Fara í efni

Fréttir

Lokun vegna hitaveituframkvæmda á Sauðárkróki- Hegrabraut við Strandveg

14.10.2020
Fréttir
Vegna vinnu við lagningu hitaveitu á Sauðárkróki verður Hegrabraut lokuð við Strandveg fimmtudaginn 15. október. Varir lokunin frá kl 7:00 og fram eftir degi. Hjáleiðir eru um Borgargerði og Hólmagrund. 

Njótum vetrarfrísins saman í okkar heimabyggð!

14.10.2020
Fréttir
Við getum sannarlega verið stolt af þeirri samstöðu sem myndast hefur í okkar samfélagi undanfarnar vikur í því ástandi sem við búum öll við vegna Covid – 19.   Nú í aðdraganda vetrarfrís grunnskólanna er mikilvægt að við stöndum þétt saman og fylgjum tilmælum aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra:  “Aðgerðastjórn almannavarna á...

Komdu á safn í vetrarfríinu

14.10.2020
Fréttir
Undanfarin ár hefur Byggðasafn Skagfirðinga verið með dagskrá í vetrarfríi grunnskólanna í Skagafirði. Vegna ástandsins í samfélaginu sjáum við okkur ekki fært að vera með viðburð í sama formi og áður en viljum samt sem áður hvetja fjölskyldur til að koma og njóta útivistar og samverustundar á fallegu safnasvæðinu í Glaumbæ dagana 15. til 16....

Samfélagsverðlaun Skagafjarðar veitt í fimmta sinn.

09.10.2020
Fréttir
Samfélagsverðlaun Skagafjarðar voru veitt í fimmta sinn í dag í fallegu haustveðri. Verðlaunin eru árlega veitt þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag. Venja er að veita verðlaunin á setningu Sæluviku en vegna samkomutakmarkana var...

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2021

09.10.2020
Fréttir
Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2021:   Atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir   Verkefnastyrkir á menningarsviði   Stofn- og rekstrarstyrkir á menningarsviði Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 16. nóv. nk.  Á heimasíðu SSNV http://www.ssnv.is/is/uppbyggingarsjodur er að...

Auglýsing um skipulagsmál

08.10.2020
Fréttir
Deiliskipulagsmál  Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt skipulagslýsing  fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni:    Miklihóll land 2, L221574. Skagafirði. (Laufsalir).Deiliskipulag frístundasvæðis. Kynnt er skipulagslýsing  vegna deiliskipulags fyrir spilduna Laufsali, sem tekur til um 21ha svæðis og afmarkast að...

Félagsmiðstöð á flakki - frestað

07.10.2020
Fréttir
Félagsmiðstöð á flakki fyrir eldriborgara frestast um óákveðin tíma vegna samkomutakmarkana vegna Covid-19.Eru það viðburðir sem áttu að vera á Hofsósi, Ketilási, Hegranesi og á Skagaf. Sirrý Sif Sigurlaugardóttir félagsráðgjafi hjá sveitarfélaginu heldur utan um verkefnið og vill minna á að hægt er að það er alltaf hægt að ná sambandi við...

Tilkynning um breytta starfsemi í Ráðhúsinu á Sauðárkróki

05.10.2020
Fréttir
Samkvæmt aðgerðaáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar um órofna starfsemi og þjónustu vegna COVID-19 smithættu verða breytingar á starfsemi og aðgengi að Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Eftirfarandi gildir frá og með mánudeginum 5. október 2020: Afgreiðsla Ráðhússins verður opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-16. Þangað er hægt að hringja á...

Góð aðsókn í sundlaugar í Skagafirði framan af sumri

01.10.2020
Fréttir
Aðsókn í sundlaugarnar s.l. sumar var með miklum ágætum framan af sumri þar sem greinilegt var að Íslendingar voru duglegir að heimsækja laugarnar. Sér í lagi var ánægjulegt að sjá fjölgun gesta í laugunum á Sauðárkróki og í Varmahlíð, en metfjöldi gesta sótti sundlaugina í Varmahlíð í sumar. Í lok sumars var fækkun gesta aðeins -2,5% milli ára...