Landbúnaðar- og innviðanefnd
Dagskrá
1.Málefni fjallskilasjóðs Staðarhrepps
Málsnúmer 2506071Vakta málsnúmer
2.Erindi frá Nafabændum
Málsnúmer 2506072Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Fjáreigendafélag Sauðárkróks, dagsett 5. júní sl. Fjáreigendafélagið ítrekar ósk sína um að gert sé ráð fyrir fjárborgum í nýju aðalskipulagi Skagafjarðar, á Nöfum eða í nágrenni Sauðárkróks.
Landbúnaðar- og innviðanefnd þakkar fyrir innsent erindi og vill ítreka afgreiðslu 72. fundar skipulagsnefndar, þann 30. apríl sl., þar sem skipulagsnefnd benti á að um framtíðarstefnu sé að ræða. Önnur svæði eru framar í röðinni þegar kemur að því að ryðja land fyrir íbúabyggð, t.a.m. Sveinstúnið sem er á fjárhagsáætlun ársins 2025 og því ljóst að búskapur á Nöfum verður ekki látinn víkja fyrir íbúabyggð á næstu árum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd þakkar fyrir innsent erindi og vill ítreka afgreiðslu 72. fundar skipulagsnefndar, þann 30. apríl sl., þar sem skipulagsnefnd benti á að um framtíðarstefnu sé að ræða. Önnur svæði eru framar í röðinni þegar kemur að því að ryðja land fyrir íbúabyggð, t.a.m. Sveinstúnið sem er á fjárhagsáætlun ársins 2025 og því ljóst að búskapur á Nöfum verður ekki látinn víkja fyrir íbúabyggð á næstu árum.
3.Fjarskiptasamband í Skagafirði
Málsnúmer 2505251Vakta málsnúmer
Lögð fram fyrirspurn frá Sólborgu Sigurrósu Borgarsdóttur, fulltrúa sjálfstæðismanna í landbúnaðar- og innviðanefnd, svohljóðandi:
"Fjarskiptamál í Skagafirði
Nú stendur til að fella niður senda 2g og 3g á landinu.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-05-27-ymis-taeki-haetta-ad-virka-thegar-slokkt-verdur-a-2g-og-3g-444810
Hver er staðan á fjarskiptamálum í Skagafirði?
Liggur fyrir hve stórt svæði bæði í byggð og upp á hálendi sem er án samband eða í mjög slæmu sambandi?
Er til framtíðarskipulag á uppsetningu senda á þessu svæði?
Er sendum haldið réttilega við til að tryggja öryggi íbúa og gesta á svæðinu?
Hvaða yfirsýn höfum við um stöðuna?"
Landbúnaðar- og innviðanefnd lýsir áhyggjum af hugsanlegum neikvæðum áhrifum þess að öllum 2G og 3G sendum í Skagafirði verði lokað frá og með næstu áramótum. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að að fela sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að afla upplýsinga frá Fjarskiptastofu um fjölda senda í Skagafirði sem lagðir verða af og hugsanleg áhrif þess á fjarskipti í Skagafirði.
"Fjarskiptamál í Skagafirði
Nú stendur til að fella niður senda 2g og 3g á landinu.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-05-27-ymis-taeki-haetta-ad-virka-thegar-slokkt-verdur-a-2g-og-3g-444810
Hver er staðan á fjarskiptamálum í Skagafirði?
Liggur fyrir hve stórt svæði bæði í byggð og upp á hálendi sem er án samband eða í mjög slæmu sambandi?
Er til framtíðarskipulag á uppsetningu senda á þessu svæði?
Er sendum haldið réttilega við til að tryggja öryggi íbúa og gesta á svæðinu?
Hvaða yfirsýn höfum við um stöðuna?"
Landbúnaðar- og innviðanefnd lýsir áhyggjum af hugsanlegum neikvæðum áhrifum þess að öllum 2G og 3G sendum í Skagafirði verði lokað frá og með næstu áramótum. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að að fela sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að afla upplýsinga frá Fjarskiptastofu um fjölda senda í Skagafirði sem lagðir verða af og hugsanleg áhrif þess á fjarskipti í Skagafirði.
4.Skagafjörður - Rammaáætlun 2026
Málsnúmer 2505014Vakta málsnúmer
Fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2026 ásamt forsendum lagður fram til kynningar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að boða forstöðumenn deilda sem heyra undir nefndina á fund nefndarinnar til að fara yfir rekstur sinnar deildar. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki í lok ágúst.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að boða forstöðumenn deilda sem heyra undir nefndina á fund nefndarinnar til að fara yfir rekstur sinnar deildar. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki í lok ágúst.
Fundi slitið - kl. 11:25.
Á fundinn kom stjórn Fjallskilanefndar Staðarhrepps: Jónína Stefánsdóttir, Linda Jónsdóttir og Þröstur Erlingsson til að ræða málið.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela landbúnaðar- og umhverfisfulltrúa að auglýsa eftir aðila til viðhalds á girðingum samkvæmt umræðum á fundinum.