Fara í efni

Fréttir

Auglýsing vegna breytinga á fyrirhuguðum framkvæmdum við Aðalgötu 16b - verndarsvæði í byggð

27.01.2021
Fréttir
Umsókn um byggingarleyfi vegna Aðalgötu 16b á Sauðárkróki liggur fyrir hjá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins. Framkvæmdirnar eru innan verndarsvæðis í byggð sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki sem var staðfest af ráðherra þann 11. febrúar 2020. Með vísan til 6. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015, skal sveitarstjórn auglýsa fyrirhugaðar framkvæmdir áður en tekin er ákvörðun um leyfi til framkvæmda. Þannig er almenningi og hagsmunaaðilum veitt tækifæri til að koma sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri við sveitarstjórn áður en ákvörðun er tekin um framkvæmdina.

Álagningu fasteignagjalda 2021 lokið

27.01.2021
Fréttir
Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum „Mínar síður“. Við álagningu nú í janúar er reiknaður afsláttur á fasteignaskatt til bráðabirgða hjá elli- og...

Hafnarsvæðið á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu

27.01.2021
Fréttir
Lögreglan á Norðurlandi vestra í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands hefur ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. Lögreglan greindi frá þessu á Facebook síðu sinni í nótt.Öll umferð um hafnarsvæðið frá göngubrú yfir Hofsá við Frændgarð og að Nöfum er stranglega bönnuð vegna stórrar sprungu sem myndast hefur í...

Tilkynning frá Sundlaug Sauðárkróks

25.01.2021
Fréttir
Vegna bilunar er Sundlaugin á Sauðárkróki lokuð í dag, mánudaginn 25. janúar. Heitu pottarnir og gufur eru opnar.

Tilkynning frá Sundlauginni á Hofsósi

24.01.2021
Fréttir
Af óviðráðanlegum orsökum verður Sundlaugin á Hofsósi lokuð í dag, sunnudaginn 24. janúar, en sökum kuldatíðar hefur sundlaugin kólnað niður í 21 gráðu. Vonast er til þess að hægt verði að opna laugina á morgun, mánudag.  

Framlenging á gildistíma árskorta í sundlaugar Sveitarfélagsins vegna lokana

22.01.2021
Fréttir
Á 285. fundi félags- og tómstundanefndar, þann 14. janúar s.l., var ákveðið að framlengja gildistíma árskorta í sundlaugar Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem nemur lokunum vegna Covid-19 faraldursins á árinu 2020.  Við útfærsluna verður mið tekið af því hvenær kortin voru keypt þannig finna megi út hversu marga daga hver og einn missti vegna...

Íþróttamaður Skagafjarðar 2020

22.01.2021
Fréttir
Frjálsíþróttamaðurinn Ísak Óli Traustason var á dögunum valinn Íþróttamaður ársins í Skagafirði 2020. Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu var valið lið ársins og þjálfarar þess, Guðni Þór Einarsson og Jón Stefán Jónsson, eru þjálfarar ársins. Á heimasíðu UMSS segir: „Síðustu ár hefur íþróttafólkið okkar safnast saman við hátíðlega stund í...

Öllu skólahaldi í Varmahlíð, Hólum og Hofsósi aflýst í dag

22.01.2021
Fréttir
Skólhaldi í grunn- og tónlistarskóla í Varmahlíð, Hólum og Hofsósi er aflýst í dag vegna veðurs. 

Grænbók um byggðamál til umsagnar

20.01.2021
Fréttir
Grænbók um byggðamál, sem ætlað er að veita upplýsingar um núverandi stöðu byggðamála, hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Leitast er við að svara því hvernig núgildandi byggðaáætlun hefur reynst og hverjar séu helstu áskoranir næstu 15 ára. Almenningur hefur tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar um grænbókina en frestur til að...