Frá og með 13. janúar 2021 breytist opnunartími afgreiðslu Ráðhússins.
Afgreiðsla og símsvörun verður opin frá kl. 10 til kl. 15 (opið í hádeginu).
Hvatt er til þess að erindi séu send til sveitarfélagsins með rafrænum hætti eftir því sem hægt er.
Viðskiptavinum er bent á að á heimasíðu sveitarfélagsins er hægt að nálgast upplýsingar um...
Vegna óviðráðanlegra orsaka verður skerðing á opnun sundlauganna á Hofsósi og í Varmahlíð á morgun, þriðjudaginn 12. janúar. Á Hofsósi verður heiti potturinn opinn en sundlaugin er enn að ná réttu hitastigi. Í Varmahlíð verða barnalaugin og heiti potturinn opin. Opnun sundlaugarinnar ræðst í fyrramálið.
Vegna hins mikla kulda sem nú ríkir er afkastageta Skagafjarðarveitna komin að þolmörkum.
Til þess að hægt sé að tryggja afhendingaröryggi til húshitunar biðla Skagafjarðarveitur til fólks að láta ekki renna í heita potta meðan kuldakastið varir.
Einnig er notendum bent á að stilla ofna svo að þeir séu heitir að ofan og nokkuð kaldir að neðan, varast að byrgja ofna, t.d. með gluggatjöldum og eða öðru.
Búast má við að viðlíka ástand komi upp á næstu mánuðum þegar svo kalt er í veðri og eru notendur beðnir að hafa það í huga.
Vegna óviðráðanlegra orsaka verður skerðing á opnun á sundlaugunum á Hofsósi og í Varmahlíð á morgun, sunnudaginn 10. janúar. Á Hofsósi verður aðeins barnalaugin og heiti potturinn opinn. Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð.
Nú er árið 2021 hafið og óhætt að segja að óvenjulegt ár sé að baki þar sem margar nýjar áskoranir litu dagsins ljós. Við slík tímamót er vel við hæfi að líta um öxl og skoða það sem upp úr stóð hjá Sveitarfélaginu Skagafirði á nýliðnu ári. 213 fréttir og tilkynningar voru birtar á heimasíðu sveitarfélagsins og 426 færslur á Facebook.
Hér verður...
Fyrstu skammtar af bóluefninu við COVID-19 frá lyfjaframleiðandanum Pfizer komu í Skagafjörð í morgun og hófst bólusetning stuttu eftir hádegi í dag. Frá þessu er greint á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands vestra. Unnið er eftir forgangsröðun sem er í samræmi við reglugerð og tilmælum sóttvarnalæknis. Allir íbúar á dvalar- og...
Það var ófögur sjón sem blasti við starfsmönnum þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins í byrjun desember þegar farið var um Skógarhlíðina fyrir ofan vatnshúsið á Sauðárkróki. Svo virðist sem óprúttnir aðilar hafi gert það að leik sínum að höggva niður tré með öxi eða álíka verkfærum til þess eins að fella þau. Um 10 tré lágu í valnum og meirihluti...