Fara í efni

Fréttir

Til sölu veiðileyfi í Laxá í Laxárdal

12.06.2020
Fréttir
Veiðileyfi í eigu sveitarfélagsins í Laxá í Laxárdal í fyrrum Skefilsstaðahreppi eru til sölu. Um er að ræða tvo daga 2. ágúst og 13. ágúst. Veiðisvæðin eru tvö. Svæði 1 er frá ósi árinnar við Sævarland að brúnni við Skíðastaði og svæði 2 frá brúnni að Háafossi.

Forsetakosningar 2020 - auglýsing vegna kjörskrár

10.06.2020
Fréttir
Kjörskrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna forsetakosninga 27. júní 2020 liggur frammi í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, Skagfirðingabraut 21, alla virka daga frá kl. 9 til 16 frá og með þriðjudeginum 16. júní 2020 til kjördags.

Formleg opnun hitaveitu

09.06.2020
Fréttir
Fimmtudaginn 4. júní 2020 kl. 16:00 fór fram formleg opnun á heitavatnslögn frá Hofsósi að Neðri Ási í Hjaltadal og Ásgarðsbæjunum. Góður hópur var viðstaddur athöfnina þegar formaður veitunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Haraldur Þór Jóhannsson, ræsti dælu í gang í dælustöðinni í Hofsósi sem flytur heita vatnið að dælustöð á...

Tilkynning - lokun sundlauga vegna námskeiða

08.06.2020
Fréttir
Sundlaugin á Sauðárkróki verður lokuð þriðjudaginn 9. júní fram til kl 17 vegna námskeiðs starfsmanna. Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð miðvikudaginn 10. júní fram til kl 17 einnig vegna námsskeiðs starfsmanna. Minnum á að sundlaugin í Varmahlíð er opin báða dagana.

Ráðherra skoðar nýjar almennar leiguíbúðir á Sauðárkróki

05.06.2020
Fréttir
Ásmundur Einar Daðason ráðherra húsnæðismála var í Skagafirði á dögunum og skoðaði framkvæmdir við nýjar almennar leiguíbúðir í Laugatúni á Sauðárkróki. Þar er verið að taka í notkun átta almennar leiguíbúðir í tveimur húsum á vegum Skagfirskra leiguíbúða hses. og eru fjórar íbúðir þegar tilbúnar og búið að afhenda leigjendum. Eru þessar íbúðir liður í uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni sem Ásmundur Einar hefur unnið að í sinni ráðherratíð.

Sveitarstjórnarfundur 3. júní 2020

01.06.2020
Fréttir
Næsti fundur Sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 3. júní að Sæmundargötu 7

Skráning er hafin í Sumar - TÍM 2020

29.05.2020
Fréttir
Sumar - TÍM stendur fyrir tómstundir, íþróttir og menningu. Fjölbreytt starf er í boði, má þar nefna Grallara, Litla listamanninn, Eldhússnillinga, fótbolta, körfubolta, golf og margt fleira. Börn þurfa ekki að hafa fasta búsetu í Skagafirði til þess að geta sótt Sumar - TÍM.  Sumar - TÍM er fyrir börn fædd 2013-2008 og hefst í beinu...

Umfangsmiklar aðgerðir til eflingar Skagafirði

29.05.2020
Fréttir
Á undanförnum vikum hefur Sveitarfélagið Skagafjörður unnið að tillögum til viðspyrnu fyrir samfélagið vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 veiran hefur haft í för með sér. Tillögurnar hafa verið ræddar og mótaðar í góðri samvinnu allra flokka í byggðarráði sveitarfélagsins síðan í mars síðast liðnum og hafa sumar þeirra þegar komið til...

Opnunartími sundlauga um hvítasunnuhelgina

29.05.2020
Fréttir
Opnunartími sundlauganna í Sveitarfélaginu Skagafirði dagana 30. maí – 1. júní verður sem hér segir: Sundlaug Sauðárkróks 10 – 16 Sundlaugin Varmahlíð 10 – 16 Sundlaugin á Hosfósi 11 – 16   Kv, Starfsfólk sundlauganna