Lagt fram erindi frá Fjáreigendafélag Sauðárkróks, dagsett 5. júní sl. Fjáreigendafélagið ítrekar ósk sína um að gert sé ráð fyrir fjárborgum í nýju aðalskipulagi Skagafjarðar, á Nöfum eða í nágrenni Sauðárkróks.
Landbúnaðar- og innviðanefnd þakkar fyrir innsent erindi og vill ítreka afgreiðslu 72. fundar skipulagsnefndar, þann 30. apríl sl., þar sem skipulagsnefnd benti á að um framtíðarstefnu sé að ræða. Önnur svæði eru framar í röðinni þegar kemur að því að ryðja land fyrir íbúabyggð, t.a.m. Sveinstúnið sem er á fjárhagsáætlun ársins 2025 og því ljóst að búskapur á Nöfum verður ekki látinn víkja fyrir íbúabyggð á næstu árum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd þakkar fyrir innsent erindi og vill ítreka afgreiðslu 72. fundar skipulagsnefndar, þann 30. apríl sl., þar sem skipulagsnefnd benti á að um framtíðarstefnu sé að ræða. Önnur svæði eru framar í röðinni þegar kemur að því að ryðja land fyrir íbúabyggð, t.a.m. Sveinstúnið sem er á fjárhagsáætlun ársins 2025 og því ljóst að búskapur á Nöfum verður ekki látinn víkja fyrir íbúabyggð á næstu árum.