Stefán Veigar Gylfason þinglýstur eigandi fasteignar í fjöleignahúsi með fasteignanúmerið F2362013 sem stendur á lóðinni númer 3 við Borgarmýri á Sauðárkróki óskar eftir heimild skipulagsnefndar Skagafjarðar til að fá að gera innkeyrslu að lóðinni frá götunni Víðimýri. Sótt er um 6,0 m breiða innkeyrslu yfir þökulagt svæði/lagnasvæði sveitarfélagsins. Ástæða umsóknar er m.a. vegna þrengsla aðkomu á baklóð og yfirferða yfir sérnotafleti annara sem skilgreindir eru í eignaskiptayfirlýsingu. Aðrir eigendur sem nýta munu umbeðna aðkomu að sérnotaflötum eru eigendur séreigna með fasteignanúmerin F2131299 og F2362013 en þessum eignum tilheyra einnig sérnotafletir á baklóð.
Fylgiskjöl umsóknar:
Eignaskiptayfirlýsing, yfirlýsing eigenda fasteigna með fasteignanúmerin F2131299 og F2362013 móttekin hjá skipulagsfulltrúa Skagafjarðar 14.5.2025 þar m.a. kemur fram samþykki um samnýtingu umbeðins yfirferðarréttar og loftmynd.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna 6,0 m innkeyrslu að lóðinni en gerir fyrirvara um jákvæða umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar.
Fylgiskjöl umsóknar:
Eignaskiptayfirlýsing, yfirlýsing eigenda fasteigna með fasteignanúmerin F2131299 og F2362013 móttekin hjá skipulagsfulltrúa Skagafjarðar 14.5.2025 þar m.a. kemur fram samþykki um samnýtingu umbeðins yfirferðarréttar og loftmynd.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna 6,0 m innkeyrslu að lóðinni en gerir fyrirvara um jákvæða umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar.