Fara í efni

Fréttir

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina

12.02.2021
Fréttir
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hefur opnað fyrir umsóknir um Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina.   Hlutverk styrkjanna, sem nú verða veittir í fyrsta sinn, er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna...

Frítt í Glaumbæ miðvikudaginn 10. febrúar.

09.02.2021
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður býður frítt í Glaumbæ á morgun, miðvikudaginn 10. febrúar. Er þetta hluti af samvinnuverkefninu “Fáðu þér G-Vítamín - Gleymdu þér á safni” sem Geðhjálp stendur fyrir. Er aðal markmið verkefnisins að stappa stálinu í fólk á erfiðum tímum og fylla á G-vítamín byrgðirnar.    Fréttatilkynning frá Geðhjálp má sjá hér að...

Myndband frá Leikskólanum Ársölum í tilefni af Degi leikskólans

05.02.2021
Fréttir
Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur 6. febrúar og er fagnað á leikskólum landsins í dag, 5. febrúar, þar sem 6. febrúar lendir á laugardegi þetta árið. Er þetta í 14. skipti sem deginum er fagnað með formlegum hætti.   Sjötti febrúar er merkilegur dagur í sögu íslenska leikskólans en á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar...

Íbúasamráðsfundir vegna mótunar skólaumhverfis í Varmahlíð

04.02.2021
Fréttir
Vilt þú koma skoðun þinni á framfæri? Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur stefna sameiginlega að uppbyggingu skólamannvirkja fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla á einum stað í núverandi húsnæði Varmahlíðarskóla. Leitað er að áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í undirbúningi í mótun skólaumhverfis í Varmahlíð. Markmiðið er að ná...

Svikapóstur í nafni sveitarfélagsins

03.02.2021
Fréttir
Sveitarfélagið hefur fengið tilkynningar um tölvupóst sem virðist berast frá netfangi sveitarfélagsins. Um er að ræða tölvupóst sem lítur út fyrir að geyma raddskilaboð og kemur frá aflögðu tölvupóstfangi fyrrum starfsmanns sveitarfélagsins. Viðtakendur tölvupóstsins eru beðnir um að eyða póstinum og smella ekki á viðhengi eða slóð sem í póstinum...

Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur vegna áhrifa Covid-19

03.02.2021
Fréttir
Eins og fram kom í frétt hér á heimasíðunni í nóvember sl. þá er opið fyrir umsóknir um sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Er þetta hluti af aðgerðum stjórnvalda vegna Covid-19 þar sem markmiðið er að jafna tækifæri barna til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Hægt er að sækja um fyrir...

Dagur kvenfélagskonunnar er í dag, 1. febrúar

01.02.2021
Fréttir
Í dag, 1. febrúar, er Dagur kvenfélagskonunnar og jafnframt stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, en árið 2010 var 1. febrúar formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna í 140 ár.  Dagurinn hefur fest sig í sessi undanfarin ár og er hans nú getið á fjölmörgum dagatölum og í...

Sorp skilið eftir við Staðarrétt

29.01.2021
Fréttir
Þann 18. nóvermber sl. opnaði Farga móttökustöð í Varmahlíð og er um mikið framfaraskref að ræða í flokkun sorps í dreifbýli Skagafjarðar. Samhliða opnun Förgu móttökustöðvar voru sorpgámar í dreifbýli vestan Vatna í Skagafirði og í Akrahreppi fjarlægðir. Borið hefur þó á því að sorp hefur verið skilið eftir á þeim stöðum þar sem sorpgámarnir voru...

Framkvæmdir við endurbætur Sundlaugar Sauðárkróks hafnar

28.01.2021
Fréttir
Framkvæmdir við stækkun Sundlaugar Sauðárkróks hófust um miðjan janúar og luku Vinnuvélar Símonar við jarðvegsframkvæmdir nýlega. Um 2. áfanga er að ræða í endurbótum og stækkun Sundlaugar Sauðárkróks en 1. áfangi var formlega tekinn í notkun 25. maí sl. Þær framkvæmdir sem nú eru hafnar snúa að viðbyggingu setlauga og rennibrauta við núverandi...