúningur fyrir þessa vinnu hafin og því eru lögð fram drög að erindisbréfi stýrihóps um endurskoðun menntastefnu Skagafjarðar 2025 fyrir byggðarráð. Stýrihópinn skipa Formaður fræðslunefndar, Steinunn Rósa Guðmundsdóttir sem fulltrúi minnihluta fræðslunefndar, Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir sem fulltrúi stjórnenda leikskóla, Trostan Agnarsson sem fulltrúi stjórnenda grunnskóla og Nína Ýr Nielsen sem fulltrúi fræðsluþjónustu.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að erindisbréfi með áorðnum breytingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 149 Lagt fram fundarboð þar sem stjórn Brákar íbúðafélags hses. boðar til ársfundar sem haldinn verður miðvikudaginn 11. júní 2025 kl. 11:30. Fundurinn verður staðfundur í Reykjavík en einnig verður boðið upp á rafrænt streymi frá fundinum. Atkvæðisrétt hafa skipaðir fulltrúar stofnaðilasveitarfélaga og atkvæðisrétt verður að nýta á staðfundinum. Stjórn og fulltrúaráð hefur seturétt á fundinum og hann er opin öllum samkvæmt samþykktum Brákar.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 149 Verkefnastjóri atvinnu-, menningar- og kynningarmála óskar eftir heimild til að loka eftirtöldum gatnamótum á meðan skrúðganga vegna þjóðhátíðardags þann 17. júní n.k. á sér stað:
    Gatnamót Skagfirðingabrautar/Skólastígs.
    Gatnamót Skagfirðingabrautar/Ránarstígs.
    Gatnamót Skagfirðingabrautar/Bárustígs.
    Gatnamót Skagfirðingabrautar/Öldustígs.
    Gatnamót Skagfirðingabrautar/Hegrabrautar/Sæmundarhlíðar rétt á meðan gangan fer inn í portið.
    Gatnamót Sæmundarhlíðar og Spítalastígs

    Starfsmenn þjónustumiðstöðvar munu sjá um að koma upp lokunarpóstum í samvinnu við verkefnastjóra atvinnu-, menningar- og kynningarmála. Tryggt verður að aðgengi sjúkrabíla og löggæsluaðila verði gott þrátt fyrir lokanir.

    Byggðarráð samþykkir erindið samhljóða fyrir sitt leyti og að uppfylltum öðrum tilskyldum leyfum, ásamt því að hjáleiðir verði vel merktar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar byggðarráðs staðfest á 39. fundi sveitarstjórnar 23. júní 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 149 Máli vísað frá 27. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 28. maí síðastliðinn, þannig bókað:
    "Beðið var um umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra um nýja samþykkt Skagafjarðar um hunda- og kattahald.
    Heilbrigðiseftirlitið gerir smávægilegar athugasemdir sem snúa að mestu að orðalagi í reglugerðabreytingu.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að breyta samþykktinni til samræmis við athugasemdirnar og vísar samþykktinni með áorðnum breytingum til Byggðaráðs."

    Eftir afgreiðslu landbúnaðar- og innviðanefndar hafa borist frekari athugasemdir frá umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu, margar af þeim sömu ábendingar og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra setti fram, en einnig aðrar sem ráðuneytið telur vera til bóta til að kveða skýrar á um hlutverk aðila í reglugerðinni.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að taka tillit til allra ábendinga ráðuneytisins og samþykkir því framlagða samþykkt Skagafjarðar um hunda- og kattahald með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Samþykkt um hunda og kattahald" síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða."