Fara í efni

Fréttir

Sundlaugin í Varmahlíð opnar í dag eftir viðhald

11.06.2021
Fréttir
Sundlaugin í Varmahlíð opnar kl. 16 í dag eftir að hafa verið lokuð í nokkra daga vegna viðhaldsvinnu. Opnunartímar í sumar eru sem hér segir: Mánudaga - föstudaga frá kl. 7:00 - 21:00 Laugardaga og sunnudaga frá kl. 10:00 - 17:00

Sundlaugin í Varmahlíð lokar í nokkra daga vegna viðhalds

07.06.2021
Fréttir
Sundlaugin í Varmahlíð er lokuð frá og með deginum í dag (7. júní) og næstu daga vegna viðhalds. Áætlað er að verkinu ljúki fyrir næstu helgi.  Opnunartímar sundlauganna á Sauðárkróki, Hofsósi og Sólgörðum eru eftirfarandi: Sundlaug Sauðárkróks Mánudaga - föstudaga  kl 06:50 - 21:00 Laugardaga og sunnudaga kl 10:00 - 17:00 Sundlaugin...

Sveitarstjórnarfundur 9. júní kl. 13:00

07.06.2021
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn 9. júní að Sæmundargötu 7 og hefst hann að þessu sinni kl. 13:00

Til hamingju sjómenn!

06.06.2021
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn

Formleg opnun á nýrri áhorfendastúku á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki

04.06.2021
Fréttir
Á morgun, laugardaginn 5. júní kl. 15:30, fer fram formleg opnun á nýrri áhorfendastúku við gervigrasvöllinn á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki. Áhorfendastúkan er gjöf frá Fisk Seafood og starfsfólki þess og er hin glæsilegasta. Stúkan rúmar 314 manns í sæti og er fullkomin viðbót við íþróttasvæðið á Sauðárkróki. Athöfnin er öllum opin og vonumst við...

Sumaropnun hafin í sundlaugunum

03.06.2021
Fréttir
Sumaropnunartímar í sundlaugum sveitarfélagsins hafa nú tekið gildi og búið er að opna sundlaugina á Hofsósi og sundlaugina á Sólgörðum eftir viðhaldsframkvæmdir. Á Hofsósi var heitur pottur m.a. málaður, sundlaugarmannvirkið málað að innan og búningsklefar flísalagðir. Ný girðing var sett umhverfis laugina og til stendur svo að setja upp nýtt...

Skráning hafin í Sumar-Tím

28.05.2021
Fréttir
Skráning er hafin í SUMAR – TÍM 2021.  Sumar - TÍM stendur fyrir tómstundir, íþróttir og menningu. Fjölbreytt starf er í boði, má þar nefna fótbolta, körfubolta, golf, siglingar, kofabyggð, hjólreiðar og föndur. Börn þurfa ekki að hafa fasta búsetu í Skagafirði til þess að geta sótt Sumar - TÍM.   Sumar - TÍM er fyrir börn fædd...

Skagafjörður keyrður á varaafli laugardaginn 29. maí

27.05.2021
Fréttir
Vegna tengingar á nýjum jarðstreng til Sauðárkróks verður Skagafjörður keyrður á varaafli laugardaginn 29. maí frá kl. 08:15 til 18:00. Rafmagnsnotendur eru beðnir um að stilla rafmagnsnotkun í hóf og forðast óþarfa aflbreytingar. Hjaltadalur og Hegranes verður rekin frá rafstöð við Brimnes. Mögulega verður rafmagnsleysi í stuttan tíma undir lok...

Auglýsingar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Aðalgötu 3 og Skógargötu 1 - verndarsvæði í byggð

26.05.2021
Fréttir
Hjá byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar liggja fyrir byggingarleyfisumsóknir frá eigendum Aðalgötu 3 og Skógargötu 1 um leyfi fyrir breytingum á húsnæði. Framkvæmdirnar eru innan verndarsvæðis í byggð, sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki, sem var staðfest af ráðherra 11. febrúar 2020.