Skerðing á opnun sundlauga í Varmahlíð og á Hofsósi þriðjudaginn 12. janúar

Sundlaugin á Hofsósi.
Sundlaugin á Hofsósi.

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður skerðing á opnun sundlauganna á Hofsósi og í Varmahlíð á morgun, þriðjudaginn 12. janúar. Á Hofsósi verður heiti potturinn opinn en sundlaugin er enn að ná réttu hitastigi. Í Varmahlíð verða barnalaugin og heiti potturinn opin. Opnun sundlaugarinnar ræðst í fyrramálið.