Fara í efni

Fréttir

Fræðsludegi 2020 aflýst

17.08.2020
Fréttir
Í dag, mánudaginn 17. ágúst, stóð til að árlegur fræðsludagur skólanna í Skagafirði yrði haldinn í Miðgarði, Varmahlíð. Vegna fjöldatakmarkana sem í gildi eru vegna Covid 19 varð því miður að aflýsa fræðsludeginum í þetta sinn. Von var á u.þ.b. 230 þátttakendum, starfsfólki úr leik-, grunn- og Tónlistarskóla Skagafjarðar, starfsfólki...

Rotþróarlosun

04.08.2020
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður mun standa fyrir losun rotþróa á næstkomandi vikum.

Hertar sóttvarnarráðstafanir í sundlaugunum í Skagafirði frá og með kl. 12 föstudaginn 31. júlí.

31.07.2020
Fréttir
Samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis taka í gildi hertar sóttvarnarráðstafanir í sundlaugunum í Skagafirði frá og með kl. 12 föstudaginn 31. júlí.

Við erum öll almannavarnir

30.07.2020
Fréttir
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis, sem og Sveitarfélagið Skagafjörður, brýna fyrir fólki að halda áfram uppteknum venjum um einstaklingsbundnar smitvarnir í ljósi þeirra smita sem eru í samfélaginu. Við erum öll almannavarnir!

Rafrænt afmælisrit Golfklúbbs Skagafjarðar

30.07.2020
Fréttir
Golfklúbbur Skagafjarðar gaf nýverið út afmælisrit í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins. Blaðið er 40 blaðsíður og stútfullt af viðtölum, frásögnum og sögu klúbbsins. Nálgast má blaðið hér.

Visit Skagafjörður app fyrir snjalltækin

17.07.2020
Fréttir
Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði gaf út í byrjun sumars smáforrit/app fyrir snjalltæki þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um alla þá afþreyingu og þjónustu sem í boði er í Skagafirði á auðveldan hátt, beint í símann eða spjaldtölvuna. Appið er einskonar leiðarvísir og ferðafélagi og mjög auðvelt í notkun. Þar er hægt að fá gagnlegar...

Nýir rekstraraðilar á Sólgörðum

17.07.2020
Fréttir
Sundlaugin á Sólgörðum verður opnuð í dag, föstudaginn 17. júlí, en nýir rekstraraðilar eru teknir við rekstrinum eftir undirritun samnings á síðasta miðvikudag. Það er fyrirtækið Sótahnjúkur ehf sem mun annast alla umsjón og bera ábyrgð á starfssemi laugarinnar næstu þrjú árin. Sundlaugin verður opin í dag milli kl 15-21 og verður ókeypis í laugina og heitt á könnunni af því tilefni.

Breytingar á opnunartíma afgreiðslu ráðhússins í sumar

09.07.2020
Fréttir
Vegna sumarleyfa mun afgreiðsla ráðhússins á Sauðárkróki vera lokuð í hádeginu, milli kl 12:00 og 13:00, frá föstudeginum 10. júlí til föstudagsins 31. júlí. Vakin er athygli á að afgreiðslan er þess utan opin alla virka daga frá kl 09:00-12:00 og 13:00-16:00.

Glæsilegur vatnspóstur vígður á Hofsósi

06.07.2020
Fréttir
Glæsilegur vatnspóstur var vígður á Hofsósi sl. föstudag. Vatnspósturinn er gjöf frá Svanhildi Guðjónsdóttur og fjölskyldu og er til minningar um eiginmann Svanhildar, Friðbjörn Þórhallsson. Minnisvarðinn er mikil prýði og stendur við sundlaugina á Hofsósi, rétt fyrir ofan Staðarbjargavík þar sem spor Friðbjörns gjarnan lágu eins og segir á...