Fara í efni

Skipulagsnefnd

75. fundur 28. maí 2025 kl. 10:00 - 12:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Eyþór Fannar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Sólgarðar í Fljótum - Sóti Lodge - Fyrirspurn um uppbyggingu hótels

Málsnúmer 2503237Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 70. fundar skipulagsnefndar þann 21.03.2025 þá bókað:
"Sigríður Ólafsdóttir, arkitekt fyrir hönd eigenda Sóta Lodge óskar eftir formlegu samtali við sveitarfélagið Skagafjörð vegna mögulegrar uppbyggingar á Sólgörðum í Fljótum. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að bjóða eigendum Sóta Lodge á fund skipulagsnefndar."

Ólöf Ýrr Atladóttir og Arnar Árnason eigendur Sóta Lodge ásamt Sigríði Ólafsdóttur arkitekt sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og kynntu möguleg framtíðaráform þeirra á Sólgörðum í Fljótum.

Skipulagsnefnd þakkar þeim fyrir kynninguna og leiðbeinir þeim með næstu skref sem eru erindi til byggðaráðs Skagafjarðar og ríkisins, sem landeigenda Sólgarða.

Gestir

  • Ólöf Ýrr Atladóttir
  • Arnar Árnason
  • Sigríður Ólafsdóttir

2.Borgarflöt - Deiliskipulag

Málsnúmer 2505220Vakta málsnúmer

Hólmfríður Sveinsdóttir, fyrir hönd Háskólans á Hólum óskar eftir við skipulagsnefnd Skagafjarðar að gert verði deiliskipulag á kostnað umsækjanda á lóð sem skólinn er með vilyrði fyrir við Borgaflöt á Sauðárkróki til og með 31. desember 2025.

Lóðin er eins hún kemur fram á lóðarblaði með skilmálum og greinargerð, Borgarflöt - Hólaskóli, uppdráttur nr. S01, verknúmer 71742001, útgáfudagur 10. janúar 2024.

Skólinn óskar eftir því að fá kostnaðarmat sent fyrir deiliskipulagsgerðina til samþykktar áður en vinnan við það hefst.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila Háskólanum á Hólum að gert verði deiliskipulag á þeirra kostnað skv. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Staðarhof L230392 - Breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2505216Vakta málsnúmer

Sigurjón Rúnar Rafnsson þinglýstur eigandi jarðarinnar Staðarhofs, landnr. 230392, óskar eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Staðarhofs, á eigin kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarsvæðið er sunnan heimreiðar þar sem gert verður ráð fyrir nýjum byggingareit fyrir stafsmannabúðir. Umræddur byggingarreitur bætir aðstöðu starfsfólks til muna og gerir þeim kleift nýta vistvænari ferðamáta á leið til vinnu. Stærð breytingarsvæðis er 2.670 m². Stærð byggingarreits er 2.210 m². Í meðfylgjandi breytingartillögu eru settir skilmálar um hámarks fjölda bygginga innan reitsins, hámarks stærð bygginga, hámarks hæðir bygginga o.fl.
Skipulagssvæðið, og breytingarsvæði, er á landbúnaðarsvæði nr. L-1 í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og í II. flokki ræktarlands. Breytingin er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um landnotkun á landbúnaðarsvæði nr. L-1 og II. flokk ræktarlands. Breytingin gerir ráð fyrir byggingum sem tengjast landbúnaðarstarfsemi og starfsemi jarðarinnar. Stærð byggingarreits gefur landeiganda svigrúm til að staðsetja byggingar innan reitsins með tilliti til brunavarna en skipulagið setur skilmála um stærð hverrar byggingar. Reiturinn nær ekki inn á verndarsvæði, hann er rúmlega 110 m frá þjóðvegi og nær því ekki inn á veghelgunarsvæði Sauðárkróksbrautar (75), hann nær ekki inn á helgunarsvæði Sauðárkrókslínu 1 og 2, ekki eru skráðar minjar innan reitsins en settir skilmálar ef áður óþekktar minjar koma í ljós á framkvæmdatíma, reiturinn fer ekki yfir stofnlagnir veitukerfa og ætla má að uppbygging hafi óveruleg áhrif á vistgerðir og ásýnd af þjóðvegi. Í kafla 12.4. í greinargerð aðalskipulags kemur fram að skipulagsnefnd meti hverju sinni málsmeðferð uppbyggingaráforma m.t.t. skipulagslaga, með hliðsjón af ákvæðum aðalskipulags og umfangi framkvæmda. Meðfylgjandi er tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Staðarhof, útg. 1.0, dags. 19.05.2025. Umsækjandi óskar eftir mati skipulagsnefndar á því hvort fara skuli með breytinguna sem óverulega eða verulega breytingu á deiliskipulagi. Breytingin mun hafa áhrif á umsækjanda og sveitarfélagið, kann að hafa ásýndaráhrif á nærliggjandi byggð en óljóst er hvort fleiri aðilar verði fyrir áhrifum. Meðfylgjandi er umsögn minjarvarðar, dags. 11.09.2020 vegna deiliskipulags. Að fengnu mati skipulagsnefndar og samþykki skipulagsnefndar og sveitarstjórnar er óskað eftir því að meðfylgjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi Staðarhofs hljóti viðeigandi málsmeðferð skv. skipulagslögum nr. 123/2010.
Framkvæmdir í tengslum við deiliskipulagstillöguna falla ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Þó verður lagt mat á líkleg umhverfisáhrif fyrirhugaðra framkvæmda skv. 5.4.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Borgarmýri 3 - Beiðni um innkeyrslu á lóð.

Málsnúmer 2505070Vakta málsnúmer

Stefán Veigar Gylfason þinglýstur eigandi fasteignar í fjöleignahúsi með fasteignanúmerið F2362013 sem stendur á lóðinni númer 3 við Borgarmýri á Sauðárkróki óskar eftir heimild skipulagsnefndar Skagafjarðar til að fá að gera innkeyrslu að lóðinni frá götunni Víðimýri. Sótt er um 6,0 m breiða innkeyrslu yfir þökulagt svæði/lagnasvæði sveitarfélagsins. Ástæða umsóknar er m.a. vegna þrengsla aðkomu á baklóð og yfirferða yfir sérnotafleti annara sem skilgreindir eru í eignaskiptayfirlýsingu. Aðrir eigendur sem nýta munu umbeðna aðkomu að sérnotaflötum eru eigendur séreigna með fasteignanúmerin F2131299 og F2362013 en þessum eignum tilheyra einnig sérnotafletir á baklóð.
Fylgiskjöl umsóknar:
Eignaskiptayfirlýsing, yfirlýsing eigenda fasteigna með fasteignanúmerin F2131299 og F2362013 móttekin hjá skipulagsfulltrúa Skagafjarðar 14.5.2025 þar m.a. kemur fram samþykki um samnýtingu umbeðins yfirferðarréttar og loftmynd.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna 6,0 m innkeyrslu að lóðinni en gerir fyrirvara um jákvæða umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar.

5.Steinn L145959 - Breyting á byggingarreit og nýtt staðfang

Málsnúmer 2505219Vakta málsnúmer

Sigfríður Jódís Halldórsdóttir þinglýstur eigandi jarðarinnar Steinn, landnr. 145959, óskar eftir breytingu á byggingarreit sem áður var samþykktur á 53. fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar 27. júní 2024 og staðfest á 104. fundi byggðarráðs Skagafjarðar dags. 3. júlí 2024. Óskað er eftir færslu og breyttri afmörkun byggingarreitsins í samræmi við niðurstöður nýs hættumats sem unnið var af Sveini Brynjólfssyni og Brynjólfi Sveinsson hjá Veðurstofu Íslands dags. 13.maí 2025 fyrir landeiganda. Stærð byggingarreitsins var 2.650 en verður 2.028 m² að stærð eftir breytingu, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 73530000 útg. br. 22. maí 2025. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni og Ínu Björk Ársælsdóttir

Hættumatið leiðir í ljós að byggingarreiturinn sem fyrirhugaður var, sé á hættusvæði bæði vegna snjóflóða og aurskriðna en að sunnan hans sé um 100 m breið spilda utan hættusvæða þar sem leyfilegt er að byggja íbúðarhús, eins og kemur fram í niðurstöðu skýrslu Veðurstofunnar. Nýr byggingarreitur færist um 50 metra til suðurs og lendir innan spildunnar sem er utan hættsvæða.

Einnig óskar þinglýstur eigandi jarðarinnar Steins lnr. 145959 eftir að breyta staðfangi jarðarinnar í "Urð". Ekkert annað landnúmer í Skagafirði hefur nafnið Urð.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna færslu byggingarreits og samþykkir jafnframt samhljóða umbeðið nafnleyfi.

6.Borgarsíða 7 - Fyrirspurnaruppdrættir

Málsnúmer 2505221Vakta málsnúmer

Með vísan til samþykktar sveitarstjórnar Skagafjarðar frá 38. fundi þeirra þann 14. maí sl. þar sem m.a. segir:
"Borgarsíða 5 - Borgarsíða 7 - Borgarteigur 6 - Beiðni um skipti á lóðum.
Vísað frá 72. fundi skipulagsnefndar frá 30. apríl sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: "Ágúst Andrésson fyrir hönd lóðarhafa, lóðanna Borgarsíðu 5 og 7 óska eftir heimild til að hafa skipti á þessum lóðum. Þannig að Norðar fái Borgarsíðu 5 og Skúli Bragason fái Borgarsíðu 7. Í framhaldinu munu Ágúst Andrésson og Óli Viðar Andrésson leggja til hugmyndir þeirra um uppbyggingu á lóðum Borgarsíðu 5 og Borgarteigs 6 hvort heldur það verði á sitthvorri lóð eða óskað verði eftir sameiningu þessara tveggja lóða., þ.e.a.s. Borgarsíðu 5 og Borgarteigs 6. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að leyfa umbeðin lóðarskipti. Alex Már Sigurbjörnsson áheyrnarfulltrúi vék af fundi við afgreiðslu málsins." Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að leyfa umbeðin lóðarskipti."

Meðfylgjandi lóðaruppdráttur unninn af Skúla Bragasyni sýnir tillögu að lóðarskipulagi, byggingarreit og byggingarmagi á lóð ásamt fyrirhugaðri áfangaskiptingu framkvæmda. Áformaður fyrsti áfangi er 317,8 m² geymsluhúsnæði, annar áfangi 105 m². Einnig er fyrirhugað að skipta fyrri byggingaráfanga í tvær misstórar séreignir. Skv. meðfylgjandi fyrirspurnaruppdrætti er óskað eftir aðkomu að lóðinni frá Borgarsíðu um 14 m breiðan innkeyrslustút. Áformað er að byggja hliðstætt hús að gerð og lögun og þegar hefur hefur verið reist á lóð númer 8 við Borgarteig.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

7.Brekka L146018 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt

Málsnúmer 2504193Vakta málsnúmer

Með vísan í lög nr. 123/2010 og reglugerðar nr. 772/2012 óska Valdís Óskarsdóttir og Magnús Ingi Óskarsson eigendur Brekku L146018 eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 34 hektara svæði á landi jarðarinnar Brekku, landnr.
146018. Hjálagt er kort af hnitsettum mörkum svæðisins.
Framkvæmdir samræmast stefnu sveitarstjórnar í aðalskipulagi, en svæðið er þar skilgreint sem blandað landbúnaðarsvæði. Svæðið er að mestu ágætlega gróið og einkennist af melkollum og grónum grasbrekkum. Ofan við Brekkubragga sem stendur við þjóðveginn, er votlendi sem fellur undir verkefnið Endurheimt votlendis í samstarfi við Land og Skóg.
Framkvæmdasvæði neðan bragga tekur yfir gömul tún sem ekki eru lengur nýtt, og tengir svæðið við núverandi skógræktarsvæði í Brekku.

Fyrirhugað skógræktarsvæði er 34 ha. að stærð. Svæðið er í 80-180 m. hæð yfir sjávarmáli og hallar til austurs. Skógrækt á sér langa sögu í Brekku þar sem snemma var tekið land undir skógrækt. Elsti hluti skógræktarinnar er nú orðinn um 70 ára en nýlegri hluti um 30-40 ára. Meðfram þessum framkvæmdum sem fela í sér niðursetningu trjáplantna á nýju svæði verður unnið að grisjun og viðhaldi eldri hluta skógræktarinnar í Brekku.

Engar forn- eða menningarminjar eru skráðar á fyrirætluðu skógræktarsvæði. Sunnar í jörð Brekku eru beitarhúsin í Brekku sem eru friðaðar fornminjar en þær eru í fjarlægð frá svæðinu.
Landið einkennis af melkollum, mýrlendi og grónum grasbrekkum. Mýrar raskast ekki við skógræktarframkvæmdir og er verkefnið Endurheimt votlendis í samstarfi við Land og Skóg. Þess er gætt að verkefnin tvö skarist ekki, heldur eru þau samþætt þar sem sjálfbær sýn er sett í forgrunn.

Við skipulag skógræktarsvæðisins verður hugað vel að því að skógurinn falli inn í landslagið og lögð áhersla á að rækta fjölbreyttan skóg með öflugu vistkerfi. Skógræktarráðunautur verður til ráðgjafar, en náttúrulegar línur í landslagi munu ráða niðursetningu og til þess tekið við skil á milli tegunda, jaðars svæðisins og ræktunarreita.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

8.Fyrirspurn um skoðun á hvort vöntun sé á lóðum eða svæðum á Sauðárkróki fyrir verslun og þjónustu

Málsnúmer 2505061Vakta málsnúmer

Álfhildur Leifsdóttir leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
Í bókun meirihluta á 31. fundi sveitarstjórnar þann 23. október 2024, í tengslum við tillögu undirritaðrar sem lögð var fram á 59. fundi skipulagsnefndar þann 19. september 2024, kemur fram eftirfarandi:
"Meirihluti sveitarstjórnar leggur því til að tillögunni verði hafnað og vísar því til skipulagsnefndar að skoða í framhaldinu hvort vöntun sé á lóðum eða svæðum á Sauðárkróki fyrir verslun og þjónustu."
Með vísan í ofangreinda bókun er óskað eftir upplýsingum um stöðu þeirrar vinnu sem meirihlutinn vísaði til skipulagsnefndar. Nánar tiltekið er óskað svara við eftirfarandi:
1. Hefur skipulagsnefnd fjallað um þessa tilvísun og ef svo er, hvenær og með hvaða niðurstöðu?
2. Ef málið hefur ekki verið tekið fyrir, hvenær er gert ráð fyrir að það verði sett á dagskrá skipulagsnefndar og með hvaða hætti stendur til að kanna umrædda vöntun?
3. Hver er ábyrgðaraðili varðandi undirbúning eða eftirfylgni þessarar skoðunar?

Skipulagsfulltrúi upplýsir um að skoðun um hvort vöntun sé á lóðum eða svæðum fyrir verslun og þjónustu sé erfitt að útfæra. Áreiðanlegustu upplýsingar um slíkt er fjöldi formlegra umsókna og fyrirspurna sem berast embættinu um ýmis konar atvinnulóðir. Skipulagsfulltrúi upplýsir jafnframt um að landnotkunarflokkurinn verslun- og þjónusta var stækkaður í vinnslutillögu aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040 og við vinnslu deiliskipulagstillögu fyrir Athafnarsvæði - Sauðárkrókur - AT-403 var reynt að stilla upp miklum fjölda af fjölbreyttum stærðum og gerðum af athafnarlóðum fyrir atvinnustarfsemi þar sem lítil hætta er á mengun. Jafnframt var reynt að hafa gott samráð við hagsmunaaðila við gerð deiliskipulagstillögunnar með m.a. opinni vinnustofu fyrir utan lögbundið kynningarferli. Með nýlegri auglýsingu á lausum atvinnu- og athafnalóðum við Borgarbraut er útlit fyrir að nægur fjöldi lóða sé til reiðu til að anna eftirspurn. Til viðbótar bætast svo innan fárra mánaða aðrar lóðir innan athafnarsvæðis - AT-403. Ekki hafa borist umsóknir um lóðir frá rekstraraðilum lágvöruverðsverslana.

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
Þakka veitt svör en ítrekar mikilvægi þess að fylgt sé góðum stjórnsýsluháttum. Sérstaklega er brýnt að kjörnir fulltrúar vísi skýrt í verklagsreglur þannig að starfsfólk sveitarfélagsins geti með auðveldum hætti farið eftir þeim ferlum sem lagðir eru til grundvallar.

9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 63

Málsnúmer 2505025FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 63 þann 22.05.2025.

Fundi slitið - kl. 12:00.