Fara í efni

Fréttir

Sumarátaksstörf námsmanna og átaksverkefnið V.I.T

29.05.2020
Fréttir
Fjölbreytt og áhugaverð sumarstörf eru í boði fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, sem eru með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði og eru á milli anna í námi. Störfin eru hluti af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samstarfi við Vinnumálastofnun og eru 9 störf í boði. Störfin eru af ýmsum toga, t.d. umhverfisstörf sem felast í fegrun umhverfis og...

Sumarbúðir fyrir ungmenni með ADHD og/eða einhverfu í Háholti í sumar

28.05.2020
Fréttir
Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, Vilmundur Gíslason framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar undirrituðu í dag samning um sumarbúðir í Háholti fyrir ungmenni með ADHD og/eða einhverfu í sumar. Sumarbúðirnar eru ætlaðar ungmennum á aldrinum 8 – 18...

Viljayfirlýsing um koltrefjaframleiðslu í Skagafirði

27.05.2020
Fréttir
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu koltrefjaframleiðslu í Skagafirði. Samræmist viljayfirlýsingin stefnu stjórnvalda um eflingu nýfjárfestingar í íslensku atvinnulífi og samkeppnishæfni...

Formleg opnun 1. áfanga Sundlaugar Sauðárkróks

25.05.2020
Fréttir
Formleg opnun 1. áfanga Sundlaugar Sauðárkróks fór fram í dag en framkvæmdir við þennan fyrsta áfanga hófust í byrjun árs 2018. Talsverðar breytingar hafa orðið á útliti sundlaugarinnar sem og skipulagi í sundlaugarhúsinu. Allir klefar eru á 2. hæð hússins en kvennaklefinn var áður á jarðhæð. Leitast var eftir að hafa aðgengi sem best fyrir alla...

Opnunartími sundlauga á uppstigningardag

20.05.2020
Fréttir
Sundlaugarnar á Hofsósi, Sauðárkróki og í Varmahlíð verða opnar sem hér segir á uppstigningardag: Sundlaug Sauðárkróks 10:00 - 16:00 Sundlaugin Varmahlíð 10:00 - 16:00 Sundlaugin Hofsósi 07:00 - 13:00 og 17:00 - 20:00

Garðaúrgangur í Varmahlíð og nágrenni

18.05.2020
Fréttir
Móttaka garðaúrgangs verður tímabundið í Víðimelslandi á bökkum Húseyjarkvíslar neðan sumarhúsabyggðar. Ekið skal austan Vélavals. Vinsamlegast virðið hámarkshraða 30 km/klst og sýnið sumarhúsagestum fulla tillitsemi.

Skagfirskar leiguíbúðir hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúðar í almenna íbúðaleigukerfinu

18.05.2020
Fréttir
Skagfirskar leiguíbúðir hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúðar í almenna íbúðaleigukerfinu. Um er að ræða eina þriggja herbergja íbúð að Laugatúni 25 á Sauðárkróki. Markmið Skagfirskra leiguíbúða hses. með byggingu almennra íbúða er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr....

Sundlaugar í Skagafirði opna mánudaginn 18. maí

17.05.2020
Fréttir
Sundlaugarnar á Sauðárkróki, Hofssósi og í Varmahliíð opna á mánudagsmorgun samkvæmt auglýstum opnunartíma sem finna má hér. Opnun lauganna er þó háð þeim takmörkunum að aðeins mega 50 manns vera á laugarsvæði hverrar laugar hverju sinni, auk þess sem ekki verður boðið uppá viðbótarþjónustu, t.d. einsog hárblásara. Viðskiptavinir eru svo minntir...

Hafna- og fjöruhreinsun í dag

15.05.2020
Fréttir
Umhverfisdagar Skagafjarðar standa nú yfir og í dag er hafna- og fjöruhreinsun á dagskrá. Í dag tók starfsfólk Skagafjarðarveitna, Þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins, garðyrkjudeildar sveitarfélagsins og starfsmenn Skagafjarðarhafna heldur betur til hendinni og hreinsaði við hafnarsvæðið á Sauðárkróki, en þar hafði safnast saman mikið magn af...