Fara í efni

Fréttir

Sundlaugar opna fimmtudaginn 10. des

09.12.2020
Fréttir
Með hliðsjón af reglugerð heilbrigðisráðherra sem taka mun gildi 10. desember og gilda til 12. janúar munu sundlaugar sveitarfélagsins opna samkvæmt áður auglýstum opnunartíma. Að hámarki má gestafjöldi aðeins vera helmingur af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi. Sundlaugagestir þurfa að huga að eigin sóttvörnum og mikilvægt að virða...

Fjárhagsáætlun 2021 – áherslur og sjónarmið íbúa

03.12.2020
Fréttir
Vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 er í fullum gangi og var fyrri umræða fjárhagsáætlunar samþykkt á 404. fundi sveitarstjórnar og jafnframt vísað aftur til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 gera ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 6.219 m.kr. hjá...

Kennsla fellur niður í Varmahlíðarskóla og Grunnskólanum austan Vatna

03.12.2020
Fréttir
Skólahald fellur niður í dag, fimmtudaginn 3. desember, í Varmahlíðarskóla og í Grunnskólanum austan Vatna vegna veðurs og ófærðar. Jafnframt fellur kennsla niður í tónlistarskólum á sömu stöðum. Leikskólar í Hofsósi, Varmahlíð og á Hólum eru opnir.

Laus störf hjá Sveitarfélaginu Skagafirði

03.12.2020
Fréttir
Laus eru til umsóknar störf leikskólakennara og matráðs á leikskólanum Ársölum, stöður skólaliða í Varmahlíðarskóla og Grunnskólanum austan Vatna, starf í heimaþjónustunni og í afgreiðslunni í ráðhúsi sveitarfélagsins.

Íbúar hvattir til að fara sparlega með heitt vatn

02.12.2020
Fréttir
Spáð er miklum vindi og lágu hitastigi næstu daga hér í Skagafirði og verður því óvenju kalt hér á svæðinu. Í veðuraðstæðum sem þessum reynir mikið á hitaveituna og eru íbúar hvattir til að fara sparlega með heitavatnið. Gott er að hafa eftirfarandi atriði í huga varðandi heitavatnsnotkun næstu daga: Hafa glugga lokaða Láta ekki renna í heita...

Vinningshafar í hreyfi-jólabingóinu

01.12.2020
Fréttir
Dregið hefur verið um vinningshafa í hreyfi-jólabingói Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem fram fór um síðustu helgi. Alls bárust 32 innsend spjöld og var dregið um 5 vinningsspjöld. Bingóhafarnir heppnu eru: Eyrún Sævarsdóttir Arney Sindradóttir Dúfa Ásbjörnsdóttir Emilía, Bríet og Patrekur Elí Dagný Huld Gunnarsdóttir Við óskum heppnum...

Auglýsing vegna verndarsvæðis í byggð - Aðalgata 10a

30.11.2020
Fréttir
Byggingarleyfisumsókn frá eiganda Aðalgötu 10a liggur fyrir hjá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins. Sótt er um leyfi til að gera breytingar á útliti neðri hæðar hússins sem er byggt árið 1958 og er áætlaður verktími um sex mánuðir. Húsið stendur innan verndarsvæðis í byggð sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki.

Leiðbeiningar og ráðstafanir um jól og áramót vegna Covid-19

30.11.2020
Fréttir
Á upplýsingasíðunni covid.is er farið yfir helstu leiðbeiningar og ráðstafanir um jól og áramót vegna Covid-19. Rík hefð er fyrir því að fólk komi saman og njóti samverunnar og alls þess sem hátíðarnar hafa upp á að bjóða. Það er ljóst að hátíðin sem senn gengur í garð verður frábrugðin því sem við eigum að venjast. Samt sem áður höfum við ýmsa...

Upplýsingar um jólasveinalestina

27.11.2020
Fréttir
Jólasveinarnir ætla að laumast til byggða laugardaginn 28. nóvember og taka rúnt um valdar götur á Sauðárkróki í bílalest með blikkljós og jólatónlist. Viðburðurinn hefst kl 16:30 og mun taka um klukkustund. Fjölskyldur eru hvattar til að kíkja út og vinka sveinka. Til að forðast hópamyndanir keyra sveinarnir stóran rúnt og gefst okkur kostur á að...