Fara í efni

Fréttir

Sveitarfélagið Skagafjörður býður frítt opið internet á völdum stöðum

30.04.2021
Fréttir
Skagfirðingum og gestum gefst nú tækifæri til þess að tengjast internetinu án endurgjalds á völdum almenningsstöðum innan sveitarfélagsins. Þessir staðir eru: Sundlaugin í Varmahlíð Glaumbær Íþróttahúsið á Sauðárkróki Sundlaugin á Sauðárkróki Safnahúsið Ráðhúsið Gamla Tengilshúsið (Aðalgata 24) Sundlaugin á Hofsósi Hægt er komast í...

Gleðilegt sumar!

29.04.2021
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar Skagfirðingum nær og fjær, og landsmönnum öllum gleðilegs sumars!

Vinna við heimtaugar

26.04.2021
Fréttir
SUÐURGATA, HLÍÐARSTÍGUR, SKÓGARGATA, KAMBASTÍGUR Í dag á að vinna við heimtaugar á þessu svæði og mun það hafa í för með sér að lokað verður fyrir rennsli á heitu og köldu vatni um tíma. Reiknað er með að byrja um kl. 10 en ekki er vitað hvað verkið tekur langan tíma. Notendur eru beðnir að sýna þolinmæði og reynt verður að hraða verkinu eins og hægt er.

Opnunartími sundlauga á sumardaginn fyrsta

21.04.2021
Fréttir
Sundlaugarnar á Sauðárkróki og í Varmahlíð verða opnar á morgun, sumardaginn fyrsta, frá kl.10-16.

Sæluvika Skagfirðinga verður með breyttu sniði

16.04.2021
Fréttir
Sæluvika Skagfirðinga verður haldin dagana 25. apríl - 1. maí nk. með örlítið breyttu sniði vegna samkomutakmarkana. Viðburðir verða ýmist haldnir með rafrænum hætti eða með þeim hætti sem rúmast innan gildandi samkomutakmarkana. Ný heimasíða Sæluviku sem mun halda utan um viðburði og dagskrá Sæluviku fer í loftið á næstu dögum. Þar verða...

Tímabundinn styrkur til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði úthlutað

15.04.2021
Fréttir
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd úthlutaði á fundi sínum í gær tímabundnum styrkjum til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir árið 2020. Styrkurinn er liður í viðspyrnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna COVID-19 til að styðja við heimili, fyrirtæki og félagasamtök í Skagafirði. Styrkjunum sem úthlutað var í gær er...

Samfélagsverðlaun Skagafjarðar - óskað eftir tilnefningum

14.04.2021
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Samfélagsverðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel. Tilnefningar þurfa að berast fyrir fimmtudaginn 22. apríl nk.   Hægt er að senda inn...

Sveitarstjórnarfundur miðvikudagin 14. apríl

13.04.2021
Fréttir
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar miðvikudaginn 14. apríl og hefst hann kl. 16:15. Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnað.

Fundur um stöðu fjarskipta

12.04.2021
Fréttir
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra bjóða til rafræns samráðsfundar um stöðu fjarskipta þriðjudaginn 13. apríl kl. 10:00-11:30. Á fundinum verður fjallað um fjarskipti á svæðinu, helstu áskoranir og tækifæri til framfara. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með erindum og umræðum í minni hópum....