Fara í efni

Steinn L145959 - Breyting á byggingarreit og nýtt staðfang

Málsnúmer 2505219

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 75. fundur - 28.05.2025

Sigfríður Jódís Halldórsdóttir þinglýstur eigandi jarðarinnar Steinn, landnr. 145959, óskar eftir breytingu á byggingarreit sem áður var samþykktur á 53. fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar 27. júní 2024 og staðfest á 104. fundi byggðarráðs Skagafjarðar dags. 3. júlí 2024. Óskað er eftir færslu og breyttri afmörkun byggingarreitsins í samræmi við niðurstöður nýs hættumats sem unnið var af Sveini Brynjólfssyni og Brynjólfi Sveinsson hjá Veðurstofu Íslands dags. 13.maí 2025 fyrir landeiganda. Stærð byggingarreitsins var 2.650 en verður 2.028 m² að stærð eftir breytingu, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 73530000 útg. br. 22. maí 2025. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni og Ínu Björk Ársælsdóttir

Hættumatið leiðir í ljós að byggingarreiturinn sem fyrirhugaður var, sé á hættusvæði bæði vegna snjóflóða og aurskriðna en að sunnan hans sé um 100 m breið spilda utan hættusvæða þar sem leyfilegt er að byggja íbúðarhús, eins og kemur fram í niðurstöðu skýrslu Veðurstofunnar. Nýr byggingarreitur færist um 50 metra til suðurs og lendir innan spildunnar sem er utan hættsvæða.

Einnig óskar þinglýstur eigandi jarðarinnar Steins lnr. 145959 eftir að breyta staðfangi jarðarinnar í "Urð". Ekkert annað landnúmer í Skagafirði hefur nafnið Urð.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna færslu byggingarreits og samþykkir jafnframt samhljóða umbeðið nafnleyfi.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 39. fundur - 23.06.2025

Vísað frá 75. fundi skipulagsnefndar þann 28. maí sl., þannig bókað:
"Sigfríður Jódís Halldórsdóttir þinglýstur eigandi jarðarinnar Steinn, landnr. 145959, óskar eftir breytingu á byggingarreit sem áður var samþykktur á 53. fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar 27. júní 2024 og staðfest á 104. fundi byggðarráðs Skagafjarðar dags. 3. júlí 2024. Óskað er eftir færslu og breyttri afmörkun byggingarreitsins í samræmi við niðurstöður nýs hættumats sem unnið var af Sveini Brynjólfssyni og Brynjólfi Sveinsson hjá Veðurstofu Íslands dags. 13.maí 2025 fyrir landeiganda. Stærð byggingarreitsins var 2.650 en verður 2.028 m² að stærð eftir breytingu, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 73530000 útg. br. 22. maí 2025. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni og Ínu Björk Ársælsdóttir
Hættumatið leiðir í ljós að byggingarreiturinn sem fyrirhugaður var, sé á hættusvæði bæði vegna snjóflóða og aurskriðna en að sunnan hans sé um 100 m breið spilda utan hættusvæða þar sem leyfilegt er að byggja íbúðarhús, eins og kemur fram í niðurstöðu skýrslu Veðurstofunnar. Nýr byggingarreitur færist um 50 metra til suðurs og lendir innan spildunnar sem er utan hættsvæða.
Einnig óskar þinglýstur eigandi jarðarinnar Steins lnr. 145959 eftir að breyta staðfangi jarðarinnar í "Urð". Ekkert annað landnúmer í Skagafirði hefur nafnið Urð.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna færslu byggingarreits og samþykkir jafnframt samhljóða umbeðið nafnleyfi."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum umbeðna færslu byggingarreits.