Auglýsing vegna breytinga á fyrirhuguðum framkvæmdum við Aðalgötu 16b - verndarsvæði í byggð
27.01.2021
Fréttir
Umsókn um byggingarleyfi vegna Aðalgötu 16b á Sauðárkróki liggur fyrir hjá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins. Framkvæmdirnar eru innan verndarsvæðis í byggð sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki sem var staðfest af ráðherra þann 11. febrúar 2020.
Með vísan til 6. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015, skal sveitarstjórn auglýsa fyrirhugaðar framkvæmdir áður en tekin er ákvörðun um leyfi til framkvæmda. Þannig er almenningi og hagsmunaaðilum veitt tækifæri til að koma sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri við sveitarstjórn áður en ákvörðun er tekin um framkvæmdina.