Fara í efni

Sólgarðar í Fljótum - Sóti Lodge - Fyrirspurn um uppbyggingu hótels

Málsnúmer 2503237

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 70. fundur - 21.03.2025

Sigríður Ólafsdóttir, arkitekt fyrir hönd eigenda Sóta Lodge óskar eftir formlegu samtali við sveitarfélagið Skagafjörð vegna mögulegrar uppbyggingar á Sólgörðum í Fljótum.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að bjóða eigendum Sóta Lodge á fund skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 75. fundur - 28.05.2025

Málið áður á dagskrá 70. fundar skipulagsnefndar þann 21.03.2025 þá bókað:
"Sigríður Ólafsdóttir, arkitekt fyrir hönd eigenda Sóta Lodge óskar eftir formlegu samtali við sveitarfélagið Skagafjörð vegna mögulegrar uppbyggingar á Sólgörðum í Fljótum. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að bjóða eigendum Sóta Lodge á fund skipulagsnefndar."

Ólöf Ýrr Atladóttir og Arnar Árnason eigendur Sóta Lodge ásamt Sigríði Ólafsdóttur arkitekt sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og kynntu möguleg framtíðaráform þeirra á Sólgörðum í Fljótum.

Skipulagsnefnd þakkar þeim fyrir kynninguna og leiðbeinir þeim með næstu skref sem eru erindi til byggðaráðs Skagafjarðar og ríkisins, sem landeigenda Sólgarða.

Gestir

  • Ólöf Ýrr Atladóttir
  • Arnar Árnason
  • Sigríður Ólafsdóttir